Sagnir - 01.06.1995, Page 76

Sagnir - 01.06.1995, Page 76
hjólanna vörpuðu frá sér en á haus blaðs- ins var einmitt teikning af lýsandi reið- hjólaljósi. Stjórn SFR varaði félagsmenn við þessum kofningshópi og fór ekki dult með þá skoðun sína að Samfylkingarliðið færi eftir tilskipunum Kommúnistaflokks Islands. A sama hátt töluðu Samfylking- armenn um „kratana“ sem voru í SFR. Þetta voru bein áhrif frá ólgukenndum stjórnmálum þess tima. SFR var stofnað að undirlagi Alþýðuflokksins til höfuðs þjóðernissinnaðrar sendisveinadeildar Merkúrs og Samfylkingarliðið var stofn- að af ungkommúnistum. Guðjón Frið- riksson víkur lítillega að átökum félag- anna, sem fram fór á síðum félagsblað- anna, í Sögu Reykjavíkur: „tónninn lýsir þeirri hatrömmu heift sem ólgaði í þjóð- félaginu á þessum tínra og var jafnframt endurspeglun á alþjóðlegri pólitík kreppuáranna."18 Þessar erjur virðast einungis hafa styrkt félögin i baráttu sinni sem þau háðu af lífi og sál, a.m.k. á síðum fréttabréfa sinna. Sendisveinar kröfðust kjarabóta sem þeir síðan fengu og var ein sú helsta þegar samið var við Mjólkursamsöluna 12. janúar 1935. Kaupið hjá sendisvein- unum hækkaði úr 70 krónum á mánuði upp í 100 krónur og þá fylgdu fjölda ákvæða um vinnutíma, ýmis hlunnindi og margt fleira. Til dæmis sagði í samn- ingnum að „einginn einn sendisveinn skal bera út meiri mjólk en 260 lítra á dag“.19 Er engin furða að slíkt skuli hafa verið takmarkað ef haft er í huga hvernig vegir voru almennt í Reykjavík á þessum tíma, en malarvegir gátu oft orðið hjóla- drengjunum þungstígir eftir því hvernig það viðraði. Félagið hafði mest 128 félaga en fullyrt var í Blossa að það væru um 250 sendisveinar í Reykjavík árið 1933. Guðmundur Ellert Erlendsson reiðhjóla- smiður, sem seinna fór að starfa við hjólasmíðar og viðgerðir í Fálkanum, starfaði sem sendisveinn i Reykjavík á ár- unum 1937-8. Hann minnist þess að fé- lagið hafi verið öflugt og hver félagsmað- ur fengið sitt eigið skírteini. Undir lok fjórða áratugarins virðist starfsemi félags- ins róast niður en síðasta kjör í stjórn S.F.R. fór fram 1938.20 Samningar um kjör sendisveina voru orðnir frambæri- legir og segja má að baráttan við breytta flutningatækni fari að segja til sín fljót- lega með tilkomu seinni heimsstyrjaldar- innar Um 1940 má segja svo að félagið hafi horfið hljóðlega þó að sendisveina- hjólið héldi notagildi sínu urn sinn. Gömul hefð, nýir tímar Þegar seinni heimsstyijöldin var um garð gengin tóku samgöngur að breytast sendisveinum í óhag. Bíllinn varð sífellt fyrirferðameiri þó að sendisveinar á fót- stignum stálfákum hefðu enn um skeið einhver verkefni. Sunnubúð við Lönguhlíð hafði sendi- sveina á launum hjá sér við að skjótast með pantanir viðskiptavinanna. Oskar Jóhannsson sem var kaupmaður segir sendisveinastarfið hafa verið erfitt en jafnframt hafi hann verið „sannfærður um að enginn skóli gat kennt þeim betur að meta verðmæti þeirra króna sem fengust fyrir alla svitadropana". Er víst að margir þeir sem fóru í sendiferðir