Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 15
LÍFSGLEÐI í SUÐURSVEIT
6Í
inni. Þá var sýslurnaður í Skaftafellssýslu
Guðlaugur Guðmundsson og sat á Kirkju-
bæjarklaustri. Hann var geysilegt yfirvald,
stórbrotinn og geðríkur og uppstökkur,
strangur upp á réttinn og harðhuga, gáfu-
rnaður og málsnjall. Ymsar sögur bárust
austur yfir sandana af réttarhöldum á
Klaustri, en ekki veit ég, hvað satt var í
þeim öllum.
Hreppstjóranum í Suðursveit barst víst
einhver pati af tunnutökunni í Borgarhöfn
og mun hann hafa hvíslað lienni að sýslu-
manni, þegar hann kom austur. Sýslumað-
ur brást reiður við skipaði sakamönnun-
um að koma á tilteknum degi og stund til
réttarhalds að Kálfafelli. Þar var þá þing-
staður Suðursveitar og þingin liáð í stofu
Sigurðar, og þar skykli nú heldur en ekki
réttur settur.
Þetta leit ískyggilega út fyrir augum al-
múgans. Tunnutakan var óumdeilanlega
þjófnaður, fyrst hún varð uppvís, og Guð-
laugur laus við linku að gefa afbrotamönn-
um upp sakir eða dæma þá vægari dóm-
um en lög stóðu til. Kannski yrði saka-
mannaflutningur út að Kirkjubæjar-
klaustri til frekari réttarrannsóknar og
síðan tukthús í Reykjavík fyrir þjófnað
á strandgózi. Það skall nú hurð nærri hæl-
um, þegar skeytið hvarf úr hvalnum í
tíð Arna sýslumanns.
Réttarhaldsdaginn ríður sýslumaður í
hlað á Kálfafelli með fylgdarmann og lausa
hesta. Það gaf hlaðreiðinni meiri tign.
Sigurður stóð úti á stéttinni og hjá hon-
um Sigurður yngri sonur hans. Sýslumað-
ur vindur sér af baki, svipþungur og valds-
mannslegur og spyr stutt og hart: „Hvar
eru mennirnir?“
„Hvaða menn?“ spyr Sigurður mjúklega.
„Bændurnir í Borgarhöfn. Eg hef boðað
þá hingað til réttarhalds.,,
„Veiztu hver á stofuna?“ spyr Sigurður
og glottir.
Sýslumanni verður orðfall, en Sigurður
fylgir fast á eftir og segir: „Þú yfirheyrir
þá ekki hér í dag út af þessu skítti, og þér
er bezt að fara, vesalingur!“
Þá dettur öll reisn af sýslumanni, ogliann
segir: „Við skulum þá ekki tala meir um
þetta, Sigurður minn. Og þar með lauk
málinu. En Sigurður bregður sér austur
fyrir bæjarhúsin. Þar híma sökudólgarnir,
titrandi undir vegg, með yfirheyrslur
Guðlaugs á forgrunni í útsýninu og tukt-
hús í Reykjavík í baksýn og þar á bak
við ævilangan þjófsstimpil á mannorðinu.
Sigurður talar til þeirra og segir: ,,Ykk-
ur er óhætt að koma, vesalingar. Ykkur
verður ekkert gert,. Laugi er hættur við allt
saman. Þetta verður ekki nefnt meira.“
Mig grunar, að þá bændur í Skaftafells-
sýslu hefði verið hægt að telja á einum
fingri, sem hefðu haft hug til að standa
svona upp í hárinu á Guðlaugi sýslumanni.