Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 17
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 17
VORUM ALDREI UMKOMULAUS
ERfItt Að AfLA
pEnIngAnnA
Elvar Jakobsson og Erna Agnarsdóttir hafa und-
ir höndum gögn og bréfaskriftir sem staðfesta að
Barna- og unglingaheimilið að Kumbaravogi sótti um
námsstyrki fyrri þau, eftir að þau fóru frá Kumbara-
vogi. Styrkir voru veittir til sérkennslu sem þau segj-
ast aldrei hafa fengið.
Kristján Friðbergsson, forstöðumaður á Kumb-
aravogi, segir þessa styrki hafa farið áfram til viðkom-
andi menntastofnunar. „Eftir því sem mig minnir fóru
þessir styrkir til skólanna,“ segir Kristján. Styrkina hafi
hann sótt um fyrir skjólstæðinga sína þegar þeir voru
við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hlíðardals-
skóla og fleiri menntastofnunum á Suðurlandi.
Kristján segir þó að minni sitt bresti nokkuð í kjöl-
far þess að hann fékk blóðtappa við heila og þurfti að
gangast undir flókna aðgerð. „Þeir eru örugglega til
sem muna þessa hluti betur en ég,“ segir hann.
Lánastarfsemi Menningarsjóðs
Spurður um Menningar- og líknarsjóð Kumbara-
vogs lýsir Kristján því svo að þegar fyrri eiginkona hans
lést vegna krabbameins hafi hann selt megnið af eign-
um þeirra og sjóðnum hafi verið komið á laggirnar með
þeim peningum.
„Þessi sjóður var sniðinn fyrir ungmenni sem dottið
höfðu út úr skólakerfinu og áttu litla sem enga mögu-
leika á því að brjótast til menntunar af eigin rammleik.“
Sáralítið hefur verið veitt úr sjóðnum hér innanlands
og segir Kristján að styrkir hafi mestmegnis farið til
Portúgals, Rúmeníu, Búlgaríu og fleiri landa þar sem
fátækt hefur hindrað ungt fólk í að mennta sig.
„Reyndar lánuðum við einnig sumum barnanna
fyrir íbúðakaupum, en það voru hefðbundin lán með
veði í húsnæðinu,“ segir Kristján. Hann bætir því við að
eftir að skjólstæðingar hans hafi átt kost á námslánum
hafi þeir ekki fengið frekari aðstoð úr sjóðnum.
Fjáröflun var erfið
Kristján segir að vissulega hafi verið erfitt að afla
fjár til þess að reka heimilið. Samkvæmt bréfaskrift-
um og gögnum sem Erna Agnarsdóttir hefur safn-
að saman lýsir Kristján börnunum sem „tornæmum
og svo umhverfissködduðum að greind þeirra nýtist
vart“.
Kristján vill síður tjá sig um þessi ummæli, en segir
að þarna hafi verið á ferðinni álit sálfræðings, sem far-
ið hafi offari í lýsingum sínum. „Þetta voru allt saman
sérstaklega góðir krakkar og ég man ekki eftir neinum
tiltakanlegum vandræðum með þau,“ segir Kristján.
Börnin hafi mörg hver komið úr erfiðum bakgrunni
og það hafi sett mark sitt á þau. „Þau hafa hins vegar
náð ótrúlega langt í lífinu.“
Óbreyttur hugur
Kristján bendir á að megnið af þeim börnum sem
hjá honum dvöldu komi enn þann dag í dag í jólaboð
á Kumbaravogi. Hann segir að samband sitt við hóp-
inn sé sterkt og bendir því til stuðnings á það að Erna
Agnarsdóttir hafi starfað á Kumbaravogi alveg þangað
til á þessu ári.
„Það er ekki útilokað að fólk þurfi að leita útrás-
ar og gera upp sína fortíð,“ segir Kristján þegar hann
er spurður um reiði sem upp hefur komið í hans garð
vegna upplýsinga sem nú hafa komið í dagsljósið.
Hann segir hug sinn til „barnanna sinna“, eins og hann
kallar hópinn sem var á Kumbaravogi, vera óbreyttan.
Kristján býr enn þann dag í dag á Kumbaravogi, 77
ára að aldri. „Þetta venst ágætlega. Upphaflega ætlaði
ég aðeins að vera hér sumarlangt. Nú eru liðin meira
en fjörutíu ár.“
Kristján Friðbergsson, forstöðumaður á Kumbaravogi, segir
að erfitt hafi verið að afla peninga til starfseminnar. Hann
minnir að námsstyrkir, sem fengust eftir að börn yfirgáfu
heimilið, hafi runnið til þeirra skóla sem þau gengu þá í. Kristj-
án segir sálfræðing hafa farið geyst í greiningum sínum á
börnunum og ítrekar velvild sína í garð þeirra. Menningar- og
líknarsjóður Kumbaravogs starfrækti húsnæðislánastarfsemi
og lánaði skjólstæðingum sínum fé til íbúðakaupa.
