Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Síða 4
föstudagur 7. september 20074 Fréttir DV
Á fleygiferð við
grunnskóla
Tveir ökumenn voru sviptir
ökuréttindum á staðnum í Kefla-
vík í gær. Báðir höfðu gerst sekir
um of hraðan akstur í grennd við
skóla þar sem hámarkshraði er
þrjátíu kílómetrar á klukkustund.
Annar mældist á sextíu og fimm
kílómetra hraða og hinn á sextíu
og sex. Á miðvikudaginn var einn
sviptur ökuréttindum fyrir sama
brot, en hann mældist á sjötíu
og tveggja kílómetra hraða. Lög-
reglan í Keflavík hvetur ökumenn
til að virða hraðamörk, ekki síst
með tilliti til skólabarna.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Sandur úti
um allt
Sandur þakti hluta Tungu-
vegs í Reykjavík eftir að tengi-
vagn vörubíls valt á veginum,
við Sogavog, á ellefta tímanum í
gærmorgun. Bíllinn var í malar-
flutningum.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík urðu
engin slys á fólki. Kranabíll var
fenginn á staðinn svo unnt væri
að rétta vagninn við. Vinnueftir-
litinu var tilkynnt um óhappið,
en sá ekki ástæðu til að koma á
staðinn.
Sérsveit en
engar lamb-
húshettur
sérsveitarmenn leggja lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu lið á
miðbæjarvakt í nótt og
aðfaranótt sunnudags. að sögn
Jóns bjartmarz hjá embætti
ríkislögreglustjóra verða
sérsveitarmennirnir búnir á sama
hátt og aðrir lögreglumenn.
Vegfarendur í miðborginni munu
því ekki sjá lambhúshettuklædda
sérsveitarmenn á vappi. „Þetta
tengist því að vera með herta og
sýnilega löggæslu í miðbænum,“
segir hann. fjórir sérsveitarmenn
verða á vakt á hvoru kvöldi.
Vilhjálmur Birgisson undrast launamuninn:
Óskiljanleg laun stjóranna
„Ég skil ekki hvernig hægt er að
verðleggja manneskjur fyrir svona
upphæðir, ég skil ekki þessar ótrúlegu
tölur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags Akraness.
Sigurður Einarsson, stjórnarfor-
maður Kaupþings, og Hreiðar Már
Sigurðsson, forstjóri bankans, eru
launahæstu stjórnendur fyrirtækja á
öllum Norðurlöndum. Þetta kemur
fram í úttekt sænska viðskiptablaðs-
ins Affärsvärlden. Þar kemur fram að
Sigurður og Einar voru með um 800
milljónir króna í laun og aðrar tekjur
á síðasta ári. Þetta dugar stjórnend-
unum til að vera launahæstir allra
stjórnenda á Norðurlöndum.
Olli-Pekka Kalliasvou, forstjóri
Nokia, er rétt rúmlega hálfdrættingur
á við Sigurð og Hreiðar Má. Fyrirtæki
hans er þó það stærsta á Norðurlönd-
um.
„Það er óhætt að segja að þessar
fréttir gefi byr undir báða vængi um
að nóg sé til af peningunum í þjóðfé-
laginu, sem ætti að geta lyft upp þeim
skammarlegu launum sem verka-
menn þjóðarinnar verða að sætta sig
við,“ segir Vilhjálmur Birgisson og er
greinilega ósáttur við launamuninn.
Vilhjálmur Egilsson, forstjóri Sam-
taka atvinnulífsins, segir að launa-
samningar geti verið mjög sveiflu-
kenndir ár frá ári. „Það þarf að skoða
marga þætti samninga, þar á meða
bónusa og annað slíkt,“ segir Vil-
hjálmur sem telur fréttir sem þessar
ekki mjög djúpstæðar.
Hreiðar Már Sigurðsson tekjuhæsti
stjórnandi Norðurlanda á síðasta ári
samkvæmt affärsvärlden.
