Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 32

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 32
78 HELGAFELL UNDIR SKILNINGS TRÉNU Fóstbræður glíma við 18 söngkonur. Er blaðamenn ræddu fyrir nokkrum dögum við forráðamenn Fóstbræðra og söngstjórann, Ragn- ar Björnsson, sagði Gunnar Guðmundsson, for- maður Fóstbræðra: Við stöndum í mikilli þakk- arskuld við söngkonurnar, sem með okkur syngja hin vandasömu verk, en hér er um að ræða 18 úrvals söngkonur. Fóstbræður hafa ánægju af því að glíma við sem fjölbreyttust viðfangsefni, sagði Gunnar. Mbl., 27. apríl, ’58. Víðsýni. Sá sem valdi kvæðin í þetta bindi, verður að ljúka þessu forspjalli með játningu. Þegar hann var að ákveða hvað rúm skyldi fá í bókinni, hafði hann ekki aðeins eilífðina í huga . . . heldur og nútímann. Einar Ól. Sveinsson: Forspjall að íslands þúsund ár. Smámunalegur. Coty gleðst jafnan fölskvalaust yfir börnum sínum og barnabörnum og hann hefur ætíð haft glöggt auga fyrir því, hve smámunimir skipta miklu máli. Mbl., 3. 6. ’58. (Leturbr. Helgaf.) Umskiptingar. För þessi var farin á vegum Norræna félagsins og gerð eftir fyrirmynd félagsskapar, sem starf- ar víða um lönd og hefur verið nefndur „Tilraun til unglingaskipta“, en heitir á ensku: „Experi- ment in International Living". Alþbl., 18. 7. ’58. Uxar nytjast illa. „Ég var með 215 á fóðrum í vetur, kýr 58, kálfar frá í fyrra um 80, nokkrar kvígur og svo tveggja ára uxar, geldir.“ Tíminn, 28. 6. ’58. Sigursæl uppgjöf. „Massu er einmitt ágætt dæmi um þunglama- legan, hugsandi og hæggerðan lögreglumann, sem gefst ekki upp fyrr en honum hefur tekizt að upplýsa málin, sem hann fjallar um“. Mbl., 14. 2. '58. Fóru á mis við ódauðleikann. Sauðnautin, sem hingað komu dóu öll að lok- um. . . . Ársæll Árnason mun þeirrar skoðunar, að þeim hefði betur farnast, ef þeim hefði ver- ið sleppt lausum á æskilegum stað. Frjáls þjóð, 10. 5. ’58. Eðlileg viðbrögð. Jórdaníustjórn hefur slitið stjórnmálasambandi við Nasserstjórnina vegna þess að hin síðar- nefnda hefir viðurkennt stjórn Jórdaníu. Mbl., 22. 7. ’58. Svo fólkið kæmist ekki út. Ennfremur höfðu þeir [þjófarnir] haft á broít með sér allar dyr . . . Alþbl., 1. 5. ’58. Ekki langt til efsta dags. í gær lauk í hæstarétti munnlegum málflutn- ingi í máli réttvísinnar og valdstjórnarinnar gegn brennumönnunum sjö. . . . Dómsdagur hefur ekki verið ákveðinn. Mbl. Tylliboð. Til sölu. Fokheld jarðhæð við Sólheima. Kaup- andi getur gengið inn í miðstöð á kostnaðarverði. Mbl. 10. 6. ’58. Öðru vísi en íslenzka krónan. Allir þig hylltu ævinnar stund, alls staðar giltu þín göfugu pund. Úr eftirmælum í Mbl. Sívaxandi kröfur um æðri menntun. Málari óskast strax. Helst maður sem kann eitthvað að draga til stafs. Auglýsing í Vísi. Ör mannfjölgun. Landið Alsír er talið vera 2 milljónir og 120 þúsund ferkílómetrar. íbúafjöldi er hins vegar lítill miðað við það stóra svæði eða aðeins um 8 milljónir manna. Morgunblaðið, 15. maí, 6. bls. 1. dálkur. í Alsír búa 10 millj. manna. Sama tölublað, 19. bls. 1. dálkur. Sneið til Shakespeaies. En ef Islendingar hefðu trúað á valdið, ef ís- lendingar hefðu metið rétt þjóða í fallbyssum og reiknað gildi þjóða eftir kjötþunga, þá væru engir íslendingar til, þá hefðu liér aldrei verið samdar þær bókmenntir sem Englendingum var um megn að skapa. Magnús Kjartansson, Þjóðv. 6. 8. ’58. (Leturbr. Helgaf.)

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.