Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 19
Haustið er komið. Eftir eitt veðursælasta sumar í manna minnum kemur Alþingi saman að nýju 1. október. Þá hefst alvaran í lífi nýrrar ríkisstjórnar. Með haust- inu lýkur hveitibrauðsdögum henn- ar. Við fáum að sjá hvernig stjórn- arflokkunum sem hafa að baki sér yfirgnæfandi meirihluta þingsæta reiðir af í stormum og stórsjóum hinna pólitísku veðra vetursins. Það verður áhugavert. Þarna mun reyna mjög á stjórnarandstöðuflokkana. Minnihluti þeirra telur aðeins 20 þingmenn. Mun svo fáliðaðri stjórnarandstöðu takast að veita meirihluta sem er ríflega helmingi fjölmennari, það aðhald sem er nauðsynlegt í lýðræðisríki? Hvernig mun ríkisstjórnarflokkunum ganga að vinna saman? Margt bendir til að það samstarf geti reynst þeim erfitt þó að meirihlutinn sé fjölmennur. Í orði að minnsta kosti, eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mjög ólíkir stjórnmálaflokkar. Samfylkingin var á sínum tíma stofnuð beinlínis til höfuðs borgaralegum stjórnmálaöflum. Hún átti að vera hinn stóri valkostur þjóðarinnar í barátunni við Íhaldið. Ljóst er að þetta hefur mistekist herfilega. Samfylkingin hefur vent sínu kvæði í kross og er nú orðin helsti bandalagsflokkur þeirra afla sem hún var stofnuð gegn. Margir kjósendur og liðsmenn Samfylkingarinnar hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar í dag, hvort þetta sé það sem þau börðust fyrir? Sennilega á þessi spurning eftir að verða enn áleitnari eftir því sem líður á tíma ríkisstjórnartímans við Sjálfstæðisflokkinn. Alger uppgjöf Samfylkingarinnar í baráttunni við Sjálfstæðisflokkinn verður átakanlega augljós þegar nið- urstöður kosninganna í vor eru skoð- aðar. Þegar búið var að telja up úr kjörkössunum var ljóst að flokkurinn sem átti að vera flaggskip íslenskra vinstrimanna hafði beðið afhroð undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Flokkurinn hafði misst fylgi í öllum kjördæmum. Á landsvísu tapaði hann 4,2 prósentum og missti tvö þingsæti. Formaðurinn Ingibjörg Sólrún tapaði 4,3 prósentum í sínu kjördæmi Reykjavík suður. Svili hennar Össur Skarphéðinsson sem nú leiðir iðnaðarráðuneytið, bætti um betur og tapaði 7,1 prósenti frá því fjórum árum áður. Gunnar Svavarsson sem nú er formaður fjárlaganefndar leiddi lista í Kraganum sem tapaði 4,4 prósentum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í Suðurkjördæmi tapaði 2,9 prósentum og Kristján Möller samgönguráðherra missti 2,6 prósent í norðausturkjördæmi. Guðbjartur Hannesson oddviti Samfylkingar í norðvesturkjördæmi og formaður félags- og tryggingamálanefndar kom út úr ólgusjó kosningabaráttunnar með tveggja prósenta minna fylgi en þegar Samfylkingin bauð fram þar undir forystu Jóhanns Ársælssonar árið 2003. Geta allir þessir oddvitar horft framan í félaga sína og talið þennan árangur viðunandi? Fela þessar tölur í sér traustsyfirlýsingu kjósenda til Samfylkingarforystunnar í ríkisstjórn? Svarið er nei. Þegar tölurnar frá í vor eru skoðaðar og bornar saman við Sjálfstæðisflokkinn sem bætti sig um 2,9 prósentum frá 2003 og vann á í öllum kjördæmum nema í norðvestri er augljóst að Samfylkingin gekk illa brotin og beygð á vald stjórnmálaflokki sem hafði gersigrað hana í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér það hlutverk að verða pólitískur lífgjafi núverandi forystu Samfylk- ingarinnar. Kannski bjargaði Sjálf- stæðisflokkurinn hreinlega lífi Sam- fylkingarinnar með því að taka hana í ríkisstjórn. Velta má því fyrir sér að ef Samfylkingin hefði ekki komist í ríkisstjórn í vor, hefði hinn herfilegi kosningaósigur flokksins nú í maí, leitt til uppgjörs og hjaðningarvíga innan flokksins. Staða Ingjbjargar Sólrúnar og hirðar hennar hefði orðið mjög veik og tvísýn. Varnarleikur hennar og lífgjöf fólst í því að kyssa Geir H. Haarde beint á munninn fyrir framan Þingvallabæinn í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú líf Samfylkingarinnar í hendi sér. Af hverju kaus Geir að púkka upp á Samfylkinguna? Við horfum nær daglega upp á fálmkennt brölt þar sem leiðandi stjórnarliðar úr sitt hvorum flokki vandræðast og eru vægast sagt ósam- stiga. Við sjáum það í mikilvægum málaflokkum eins og utanríkismálum, efnahagsmálum, neytendamálum, umhverfismálum, samgöngumálum, byggðamálum, auðlindamálum og áfram mætti telja. Ég tel víst að hinnar veiku Samfylkingar bíði nú sömu örlög og Framsóknarflokksins í kæfandi fangabrögðum við Sjálfstæðisflokkinn á stjórnarheimilinu. Það er áframhaldandi undanhald og fylgishrun. Fyrir Samfylkinguna var kossinn frægi á bökkum Öxarár koss dauðans. Dúfur í Grasagarðinum Blóm og jurtir eru ekki það eina sem tekur á móti gestum í Grasagarðinum í Laugardal. Þar hafast líka við dúfur eins og þessar sem þar var að finna í gær. DV-MYND: STEFÁNmyndin P lús eð a m ínu s Plúsinn að þessu sinni fær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir að draga allt herlið Íslands burt frá Írak á einu bretti. Nokkrir þjóðarleiðtogar mættu alveg taka Ingibjörgu til sér fyrirmyndar. Spurningin „Já, en sjó- mennskan er ekk- ert líf,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann sagði frá sjósund- ferðum sínum í blaðinu í gær. Á sumrin fer hann vikulega í sjóinn með vinum sín- um en sjaldnar á veturna vegna kuldans. Guðni hefur stundað sjósund í þrjú ár. Hann fór fyrst eftir að vinir hans plötuðu hann í sjóinn og hefur síðan synt reglu- lega í söltum sjó. Ertu sjóaður? Sandkassinn Það er með hreinum ólíkindum að höfuðborgarsvæðisbúi geti með góðri samvisku sagst vera atvinnulaus. Hvergi fer ég svo að ekki sjái ég skilti sem á stendur „bráðvantar starfsfólk strax“. Allar verslanir eru undir- mannaðar. Í þorpinu sem ég ólst upp í var aldrei neinn at- vinnulaus. Það vantaði heldur aldrei starfsfólk. Það lögðust ein- faldlega allir á eitt við að ljúka því verki sem þurfti að ljúka. Þegar háannatími var í sláturhúsinu, var rækjuverksmiðjunni einfaldlega lokað á meðan. mér finnst óÞægilegt að ganga framhjá angistarfullu starfsfólki verslananna. Mér rennur nefnilega blóðið til skyldunnar og hef oft íhugað að létta undir með vesalings afgreiðslufólkinu sem af skyldurækni fremur en áhuga býður góðan dag. Það getur ekki skroppið á klósettið nema heyra grát og gnístran tanna óþolinmóðra viðskiptavina sem sumir dirfast að kvarta yfir því að þeir fái ekki vinnu. Ég veit það, ég vann í Bónus. samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru „ekki nema“ 958 atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu í lok júlí. 958 vinnufærir einstaklingar. Þetta finnst mér í besta falli sorglegt. Nú er ég enginn afburða starfskraftur. Ég er einn og áttatíu á hæð, ljóshærður en kannski örlítið breiðari en ég kæri mig um að vera. Ég er ekki óhóflega stundvís, frekar þungur í gang á morgnana og líður hvergi betur en uppi í sófa heima hjá mér. Þrátt fyrir það treysti ég mér hæglega til að vakna klukkan 8 á mánudagsmorgni og redda mér tíu störfum áður en klukkan verður 5 síðla dags. Já Þið lásuð rétt. 10 störfum. Ég yrði steinhissa ef ég fengi EKKI vinnu á þessum stöðum á einum degi: Dominos, Hag- kaup, Bónus, Ikea, Nóatúni, Bón og þvotti, Krónunni, Hrafnistu, KFC og American Style. Til að sanna þessa fullyrðingu hringdi ég í nokkra þessara staða. Vinnu- veitendur ætluðu blátt áfram að gleypa mig þegar ég spurðist fyrir um starf. Einn réð mig áður en ég náði að segja til nafns. Auðvitað eru þetta ekki draumastörf atvinnulausra. En „common“, þetta er bara venjuleg vinna.“ Baldur furðar sig á atvinnuleysi Koss dauðans MaGNÚs Þór HaFstEINssoN varaformaður skrifar „ ...Samfylkingin gekk illa brotin og beygð á vald stjórnmálaflokki sem hafði gersigrað hana í kosningum.“ DV Umræða föstudaGur 7. septemBer 2007 19 DV fyrir 25 árum Blóðhundar bankanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.