Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 14
Þingmaðurinn úr Vestmannaeyjum, sem þurfti að segja af sér vegna hneykslismála en sneri síðar aftur á þing, er spilltasti stjórnmálamaður Íslands að mati tuttugu manna dómnefndar DV. Álitsgjafarnir, sem allir hafa fylgst vel með þjóðmálum síðustu áratugi, völdu Árna spilltastan með nokkrum yfirburðum. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, þykir hins vegar heiðarlegastur. Sömu nöfn komu ótrúlega oft upp, einkum þau er lentu á fyrrnefnda listanum. föstudagur 7. september 200714 Helgarblað DV xxxxxx ÁRNI JOHNSEN SPILLTASTUR ALLRA 10 SPILLTUSTU Árni Johnsen „Það þarf ekkert að ræða það frekar. Hann er svo spilltur að honum er ekki sjálfrátt.“ „Eftir fangelsisdóminn þarf enginn að velkjast í vafa um siðferði hans.“ „Hann hefur bætt enn frekar í með orðum sem hann hefur látið falla eftir að hann sat af sér refsinguna.“ „Eini stjórnmálamaðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir spillingu.“ „Hann hefur ekkert lært.“ 1 Alfreð Þorsteinsson „Alfreð komst upp með það að reka Orkuveituna sem sitt eigið fyrirtæki og byggði hús fyrir fyrirtækið sem fór margfalt fram úr áætlun og er svo verðlaunaður með því að vera settur yfir byggingu háskóla- sjúkrahúss.“ „Persónugervingur spillts kerfis.“ „Honum tókst svo vel til með Orkuveituna að hann var settur yfir dýrustu byggingarframkvæmdir ríkisins, stóra spítalann við Hringbraut.“ Finnur Ingólfsson „Makaði krókinn og fær aldrei nóg.“ „Finnur angaði alltaf af spillingu þegar hann var ráðherra og er kominn í hóp ríkustu manna landsins vegna einkavæðingarinnar.“ „Það að Halldór Ásgrímsson og Finnur hafi haldið að sá síðarnefndi ætti möguleika á endurkomu sýnir firr- ingu beggja.“ Gunnar I. Birgisson „Hann er eins og mafíósi, bæði á velli og í verki.“ „Þær sögur sem hafa gengið undanfar- in ár eru rosalegar. Umfjöllun Mannlífs var bara toppurinn á ísjakanum.“ „Hann er dugnaðarforkur sem fer iðu- lega fram úr sér en finnst það í góðu lagi.“ Jón Baldvin Hannibalsson „Raðaði í kringum sig vanhæfum og spilltum jámönnum.“ „„Ég er breyskur maður,” sagði hann eftir að hafa játað að hafa misnotað aðstöðu sína og keypt áfengi á sérkjörum til að veita í af- mælisveislu vinar síns.“ „Ruglaði saman einkaveislum sínum og veislum ríkisins.“ Halldór Ásgrímsson „Hefur aldrei séð neitt athugavert við það að sýsla með kvóta í eigin þágu á sama tíma og hann hefur geirneglt niður kvótakerfið.“ „Hlóð undir rassinn á framsóknar- vinum sínum með sölu Búnaðarbank- ans.“ Sturla Böðvarsson „Svindlið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir vestan fyrir fimm árum toppaði allt.“ „Það á eftir að koma betur í ljós hvernig hann hagaði sér í ráðherraembætti. Gríms- eyjarferjan er bara eitt dæmi.“ „Sturla var góður við vini sína og menn eiga lengi eftir að moka ráðherraflórinn eftir hann.“ Davíð Oddsson „Reiðiköstin í fjölmiðlafrumvarpsmálinu og í deilum um RÚV endurspegluðu þrönga hagsmunagæslu.“ „Hann hætti með smán eftir viðburðarík- an feril og notaði síðustu dagana í ráðherra- embætti til að skipa vinum sínum á jötu hins opinbera þar sem þeir eru tryggir til æviloka.“ „Lífeyrislaunahækkunin til pólitíkus- anna er smánarblettur á ferli hans.“ Sólveig Pétursdóttir „Yfirstéttarfasið og hrokinn leyndu sér ekki í verkum hennar og tilsvörum.“ „Með því að setja upp lúxussalerni í dómsmálaráðuneytinu kórónaði hún vitleysuna.“ „Veruleikinn átti ekki upp á pallborð- ið hjá henni.” Stefán Valgeirsson „Tákngervingur rotins kerfis.“ „Endurvakti gamla sjóðasukkið og hélt heilli ríkisstjórn í gíslingu.“ „Þurfti ekki á ráðherradómi að halda því hann var snillingur í því að ráðskast með ríkispeninga á bak við tjöldin.“ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Aðrir sem kitluðu listann: Guðmundur Árni Stefánsson, Björn Ingi Hrafnsson, Sverrir Hermannsson, Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Bjarnason (fyrrv. bæjarstjóri í Neskaupstað), Ólafur Ragnar Grímsson, Kristinn H. Gunnarsson, Albert Guðmundsson, Eggert Haukdal, Kristján Möller, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sighvatur Björgvinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.