Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 30
76
HELGAFELL
hefur líka orðið raunin á, því að ég hef ekki
orðið þess var að nokkur maður hafi mis-
skilið þennan leikdóm, annar en Kristján Al-
bertsson.
Ég vil taka það fram, að mér hefur ekki
til hugar komið, að þessi „vinar“-kveðja Kr.
Alb. til mín stafaði af illkvitni hans í minn
garð, heldur blátt áfram af furðulegum mis-
skilningi hans, enda hefur hann staðfest þetta
álit mitt fyllilega í samtali okkar og bréfi til
mín fyrir skömmu. Ég hafði sem sé ekki sett
orðin „drengilegt samkomulag“ innan gæsa-
lappa! Hér var því ekki um að villast: Sig-
urður Grímsson talaði hér í fyllstu alvöru!
Ef þessi fornvinur minn ætti ekki hlut að
máli, mundi mér finnast eiga hér vel við sag-
an um dr. Charles Clarke, einn af mestu
lærdómsmönnum Breta á sinni tíð. Hann sat
eitt sinn með nokkrum góðum vinum sínum
og lét óspart fjúka gamanyrðin um menn og
málefni. En er hann sá einn af góðborgurum
staðarins nálgast þá félaga, þagnaði hann
skyndilega og sagði svo: My boys, let us be
grave: liere comes a fool“.
Sigurður Grímsson
* * *
Ofanskráð athugasemd Sigurðar Grímsson-
ar er skrifuð í tón, sem mun vera einsdæmi
í íslenzku tímariti. En stundum verður fleira
Svar fró að Sera’ en Sott IbVkir — og
v - »■' - verður sú afsökun að duga,
Kristjam i v ■ • „ , ,
. bæði Nym Ilelqaíelli, sem at-
Albertssym. , .....
hugasemdina 'birtir, og mer,
sem læt tilleiðast að svara henni.
Úr því að Sig. Gr. „nennir ekki“ að tilfæra
þau orð í Ieikdómi sínum um Litla lcojann,
sem mér komu spánskt fyrir sjónir, þá skal
ég gera það.
Leikurinn gerist á eyðieyju, þar sem skip-
reika fólk, hjón og vinur þeirra, hafa náð
landi. Vinurinn hefur haldið við eiginkonuna
árum saman og segir nú eiginmanninum frá
því og mælist til að mega halda uppteknum
hætti, og að þeir sofi hjá konunni sína vik-
una hvor. Sig. Gr. skrifar: „Þetta kemur eig-
inmanninum að vísu svo hastarlega á óvart,
að honum liggur við lömun, en af því að
liann er maður „rökfastur“ og hneigður til
heimspekilegra ályktana, þá lætur hann til-
leiðast, og er þegar samin einskonar reglu-
gjörð um tilhögun samþykktarinnar, vitan-
lega með fullu samþykki eiginkonunnar. —
Frakkar eru menn víðsýnir í svona málum,
og því hefði mátt ætla, að allt félli í ljúfa
löð við þetta drengilega samkomulag.“
Ég hef auðvitað ekki sagt, að Sig. Gr. væri
„gjörsamlega siðblindur“ né neitt slíkt — en
aðeins leyft mér að spyrja, hvort orðið
„drengilegt“ væri hér ekki viðhaft í talsvert
nýstárlegri merkingu. Ég gat ekki betur séð,
en að nokkur aðdáun skini út úr orðum leik-
dómarans fyrir því, sem hann kallaði „víð-
sýni“ Frakka í „svona málum“.
Þó má vera, að ég hefði skilið ummæli
hans sem miður smekklega gamansemi, ef
ekki hefðu þessi orð á eftir farið: „Einhver
orðasveimur var um það fyrir frumsýninguna,
að siðferðið í leiknum væri ekki upp á það
bezta. í viðtali við Morgunblaðið 4. þ. m.
hafa leikararnir einróma þvemeitað þessu og
er ég þeim jyllilega sammála“ (auðkennt hér).
Hvar er gamantónninn í þessum orðum?
En nokkuð í orðalagi, sem til þess geti bent,
að þau séu ekki fyllsta alvara — og þá hitt
allt líka?
En auðvitað er skylt að trúa því, sem leik-
dómarinn nú segir. Honum þykir ekki drengi-
legt að lána eiginkonu sína, hvernig svo sem
á stendur — hann hefur fulla skömm á öllu
víðsýni í „svona málum“.
Er svo góðfús lesandi beðinn að skera úr
því, hvorum sé um að kenna, að ég misskildi
Sigurð Grímsson.
Kristján Albertsson.