Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 20

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 20
66 HELGAFELL miklum harmkvælum, og átti undir högg að sækja. Andstæðingar hans kölluðu mig kommúnista í tírna og ótíma, en í augurn þeirx-a sjálfra var ég oftast hálfgerður nazisti. Ég hygg þó, að þeir hafi reiknað með mér sem kjósanda fyrst í stað, en nú lengi liafa þeir ekki haft mig á sinni kjörskrá. Þeirn hef- ur til dæmis ekki dottið í hug að borga undir mig bíl á kjöi'stað. — Annars er mér vel við marga komnninista og sumir þeirra- eru mínir beztu vinir. Til dæmis fór alltaf mjög vel á með okkur Brynjólfi Bjarnarsyni. Agætur maður Brynjólfur og stórgáfaður. Ég held jafnvel, að liann sé með beztu mönnum, sem ég hef kynnzt. Eins og þú veizt, var ég víst kaþólskur að nafninu til, fyrst eftir að ég kom til Reykjavíkur. Ojú, það var Stefán . . . Hann hefur ætlað að bæta mig, en þii veizt, hvei-nig það fór. Auðvitað kom að því, að ég glataði þessari ágætu trú, og mér Ieið óskaplega illa, fannst ég hafa svikið einhvei'n, ráfaði eii-ðai'laus um bæinn og fór loksins heim til Brynjólfs, eins og hver annar auðnu- laus maður, spurði hvort hann gæti ekki gei't eitthvað fyrir mig. Svo leysti ég frá skjóðunni og hann hlustaði. Eftir góða stund, segir Brynjólfur: Má ég ekki bjóða þér ýsu? Það var gott hjá honum, finnst þér það ekki? En nú er þetta allt breytt, Brynjólfur kom- inn í andatrúna og framsókn kommúnismans liðin hjá. Þegar hér var komið sögu, birtist frúin í dyrunum og var varla komin inn, þegar Steinn spui'ði: — Þú hefur ekki verið kosin í neinar nefndir? Hún brosti og svaraði spurningu skáldsins neitandi um leið og hún spurði uni hæl: — Þú hefur ekki gefið hænsnunum vatn? — Nei, svaraði hann, ætli þau sofi ekki. Svo snei-i hann sér að mér og sagði snöggt: — Þú varst eitthvað að spyi'ja um Unuhús. Ojú, ég þekkti Ei'lend rnæta vel. Hann var ef til vill merkilegasti maður, sem ég hef kynnzt. Samt hefur mér aldrei dottið í hug að yrkja um lxann; ég hef ekki viljað móðga Erlend dauðan. Ég spurði um „Tímann og vatnið“. — Það er engin formbylting í þessum kvæðum. „Tíminn og vatnið“ er eins og þú veizt sjálfur, varieraðar terzínur. Það er ákaf- lega garnalt form og þrælklassískt. Terzínurn- ar í „Tímanum og vatninu“ eru ekki alltaf reglulegar, það er öll formbyltingin. Ljóða- flokkurinn í heild er upphaflega hugsaður sem ballett, byggður á goð- og helgisögnum. Jú, það var nú meiningin, hvað sem þú segir. Eitt kvæðið studdist t. d. við Veda-bækurn- ar, annað við sagnir um Parsival og Graal: „Gagnsæjum vængjum flýgur vatnið til baka gegix viðnámi sínu. Iíið rauðgula hnoða, sem rennur á undan mér, fylgir engri átt. Handan blóðþyrstra vara hins brennandi efnis vex blóm danðans. Á hoi-nréttum fleti milli hringsins og keilunnar vex hið hvíta blóm dauðans.“ — og enn annað við för Odysseifs: „Vatn, sem rennur um í'auðanótt út í hyldjúpt haf. I dul þína risti nxín dökkbrýnda gleði sinn ókunna upplxafsstaf. Og sorg mín glitraði á grunnsævi eins og gult raf.“ Annars er mér alveg sama um minn svo- kallaða skáldskap. Ég ber enga virðingu fyrir honunx; ég veit, að eitt kvæða minna er verra en annað, það er allt og sumt. Ég hef aldrei verið skáld. Ég hef aldrei haft ástríðu til að yrkja, en mér er nauðsynlegt að geta sofnað á kvöldin og í stað þess að lesa reyfara fór ég að raða saman orðurn. Sá sem nennti að athuga mín kvæði, gæti auðveldlega séð, að þau eru öll ort milli svefns og vöku. En það kcmur engum við.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.