Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 6
föstudagur 7. september 20076 Fréttir DV
Búddamunkar
taka gísla
Búddamunkar í Mjanmar tóku
hóp embættismanna í gíslingu í
gær. Gíslunum halda munkarnir
föngnum í klaustri sínu. Auk þessa
báru þeir eld að bifreiðum mann-
anna. Embættismennirnir höfðu
komið í klaustrið til að biðjast af-
sökunar á því að á miðvikudaginn
höfðu stjórnarhermenn skotið úr
byssum sínum yfir höfuð munk-
anna sem voru í mótmælagöngu.
Embættismennirnir höfðu einnig
ætlað að biðja ábóta klaustursins
að koma í veg fyrir að munkarn-
ir tækju þátt í mótmælum vegna
hækkandi eldsneytisverðs.
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Pavarotti látinn
Hinn heimsfrægi óperusöngv-
ari Luciano Pavarotti er látinn
sjötíu og eins árs að aldri. Frami
hans og vinsældir byggðu á sam-
spili frábærrar söngraddar, söng-
tækni og einstaks persónuleika.
Á síðasta áratug síðustu aldar
lagði hann heiminn að fótum sér
ásamt félögum sínum Plácido
Domingo og José Carreras, en
þeir komu fram sem tenórarn-
ir þrír. Hann var einn mest seldi
óperusöngvari sögunnar ásamt
Maríu Callas, sem einnig er látin.
Hillur verslana í Simbabve eru tómar og hveitiskortur er yfirvofandi í landinu. Á
meðan almenningur hefur ekki til hnífs og skeiðar selja eiginkonur lögreglumanna
nauðsynjavöru á svörtum markaði.
Nú eru tíu vikur liðnar síðan Robert
Mugabe, forseti Simbabve, neyddi
fyrirtæki landsins til að lækka verð
á öllum vörum og þjónustu. Þetta
gerði Mugabe í þeim tilgangi að
draga úr verðbólgu í landinu sem
hann segir vera á sameiginlega
ábyrgð einkageirans og vestrænna
ríkisstjórna sem vilji steypa stjórn
hans. Síðan þá hefur tvennt gerst í
Simbabve; Verðbólgan leikur laus-
um hala og eykst stjórnlaust og
samkvæmt upplýsingum frá ríkis-
stjórninni mun hveitiþurrð verða
í landinu innan nokkurra daga.
Simbabvemenn horfast í augu við
yfirvofandi skort á matarföngum
og vörum til heimilishalds. Líklegt
er talið að reiði borgara landsins
verði mætt af fullri hörku öryggis-
sveita Mugabes.
Verslanir tæmdar
Þegar Mugabe fyrirskipaði
verðlækkanirnar í júní síðast-
liðnum voru verslanir tæmd-
ar að undirlagi stjórnarinnar.
Eigendur gátu ekkert aðhafst
annað en að horfa á í hryll-
ingi þegar hillurnar tæmdust.
Fyrr en varði jókst framboð á
heimilisvöru á svartamarkað-
inum. Kjöt, kjúklingur, mat-
arolía, mjólk, hveiti og flest
annað fékkst eingöngu á upp-
sprengdu verði. En verslanir
stóðu meira og minna tómar.
OK-stórmarkaðurinn í Mbare
er svo tómur að þar hljómar
bergmálið eitt.
Fyrir utan OK-stór-
markaðinn standa
konur í röðum
við söluborð.
Þar er að
finna
sápu,
tóbak
eða
matarolíu. Þetta eru eiginkonur
lögregluþjóna. Þær eru afurð síð-
ustu aðgerða ríkisstjórnarinnar,
en undanfarið hafa þúsundir
sölumanna verið handteknar
og vörur þeirra gerðar upp-
tækar í viðleitni Mugabes
forseta til að stemma stigu
við svartamarkaðsbraskinu.
Lögregluþjónarnir slógu eign
sinni á vörurnar og létu eigin-
konur sína fá þær til að selja.
Draga saman seglin
Vöruframboð á svartamark-
aðinum er að minnka og útlit fyr-
ir að hann tæmist innan skamms.
Fjöldauppsagnir eru væntanleg-
ar hjá tveimur stærstu verslana-
keðjum landsins. Umsvifamesta
bakarí landsins hefur lokað einu
stærsta útibúi sínu vegna skorts
á hveiti á sama tíma og þrjátíu og
sex þúsund tonn af hveiti bíða af-
greiðslu í Mósambík, en stjórnvöld
geta ekki greitt fyrir það. Að sögn
framkvæmdastóra eins stórmark-
aðs í Simbabve er mögulegt að
matur hverfi að fullu og öllu í
landinu.
Foreldrar barna í heima-
vistarskólum hafa áhyggj-
ur af því að börn þeirra fái
ekki mat og heyrst hefur
að fangelsisyfirvöld séu hætt að
fæða fangana, en fari þess í stað
fram á að ættingjar komi með mat
handa þeim.
Allsnægtir yfirstéttarinnar
En þessi raunveruleiki snertir
yfirstétt landsins að engu leyti. Hún
virðist lifa við ótrúlegt ríkidæmi.