Vilhjálmur Birgisson formaður
Verkalýðsfélags akraness furðar sig á
háum launum íslensku stjóranna.
Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, er ánægður með hvernig
mál hafa þróast eftir að konur tóku við völdum í utanríkisráðuneytinu. Sá Íslendingur
sem var lengst við friðargæslu í Írak sem upplýsingafulltrúi erlenda herliðsins þar var
fimmtán mánuði á græna svæðinu í Írak.
FRIÐARSINNINN FAGNAR
ÁKVÖRÐUN INGIBJARGAR
„Greinilegt er að málin eru að þró-
ast í rétta átt eftir að konur fóru að
sinna starfi utanríkisráðherra,“ segir
Stefán Pálsson, formaður Samtaka
hernaðarandstæðinga. Hann fagn-
ar þeirri ákvörðun Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur utanríkisráðherra
að binda enda á afskipti Íslands af
stríðsrekstrinum í Írak.
Stefán segir það mikið gleðiefni
að stjórnvöld hafi ákveðið að senda
eina íslenska friðargæsluliðann
heim með þessum hætti. „Það verða
hins vegar margir fyrir vonbrigðum
með hversu linkulega var tekið til
orða í stjórnarsáttmálanum, um að
menn hörmuðu sjálfan stríðsrekst-
urinn þar sem nú sé viðurkennt
að hluti af starfi friðargæsluliða sé
í raun hernaður. Við hörmum að
sjálfsögðu öll hvernig stríðið hefur
þróast.“
Síðust af þremur
Herdís Sigurgrímsdóttir hefur
verið upplýsingafulltrúi hjá erlenda
herliðinu í Írak síðan í apríl. Hún
er þriðja manneskjan til að starfa
við friðargæslu í Írak sem upplýs-
ingafulltrúi frá Íslandi og jafnframt
sú síðasta. Enginn tekur við starfi
hennar, samkvæmt ákvörðun Ingi-
bjargar Sólrúnar.
Starfs síns vegna hefur Herdís
haft majórstign, tign háttsetts her-
foringja, meðan hún hefur verið við
störf í Írak.
Börkur Gunnarsson er einn
þriggja íslenskra friðargæsluliða
sem sinnt hafa starfi upplýsingafull-
trúa í Írak, og það lengur en nokk-
ur annar. Börkur starfaði í 15 mán-
uði sem upplýsingafulltrúi í Írak
og segir starfið hafa verið eins og
hvert annað starf. Hlutverk hans
hafi verið að koma upplýsingum til
fjölmiðla eins og annarra upplýs-
ingafulltrúa. Börkur vann á græna
svæðina svokallaða, víggirtu svæði
í Bagdad líkt, og Herdís Sigurgríms-
dóttir sem væntanleg er til landsins
um næstu mánaðarmót. Hann seg-
ist aldrei hafa lent í nokkurskonar
hættu í starfi sínu, þessa 15 mánuði
sem hann vann með vestræna her-
liðinu í Bagdad.
Misjöfn viðbrögð
Óhætt er að segja að fólk hafi
missjafnar skoðanir á ákvörðun ut-
anríkisráðherra. Eins og kom fram í
gær í fréttum DV mun Herdís Sigur-
grímsdóttir núverandi friðargæslu-
liði koma heim tveimur vikum áður
en samningur hennar rennur út,
samkvæmt ákvörðun Ingibjagar Sól-
rúnar Gísladóttur utanríkisráðherra.
Geir H. Haarde forsætisráðherra,
sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrra-
kvöld að þetta væri ákvörðun sem
hann hefði sjálfur ekki tekið, væri
hann í sporum Ingibjargar Sólrúnar.
John Craddock, yfirhershöfðingi Atl-
antshafsbandalagsins, lýsti líka mikl-
um vonbrigð- um
á blaða-
manna-
fundi í
fyrradag
með að
Íslending-
ar hættu
þátttöku
sinni í
Írak.
