Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 22

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 22
68 HELGAFELL Samkvæmt lögmálum jarðfræðinnar er ekk- ert því til fyrirstöðu, að jörðin muni verða byggileg í milljón milljónir ára enn, og takist manninum að halda lífi, þrátt fyrir allar þær hættur, sem hann býr sér með ofsa sínum og óstýrilæti, þá er engin ástæða til að ætla ann- að en að honum megi auðnast að halda áfram þeirri sigurgöngu, sem hann hefir svo nýlega hafið. Örlög mannsins eru honum í sjálfsvald sett um milljónir ára fram í tím'ann, eftir því sem þekking vor kemst næst eins og er. Hann á völina að ákveða, hvort hann skuli farast eða klífa nýja hjalla og liærri en hann hefir dreymt um áður. Shakespeare talar um: „spádóms anda gædda sál heimsins að dreyma um óorðna hluti“. Eigum vér að ætla, að sá draumur boði ekki neitt? Er hann aðeins skynblekking og tál, sem dauðinn máir af? Eða höfum vér leyfi til að ætla, að leikurinn sé rétt að hefjast, að vér höfum einungis heyrt fyrstu hendingar forleiksins, en ekki meir? Maðurinn er sonur jarðar og stjörnuhim- ins, segja orfísku bækurnar, eða svo notað sé nýlegra orðaval: hann er blendingur guðs og dýrs. Sumir loka augum við dýrinu í manninum, sumir við guðinum. Það er næsta auðvelt að líta á manninn sem dýr eitt. Swift brá upp slíkri mynd af manninum í verum þeim er hann kallaði Jahúa og það á svo eftirminnilegan hátt, að sú mynd er mörgum óafmáanlega rist í huga. En þó að Jahúar Swifts væru andstyggileg- ir, skorti þá engu að síður hina verstu eigin- leika nútímamannsins, með því að þeir höfðu ekki til að bera vitsmuni á við hann. Það er varla drengilegt gagnvart dýrunum að lýsa manninum sem blendingi guðs og dýrs. Miklu nær er að kalla hann blending guðs og djöfuls. Ekkert dýr og enginn Jahú myndi fremja þá glæpi, sem Hitler og Stalin frömdu. Það virðast engin tamörk fyrir þeim hroðaverkum, sem hin vísindalega skynsemi getur framið, þegar hún leggst á eitt með illvilja Satans sjálfs. Ef vér hugleiðum pyndingar þær, sem Iíitler og Stalin létu fremja og höfum í huga, að þeir svívirtu með þeim mannkynið allt, þá finnast oss Jahúarnir, þótt djúpt væru sokknir, langt frá eins hræðilegir og sumir þeir menn, er sitja að völdurn í nútímaríkj- um. Langt er síðan mannlegt ímyndunarafl bjó sér til mynd af Helvíti, en það er ekki fyrr en nýlega, að maðurinn hefir öðlazt þá tækni, er til þurfti að gera þá ímyndun að veruleika. Mannsandinn vegur með furðuleg- uni hætti salt á mótum Ijóss og myrkurs, Himnaríkis og Helvítis. ILvor staðurinn sem er getur fullnægt ímvndun hans, og það verð- ur ekki sagt, að annar sé honum eðlilegri samastaður en hinn. Stundum, þegar mestan hrylling setur að mér, liggur mér við að efast um, hvort nokk- nr ástæða sé til að óska þess að slík skepna sem maðurinn er, haldi áfram að vera til. Það er enginn vandi að einblína á grimmd mannsins og skuggaeðli, skoða hann sem djöfullegan kraft persónugerðan og lýti á fag- urri ásýnd lieimsins. En þetta er hvorki allur sannleikur né hinzta speki. Maðurinn er sonur stjörnuhiminsins eins og segir í orfísku bókunum. Þótt líkami mannsins sé lítilfjörlegur og þróttlaus í sam- anburði við „líkami“ stjörnuheimsins, þá get- ur maðurinn allt um það látið þann mikla heim speglast í hugsun sinni, og hann getur ferðast, með ímyndunarafli sínu og vísinda- legri þekkingu, um ótrúlegar fjarlægðir rúms og tíma. Það sem hann veit nú um heiminn, sem hann byggir, myndi ofbjóða skilningi forfcðra hans fyrir þúsund árum, og ef miðað er við það, hve þekking hans fer ört vaxandi nú, þá er full ástæða til að ætla, að hún verði að þúsund árum liðnum komin álíka langt fram úr hugmyndum okkar. En það er ekki eingöngu vegna þekkingar sinnar, og jafnvel ekki fyrst og fremst vegna hennar, að maður- inn á aðdáun skilið. Menn hafa skapað feg- urð, fyrir augu þeirra hefir borið furðulegar sýnir, eins og undralöndum skyti upp í fyrsta sinn, þeir hafa alið í brjósti ást, hafa fundið til samúðar með mannkyninu öllu og gert sér stórkostlegar vonir um framtíð þess í heild. Að vísu hafa þetta verið yfirburðamenn, og þeir hafa oft mætt andúð fjöldans. En það

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.