Ekki er langt síðan dóttir Joice Mu-
juru, varaforseta landsins, gekk
í hjónaband og var þar ekkert til
sparað. Tekin var á leigu ein Boe-
ing-breiðþota ríkisflugfélagsins,
fyrir tíu þúsund bandaríkjadali,
og flogið með alla brúðkaupsgesti
til Viktoríufossa þar sem gist var á
fimm stjörnu hóteli. Þetta á sér stað
á sama tíma og verðbólga í landinu
mælist sjö þúsund og sex hundruð
prósent og fimm hundruð þúsund
simbabveskir dalir samsvara einu
bresku pundi á svarta markaðin-
um.
Áætlað er að einn fjórði hluti
simbabvesku þjóðarinnar hafi flú-
ið land og áttatíu prósent þjóðar-
innar lifa undir fátæktarmörkum.
Árið 1990 var hveitiuppskeran þrjú
hundruð tuttugu og fimm tonn,
en á síðasta ári sjötíu og átta þús-
und tonn. Árleg hveitiþörf í Simb-
abve er fjögur hundruð og fimmtíu
tonn.
Kolbeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
tómar matarhillur
200.000 simbabvedalir
duga fyrir sjö brauðhleifum.
robert Mugabe Á meðan
almenningur sveltur lifir
yfirstéttin í allsnægtum.
ekki er langt síðan dóttir Joice
Mu-juru, varaforseta landsins, gekk
í hjónaband og var þar ekkert til
sparað. tekin var á leigu ein Boeing-
breiðþota ríkisflugfélagsins.
Galdrabrenna
í Suður-afríku
Galdrabrennur tíðkast enn
í Suður-Afríku. Tvær sextugar
konur voru dregnar út af heimil-
um sínum í KwaZulu-Natal-hér-
aði. Bensíni var hellt yfir þær og
síðan borinn eldur að. Ástæðan
var sú að nemendur í Manhl-
enga-skólanum höfðu dag einn
brostið í tilviljanakenndan grát
af ókunnum orsökum. Eftir að
nemendurnir höfðu rætt málið
komust þeir að þeirri niður-
stöðu að konurnar tvær hefðu
lagt ill álög á skólann. Konurnar
létust báðar, önnur strax en hin
skömmu síðar.
Páfinn í
Vínarborg
Benedikt páfi sextándi sæk-
ir Vínarborg í Austurríki heim
í dag ásamt föruneyti sínu. Á
laugardag mun hann heimsækja
basilíkuna í Mariazell en þar er
er átta hundruð og fimmtíu ára
gamall áfangastaður pílagríma.
Á sunnudag verður hann við-
staddur morgunmessu í Vínar-
borg og heimsækir klaustrið í
Heiligekreuz, áður en hann fer
heim á ný. Mikill undirbúning-
ur hefur staðið yfir í Vínarborg
vegna heimsóknar páfans.
Hvirfilbylurinn Felix hefur tekið
sinn toll á yfirferð yfir Mið-Amer-
íku. Fjöldi látinna og þeirra sem er
saknað er kominn yfir hundrað og
fimmtíu manns í Níkaragva. Á sama
tíma og Felix herjar á Níkaragva
varð strönd Mexíkó fyrir barðinu á
leifum hvirfilbyljarins Henríettu.
Styrkur beggja hvirfilbyljanna er í
rénun, en Felix hefur skilið eftir sig
slóð rústaðra heimila, aurskriða
og eyðilegra þorpa og tré sem rifn-
að hafa upp með rótum liggja eins
og hráviði þar sem hann hefur farið
um. Kofaþyrpingar Miskito-indjána
sem dreifðar eru um skóglendið við
austurströnd landsins máttu sín lít-
ils gegn veðurofsanum. Mesta tjón-
ið er á einangruðum svæðum og
talið er að tala látinna eigi eftir að
hækka.
Embættismenn í Hondúras segja
að tveir hafi farist af völdum Felix.
Þrjátíu þúsund manns hafa neyðst
til að flýja heimili sín og tíu þúsund
hafast við í skýlum á vegum hins
opinbera. Um hundrað og fimmtíu
Miskito-indjánum var bjargað úti
fyrir ströndum landsins. Þar hengu
þeir á baujum, bátum og rekaviði.
Talið er að mun fleiri séu í svipaðri
aðstöðu.
Hvirfilbylurinn Henríetta gekk
yfir Baja í Kaliforníu og Sonora-
ströndina sem eru vinsælir ferða-
mannastaðir. Henríetta náði aldrei
þeim styrk sem Felix bjó yfir, en
kostaði engu að síður níu manns
lífið við vesturströnd Mexíkó. Þegar
Henríetta kom til Bandaríkjanna í
gær var mestur vindur úr henni.
Styrkur fellibyljanna Felix og Henríettu er í rénun en tjónið eftir þá er gífurlegt:
Á annað hundrað manns létu lífið
níkaragva Þorp miskito-indjána er
rústir einar eftir felix.