Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 24

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 24
JULES SUPERVIELLE : ÐálítiÖ ævintýri Hin glóeyga drottning upphimnanna, Júnó, lagði það oft í vana sinn að ganga sér morgungöngu um hlíðar Olympsfjalls og hrópa: „Trygglyndi! Trygglyndi!“ Alstaðar var tekið undir og svarað: „Trygglyndi! Trygglyndi!" Dýrin á mörkinni tóku líka undir og svöruðu hvert með sínu nefi. „Þú gætir kánnske anzað eins og hinir,“ sagði hún við Júpiter. „Víst gerði ég það.“ „Það mætti kannske ætlast til þú Iiefðir svo hátt, að einhver heyrði til þín.“ „Hvað á þessi tónn að þýða,“ sagði Júpiter landaskelfir, faðir guða og manna, „þú veizt mæta vel, að ef ég lirópa verður bara úr því grenjandi vitlaust óveður. Þeir hafa víst feng- ið nóg af rekjunni, mannagreyin þarna niðri á jörðinni." Hin rósfingraða gyðja hélt leiðar sinnar hrópandi: „Trygglyndi! Trygglyndi!“ Hafrarn- ir sem voguðu sér upp í hlíðar Olympsfjalls tóku hiklaust undir: „Trygglyndi! Auðvitað trygglyndi! Nema hvað!“ Júnó hélt heimleið- is. ITún var sannfærð um, að allt væri í himna- lagi. Heyrt hafði hún samt slæðing um, að ein- hver órói væri kominn í bóndann. Ný ævin- týri. Auðvitað. í hvaða líki skyldi hann nú bregða sér næst? Einhver hafði rekizt á hann, þar sem liann stóð og athugaði gaum- gæfilega alls konar dýraskinn og fuglshami. Hún hafði svo sem ekki gleymt standinu með Ledu. Rækist hún á svan, einan sér á tjörn, eða gæs eða jafnvel bara dúfu, átti hún það til að vinda sér að þeim og segja hvatlega: „Ekki spvr ég að! Ekki á það af mér að ganga!“ Veslings skepnan, vitablásaklaus, kúrði sig bara niður og þorði hvorki að æmta né skræmta. „Ég skal kippa þér úr hálsliðn- um, skömmin þín,“ hvæsti hún, „þá skulum við sjá, hvort ekki hrekkur fram úr nefinu á þér nafnið á næstu hórunni þinni.“ En svo sá hún strax, að hún hafði lilaupið á sig. Þetta var allt misskilningur. „Ekki veit ég, hvar þetta endar,“ andvarpaði hún. „Ég verð bandhringasjóðandi vitlaus, ef þessu heldur áfram. Aumasta kvensnift á jörðu niðri er þúsundfalt sælli en ég. Hún getur þó að minnsta kosti haft auga með karlinum sín- um. Þú ættir að reyna það, kerli mín, ef sá hinn sami heiðursmaður væri einn af guðum upphimnanna, og almáttugur í þokkabót, og gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. Hann ætti það margfaldlega skilið, að ég væri hon- um ótrú alla daga ársins. En slíkt er and- styggð, svínslegt, hreinn viðbjóður. Þá er trygglyndið, sakleysið og hreinleikinn eitt- hvað annað. Ungbarnið í vöggunni sinni. Móðirin með krakkana sína við kné sér. Hún snýtir þeim á klútnum sínum meðan graut- urinn kraumar á hlóðunum og þvotturinn jiornar á snúrunum fyrir utan. Obbolítið önn- ur mynd! Eða hvað sýnist þér?“ Hún hafði líka ósköp gaman af því að hvísla heilli runu af heilræðum í eyru ungra stúlkna, sem að því voru komnar að stíga á brúðarbeðinn. Hún vissi svo sem, að þetta var vitagagnslaust. En hún gat ekki að þessu gert.. Þetta var hennar einasta hrösun. — En Júpiter, sem fyrst hafði gifzt Themis, síðan Eurynome, þá Xeres, sem raunar var nú systir hans, síðan Latonu, annarri systurinni

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.