Stefán Pálsson sér framfarir í
utanríkisstefnu Íslendinga eftir
að konur tóku við af körlum í
utanríkisráðuneytinu.
KolBrún Pálína Helgadóttir
blaðamaður skrifar: kolbrun@dv.is
ingibjörg Sólrún Kallar eina
íslenska friðargæsluliðann í Írak heim.
DV Sport
fimmtudagur 6. september 2007 15
Sport
Fimmtudagur 6. september 2007
sport@dv.is
Eiður byrjaður að æfa
ísland vann austurríki 91–77 í lokaleik sínum í B-deild evrópukeppni landsliða. Bls 16
Magnús Gylfason, þjálfari Vík-ings, og Guðjón Þórðarsson, þjálf-ari ÍA, voru í gær ávíttir og knatt-spyrnudeildir liðanna dæmdar til að greiða sekt er nemur tíu þúsund krónum eftir að dómur aganefndar KSÍ féll. Að mati nefndarinnar létu
arnefnd KSÍ en þeir voru einungis áminntir og ekki kom til sektar vegna ummæla þeirra.
Magnús Gylfason sagði eftir leik Breiðabliks og Víkings að dómarinn hafi verið „hreint út sagt lélegur“ og
ingar hefðu verið þrettán inni á vell-inum“ og átti þar með við að honum fyndist dómarinn og annar aðstoðar-dómarinn vera heldur hliðhollir KR-
Þjálfarar í Landsbankadeild karla
Magnús og Guðjón ávíttir af aganefnd
öruggur
sigur
Enskir fá ekki séns
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
fimmtudagur 6. SEPtEmBEr 2007 d
agBlaðið víSir 138. tBl. – 97. árg. –
vErð kr. 235
>> Íslenska landsliðið í körfubolta
vann öruggan sigur á Austurríki,
91–77, þar sem Jakob Örn
Sigurðarson fór fyrir íslenska
liðinu. Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu undirbýr sig af krafti
fyrir leikinn gegn Spánverjum.
Eiður Smári vonast til að geta
tekið þátt í leiknum.
Ísland vann Austurríki
utanríkisráðherra bindur enda
á friðargæslu íslendinga í írak:
Segir rukkurum
stríð á hendur
>> Björgvin G.
Sigurðsson
viðskiptaráðherra
ætlar að koma í
veg fyrir að
draugaskuldir geti
fylgt fólki eftir
áratugum saman.
DV hefur greint frá
tilraunum Úlfars
Nathanaelssonar
til að rukka
tveggja áratuga
gamlar skuldir.
fréttir
>> Þeir láta sér ekki bregða við smámuni e
instaklingarnir sem
stunda jaðarsport. Hvort sem menn stökkv
a út úr flugvélum,
kafa niður á hafsbotn eða klifra á þurru lan
di hefur spennan
mikið að segja.
Endalokin á þátttöku Íslendinga í friðargæslu í Írak
þýða
að einn upplýsingafulltrúi er kallaður heim tveimur
vikum
fyrr en til stóð. Herdís Sigurgrímsdóttir majór er síða
sti
íslenski friðargæsluliðinn í Írak. „Heppilegt að hafa
einn
mann úti til að kalla heim,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, formaður vinstri-grænna. Sjá bls. 2.
HERDÍS
KÖLLUÐ
HEIM
Klippti á
bremSur
>> Tvö grunnskólabörn voru hætt komin e
ftir að skemmdar-
vargur klippti á bremsur reiðhjóla þeirra vi
ð Melaskóla.
Foreldrar hafa verið varaðir við og kennara
r hvetja börnin til
að gæta sín.
Herdís kvödd heim síðasti
Íslendingurinn sem vinnur sem
upplýsingafulltrúi hjá erlenda
herliðinu í Írak er á heimleið.
DV 6. SePteMBer 2007