Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 14

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 14
60 HELGAFELL út, og hvorugu stökk orð af vörum. Loks rýfur Sigríður þögnina og segir: .,Þó þú farir með hann út á rúst, þá slcal hann aftur inn.“ Þá svarar Sigurður og brosir: „Já, ég verð þá víst að hætta.“ Hann hafði mætur á Sigríði. Sigurður var rismikill karl og einstak- lega höfðingjadjarfur. Hann hefur verið lag- legur maður á yngri árum og lífsfjör hans var geysilegt, svo að liann líktist oft ber- serki í framgöngu, og fipaði það stundum málfar hans. Hann var ágætlega náttúru- greindur og var gefið glöggt vit á þessa heims hlutum. Hann þótti fremur fégjarn, en réðst aldrei á garðinn þar sem hann var lægstur og var höfðingi, þegar heim til lians var komið. Hann var séður og gat verið undirliyggjumaður og brögðóttur, þegar hann þurfti á þeim íþróttum að halda. Hann var lengi hreppsnefndarodd- viti Suðursveitar, og þó að hann hefði aldrei unnað sér tómstunda til að læra að skrifa, þá voru öll hans plögg í mikilli röð og reglu og Suðursveit sennilega aldrei átt betri hreppsnefndaroddvita. Hann bar virðingu fyrir góðum málaflutningsmönn- um, enda þurfti hann á þeim að halda í baráttu við hreppsómaga og í fleirum sveit- arstjórnarmálum, og hann var ódeigur í málaferlum. Einhverntíma spurði hann, þegar rætt var um hæfileika málaflutn- ingsmanns: „Getur hann unnið rangt mál?“ Að vinna rétt mál var engin íþrótt. Ein- hverntíma vann Sigurður mál og þótti með ólíkindum. Hann var spurður: „Hvernig fórstu að þessu?“ Sigurður svaraði: „Eg var so duglegur að þræta.“ Sigurður hafði mjög skemmtilega og frumlega frásagnargáfu, og komst oft vel að orði. Hann sagði alltaf frá af iðandi fjöri og hita og lék gjarnan atburðina í frásögninni, og það var engin eftirhermu- leiklist. Þorlákur hét maður og bjó að Bakka á Mýrum. Hann var greindur maður og góð- ur smiður, en þótti nokkuð lyginn og laug skemmtilega, svo að menn höfðu gaman af, og engum til tjóns. Hann var fátækur og fékk lánaða peninga hjá Sigurði á Kálfa- felli. Það var eftir að Sigurður hætti bú- skap. Svo liðu tímar. Þá fréttist það, að Þor- lákur á Bakka sé lagztur veikur og muni ekki eiga afturbata von til þessa heims. Þegar Þorlákur liafði legið nokkurn tíma, gerir Sigurður sér ferð út að Bakka. Ekki hafði sú ferð verið farin til að kalla skuld- ina, heldur til að heilsa upp á skuldunaut- in í knrteisiskyni og líta á líðan hans. Sigurður kom að Holtum á Mýrum á leið frá Bakka og var boðið inn. Hann fer að segja fréttir frá Bakka og kemst svo að orði um ástand Þorláks: „Nú er Þorlákur á Bakka mikið veikur. Eg held hann eigi ekki langt eftir, vesalingurinn. Eg heyrði ekki, hvað hann sagði. En samt laug hann.“ Frönsk skonnorta strandaði í Suður- sveit, þar sem heitir Sléttaleitisfjara. Skip- ið brotnaði í brimgarðinum og flaut þar út úr því ýmislegt lauslegt, þar á meðal brauðtunnur, fullar af hinu dýrlega franska kexi. Sumt af þessu rak upp á fjöruna, en annað hvarf til hafs. Litlu síðar verður það til tíðinda, að þrír betri bændur í Borgarhöfn ganga á Borgarhafnarfjöru, níu til tólf kílómetra fyrir austan strandstaðinn. Þeir fundu nokkrar kextunnur reknar úr skonnort- unni, menn segja þrjár eða fjórar. Þeir hirtu tunnurnar og fluttu heim í Borgar- liöfn, máski svo að lítið bar á, þó að það væri sjaldnast talið til stórra afbrota að öngla sér lauslegt skran af strandi, enda fór það oftast fyrir lítið, þó að það kæmi til uppboðs. Hér stóð þar að auki svo á, að kexið í tunnunum var orðið gegnblautt og salt eftir sjóvolkið og því í rauninni enginn mannamatur. En í þá daga lögðu menn sér margt til munns, og kexinu mátti svelja ofan í sig, þegar búið var að þurka það. Þetta var um vor og von á sýslumanni til þinghalda og uppboðshalds í sömu ferð-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.