fyrir hann geti verið honurn sammála en margir fyrrum sendisveinar Óskars hafa orðið frammámenn í íslensku samfélagi.21 Ólafur Rúnar Dýmiundsson minnist þess að hafa verið að sendast fyrir kaup- nrann í lítilli matvömbúð veturinn 1956. Fór hann með pantanir nokkrum sinnurn í viku til þeirra kúnna sem vildu fá vör- urnar heimsendar. Þá hafi heimsendingar á sendisveinahjóli enn verið nokkuð al- gengar hjá matvörubúðum en fóru greinilega fækkandi eftir 1965. Hið síð- asta sem Ólafur sá til sendisveinahjóls var „í kringum 1980. Þá sá ég Stefán frá Möðrudal með slíkt hjól fullfermt af heyi og amboðum (hrifur, orf og ljá) hjólandi niðrí bæ en þá átti hann hesta og var að hirða hey af lóðum borgarbúa.“22 Hin síðari ár hefur eitthvað verið keypt til landsins af sendisveinahjólum og em þannig tvö slík hjól í daglegri notkun hjá Húsdýragarðinum í Reykjavík og á horni Bræðraborgastígs og Asvallagötu er verslun sem nýtir sér sendisveinahjólið. Þótt hjólandi sendisveinar séu ekki al- geng sjón á götum Reykjavíkur í lok 20. aldar þá virðist þessi atvinnugrein vera í ömm vexti í öðrum stórborgum vest- rænna ríkja og eins og allt annað er aldrei að vita nema erlendir straumar muni endurlífga sendisveina á hjólum hér á landi. Tilvísanir 1 Lýður Bjömsson: Afmælisrit V.R. saga Verzlunarmannafélags Reykja- víkur 1891-1991 I. bindi, Reykjavík 1992, 110 2 Lúðvík Kristjánsson: Við Jjörð og vík, brot úr endurminningum Knud Zim- setis fyrrveratidi borgarstjóra, Reykjavík 1948, 73 3 Oskar D. Olafsson: Hjólað á Islatidi \ 100 ár. Saga reiðhjólanotkunar á Is- landi á timabilinu 1890-1993 tneð stuttu erlendu baksviði, viðauki I, B.A. ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 1993, 82 4 Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur 2. bindi Bærinn vaknar, Reykjavík 1991, 190 5 Viðtal Axel Janssen hjólhestasmið 29 mars 1993 6 Axel Janssen hjólhestasmiður man einnig eftir þessu hjóli þar sem hann fékk það reglulega til viðgerðar á verkstæðið hjá sér á fjórða áratugnum. 7 Gísli Guðmundsson og borvarður Arnason: Samvinniirit IV, Handbók fyrir búðarfólk, Reykjavík 1948, 41 8 Sama rit, 42 9 Jón Oddgeir Jónsson: Litlir jólasveinar lœra utnferðarreglur, Reykjavík 1940, 13 10 Utttferðareglur fyrir hjólreiðainenn, útgefið af Slysavamarfélagi Islands í Reykjavík 1946, 15 11 Gunnar M. Magnússon: Ar og dagar: Upptök og þróun alþýðusamtaka á Is- landi 1875-1934, Reykjavík 1967, 173 12 Lýður Bjömsson: Afmœlisrit VR. 71 13 Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur 2. bindi, 255 14 Bréf S.F.R til ASÍ 31/5 1933, skjalasafn ASÍ nr:A-l 15 Blossi 1 september 1933 16 Eldittg, Baráttumálgagn vaknandi œsku, mars 1934, 1. 17 Leiftur september 1933 18 Guðjón Friðriksson: Saga Rcykjavíkur 2.bindi, 255 19 Samningar sendisveina, skjalasafn ASI nr: A-1 20 VR blaðið, apríl 1988 21 Oskar Jóhannsson: „Þáttur úr sögu verslunar í Hlíðahverfi í Reykjavík“, Morgunblaðið 31. júlí 1993. 22 Viðtal við Olaf Rúnar Dýrmundsson 74 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.