Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 11
 YFIRGÁFU DRAUMINN VEGNA ÁLAGS OG LAKRA LAUNA DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 11 2006 voru 33,8 milljarðar. Þessir andstæðu pólar eru fyrir kennara eins og mig oft á tíðum mjög súrrealískir svo ekki sé meira sagt.“ „Staðan er mjög svört,“ segir Kristín. „Sjúkra- liðastarfið sem slíkt er mjög skemmtilegt og gef- andi. Eflaust velst í það fólk sem hefur þjón- ustulund. Því sem bjargað verður er vegna þess. Kannski er meðlíðanin ekki bara með sjúkling- unum heldur líka með ríkisvaldinu og þeirri stofnun sem fólkið vinnur hjá. Þeir sem veljast til þessara starfa hafa fórnarlund.“ Hækkaði yfirdráttinn „Ég gæti ekki séð fyrir fjölskyldu á þessum launum,“ segir Tinna Ástrún. Hún tekur dæmi af vinkonu sinni sem er kennari og einstæð móðir. „Hún þarf hver mánaðamót að hækka yfirdráttinn.“ Þröstur Brynjarsson, varaformaður Félags leikskólakennara, gagnrýnir að umræðan um launakjör kennaramenntaðra sé aðeins í gangi á haustin. „Þetta ástand hefur varað í mörg ár.“ Hann beinir sjónum sínum að launaskriðinu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu og vekur athygli á því að allar kennarastéttir séu komnar langt aftur úr. „Skólastjóranum fannst það mjög leitt þeg- ar ég sagði upp. Hún skildi mig samt og sagðist því miður ekki geta boðið betur í launum,“ segir Tinna. Linda segir það hafa truflað sig mikið að hún náði ekki að sinna starfi sínu sem sjúkraliði eins vel og hún vildi. „Hraðinn er svo mikill. Mér fannst ég oft ekki hafa lokið starfi mínu í lok vaktar. Ég náði ekki að gera það sem ég vildi gera sökum anna. Það fór fyrir brjóstið á mér.“ Hún segist gjarnan hafa viljað ná að sinna andlegri umönnun og félagslegum samskiptum meira. „En tíminn er naumur. Það gáfust lítil tækifæri til að spjalla við fólkið eða fara með því í göngutúra. Ég hefði viljað eyða meiri tíma með hverjum skjólstæðingi.“ Bryndísi fannst sárt að hverfa frá kennarastarfinu. „En að sama skapi er erfitt að standa frammi fyrir því að geta ekki veitt þá þjónustu sem maður vill.“ Eðlið seint drepið niður Linda er afar ánægð sem hársnyrtir en hefur lengi átt þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. „Mig dauðlangar en ég geri það ekki fyrir þessi laun. Þessi svokölluðu kvennastörf hafa alltaf verið lægra launuð. Því miður. Það vantar samstöðu í þjóðfélaginu um að greiða fólki sómasamlega fyrir þessi mikilvægu störf.“ „Þetta helst í hendur við launabaráttu kynjanna,“ segir Kristín. „Gleymum því ekki að þetta er kvennastétt og konur eru ekki vanar að gera sömu launakröfur og karlar í okkar þjóðfélagi.“ Bryndís vill fá fram viðhorfsbreytingu. „Þrátt fyrir að vera komin á stað þar sem nóg er af peningum og viðfangsefnin eru af ólík- um toga verð ég að segja að kennaraeðlið verð- ur seint drepið niður,“ segir hún. „Ég stend mig oft að því að hugsa að þetta eða hitt sem ég rekst á í nýja starfinu væri sniðugt í kennslu. Eitt sinn kennari – ávallt kennari!“ erla@dv.is xxxxxx Linda Dröfn Grétarsdóttir Lauk sjúkraliðanámi en sneri sér að hárgreiðslu vegna álags og lakra launa Álag og hraði sjúkraliðum gefst vart tími til að veita sjúklingum félagsskap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.