„Þessi sjóður var sniðinn fyrir
ungmenni sem dottið höfðu út úr
skólakerfinu og áttu litla sem enga
möguleika á því að brjótast til
menntunar af eigin rammleik.“
Í okkar hópi er viðskiptafræðingur,
dósent við Háskóla Íslands, sölu-
stjóri, múrari og pípulagningamað-
ur, Elvar hefur verið aðstoðarhótel-
stjóri á virtu hóteli í Hamborg og ég
er menntaður sjúkraliði.“
„Við vorum nú ekki meira fram-
tíðarvandamál en þetta!“ segir Elvar
brosandi. „Það sem bjargaði okkur
var að við vorum ekki umkomulaus.
Við áttum öll fjölskyldur og ættingja
sem biðu okkar,“ og Erna bætir við:
„Nú er ekki ótrúlegt að einhver
skrifi sögu barnaheimila fyrri tíma.
Ef sú manneskja fengi bara þær
skýrslur sem við höfum undir hönd-
um – hvernig börn skyldi hún sjá
fyrir sér þá? Ekki börn sem áttu eft-
ir að standa sig í lífinu, svo mikið er
víst. Lýsingarnar á okkur í þessum
skýrslum eru eins og við höfum ver-
ið meira og minna þroskaheft.“
Börnin farin, heimakennsla
greidd
Það sem vakti þó einna mesta
reiði hjá þeim Elvari og Ernu við lest-
ur skýrslnanna var að Kristján fékk
laun sem kennari þeirra í hjálpar-
kennslu eftir að þau voru farin af
heimilinu.
„Ég lauk námi frá Hólum í Hjalta-
dal átján ára, námi sem ég greiddi
fyrir sjálfur að öllu leyti,“ segir Elvar.
„Faðir minn var að auki rukkað-
ur fyrir aukalegu meðlagi með mér
meðan ég dvaldi á Kumbaravogi og
látinn greiða fatapeninga. Við feng-
um aldrei ný föt, heldur var okkur
úthlutað fatnaði frá hjálparstofnun-
um öll árin.“
Það sem þeim ofbauð þó mest
við lestur skýrslnanna er bréf Kristj-
áns Friðbergssonar, dagsett 5. febrú-
ar 1974, þar sem hann telur upp þau
börn sem njóti hjálparkennslu hans.
Meðal þeirra er Erna Agnarsdóttir:
„Ég lauk unglingaprófi árið 1971
frá Hlíðardalsskóla svo ég skil nú ekki
hvaða hjálparkennslu ég hefði átt að
vera í á Kumbaravogi!“ segir hún.
„Árið 1974, þegar farið er fram á pen-
ingagreiðslur til að standa straum af
heimakennslu fyrir mig var ég orðin
átján ára og komin í nám við Fjöl-
brautaskólann á Suðurlandi, í und-
irbúningsdeild fyrir hjúkrunarnám.
Er það ekki fjárdráttur frá ríkinu þeg-
ar það greiðir fyrir eitthvað sem ekki
var? Ég veit ekki hvað þetta kallast
annars...“
Menningar- og líknarsjóður
Kumbaravogs
Kumbaravogi hf var breytt í einka-
hlutafélag í júlí árið 1997. Það er nú
rekið sem dvalar- og hjúkrunarheim-
ili og samkvæmt upplýsingum úr fyr-
irtækjaskrá hefur ársreikningi fyrir
árið 2006 ekki verið skilað. Menning-
ar- og líknarsjóður Kumbaravogs
er sjálfseignarstofnun með staðfesta
skipulagsskrá, en úr þeim sjóði töldu
einhver barnanna á Kumbaravogi
sig geta sótt um styrk í.
„Ég skrifaði Kristjáni tvisvar en
hann svaraði þeim bréfum aldrei,“
segir Elvar. Erna segist hins vegar
hafa fengið lán úr sjóðnum og henni
er kunnugt um að fleiri hafi fengið
lán þar.
„Þau lán voru á sömu vöxtum og
önnur bankalán og á tímabili voru
vextirnir meira að segja hærri en
almennir bankavextir,“ segir hún.
„Menningar- og líknarsjóðurinn er
rekinn af Kristjáni Friðbergssyni,
Halldóri Jóni Kristjánssyni og Guðna
Geir Kristjánssyni, en um tilgang
hans annan en til útlánsstarfsemi er
mér ekki kunnugt.“
annakristine@dv.is, sigtryggur@dv.is
Elvar og Erna elvar
Jakobsson og erna
agnarsdóttir voru bæði á
Kumbaravogi sem börn og
unglingar. Þau hafa nú
fengið í hendur bréfasam-
skipti forstöðumannsins,
Kristjáns friðbergssonar,
við yfirvöld. Í bréfunum er
þess farið á leit að yfirvöld
styrki Kristján til heima-
kennslu sem elvar og erna
segjast aldrei hafa fengið.
Kumbaravogur Kristján friðbergsson forstöðumaður
barna- og unglingaheimilisins að Kumbaravogi baðst undan
því að tjá sig opinberlega um starfsemina. Hann segir engu
að síður að erfitt hafi verið að afla fjár fyrir starfsemina.