Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 20
Menning föstudagur 7. september 200720 Menning DV Einstakt tækifæri Á morgun gefst í fyrsta sinn tækifæri til að skoða verk lista- mannsins Eggerts Pétursson- ar frá upphafi ferils hans til dagsins í dag. Þá verður opnuð yfirlitssýning Eggerts á Kjar- valsstöðum þar sem til sýnis eru rúmlega fimmtíu verk, þar af nokkur sem aldrei hafa verið sýnd áður. Listamaðurinn er kunnur fyrir málverk af fínlegri en harðgerri náttúru landsins og eru verkin unnin af einstakri nákvæmni. Sýningu Eggerts verður fylgt úr hlaði með vand- aðri bók um listamanninn. Opnunin verður kl. 16. bækur Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst á sunnudaginn: Fjölmennasta Bókmenntahátíðin Nóbelsverðlaunahafinn John Maxwell Coetzee frá Suður-Afríku verður meðal ræðumanna við setn- ingu Bókmenntahátíðar í Reykjavík á sunnudaginn. Hátíðin, sem fer nú fram í áttunda skipti, stendur alla næsta viku. 21 höfundur frá fjórum heims- álfum tekur þátt í hátíðinni í ár. Þeirra á meðal eru bæði heimsþekktir verðlaunahöf- undar og ungir og efnilegir rit- höfundar sem þegar hafa skrifað metsölubækur í sínum heimalönd- um. Tíu erlendir útgefendur og níu erlendir þýðendur á íslensk- um/norrænum bókmenntum taka jafnframt þátt í hátíðinni. Meðal ís- lensku þátttakendanna eru margir af ástsælustu höfundum landsins. Bókmenntahátíðin í ár er sú viða- mesta og fjölmennasta sem hald- in hefur verið en sú fyrsta var hald- in árið 1985. Samspil veraldarsögu, skáldskapar og ævisagna er þema hátíðarinnar að þessu sinni. Hátíð- in verður sett við formlega athöfn í glerskálanum við Norræna húsið á sunnudaginn kl. 17 til 19. Auglýst dagskrá Bókmenntahátíðar hefst í Iðnó sama kvöld með upplestrum íslenskra og erlendra höfunda. Tveir af athyglisverðustu gestum hátíðar- innar, Coetzee og Ayaan Hirsi Ali, lesa úr verkum sínum strax á opn- unarkvöldinu. Ali er þekktust fyrir gagnrýni á stöðu kvenna í íslömsk- um ríkjum og var kosin ein af 100 áhrifamestu persónum í heiminum árið 2005 af tímaritinu TIME. Af öðr- um erlendum gestum hátíðarinnar má nefna Roddy Doyle, Jung Chang, Daniel Kehlmann, Jonas Khemiri og Nicola Lecca. Alla hátíðarvikuna (að fimmtu- degi undanskildum) munu fara fram viðtöl við erlenda höfunda kl. 12 til 13 og kl. 14 til 15 í Nor- ræna húsinu og upplestrar frá kl. 20 í Iðnó. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á bokmennta- hatid.is. Fyrstu Tíbrár- tónleikarnir Fyrstu Tíbrár-tónleikar starfsársins fara fram í Salnum í kvöld þegar rússneska mezzó- sópransöng- konan Irina Romishevsk- aya, sem er í fremstu röð rússneskra söngvara, syngur við undirspil Jónasar Ingimundarsonar. Romishevsk- aya á nú þegar að baki glæstan feril þar sem hún hefur tekist á við afar fjölþætt viðfangsefni. Þar má nefna Öskubusku í samnefndri óperu Rossinis, Rosinu í Rakaranum frá Sevilla og Carmen. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Vivaldi, Purcell, Rossini, Bizet og Tschaikovski. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er miðasala í síma 5 700 400 og á salurinn.is. Leiðrétting Í viðtali við Guðjón Ped- ersen Borgarleikhússtjóra í síðasta helgarblaði DV var ranglega sagt að Þórhildur Þorleifsdóttir hefði sótt um starfið þegar Guðjón var ráðinn leikhússtjóri. Þórhildur var þá sitjandi Borgarleikhússtjóri en sóttist ekki eftir endurráðningu. Þess vegna var einnig farið rangt með þegar talað var um að Guðjón hafi verið „tekinn fram yfir“ Þórhildi. DV biðst velvirðingar á mistökunum. Vefbækur fyrir nema Eftir undirritun samkomulags milli Eddu útgáfu og Kaupþings í fyrradag um aðgang að vefnum vefbaekur.is gefst um áttatíu þúsund nemendum kostur á að nýta sér bækurnar. Tengja þarf net hvers skóla við vefbækurnar og mun sambandi verða komið á í mánuðinum. Kaupþing greiðir fyrir aðgang að vefnum fyrir alla skóla landsins. Thor er fljótur til dyra þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum klukkan eitt á miðvikudegi. Viðmótið er eins vinalegt og hægt er að hugsa sér. Hann er klæddur í gallabuxur og gallajakka, í ljósum, þverröndóttum bol, gleraugu og rauður penni í bandi hanga um hálsinn. Það glittir í sokka í sama lit og penninn á milli buxnaskálmanna og brúnu leðurinni- skónna. Gráa hárið frjálslegt og teygir anga sína í allar áttir eins og ávallt hjá hinum aldna rithöfundi. Leiðir huga undirritaðs alltaf að Einstein og Ólafi Thors. Það er ógrynni bóka í hillum og stöflum í stofunni. Myndir af ætt- ingjum og vinum líka áberandi. And- rúmsloftið er hlýlegt og afslappað. Kannski það sem kallað er heimilis- legt. Kaffibolli bíður blaðamanns á sófaborðinu. Ilmandi kaffi í könnu og kexkökur með því í skál. Í stjórn bókmenntahátíðar frá upphafi Það er mikið að gera hjá Thor þessa dagana. Þar ber hæst Bók- menntahátíð í Reykjavík, sú áttunda í röðinni, sem hefst á sunnudaginn og nánar er greint frá annars staðar hér á opnunni. Upphaf hátíðarinnar má rekja til samtals sem Thor og Einar Bragi, skáld og fornvinur Thors, áttu fyrir margt löngu. Líklega árið 1984 en Thor segist ekki muna það nákvæm- lega. „Við sátum heima hjá honum, í rauðu húsi í miðborginni, og hann átti hugmyndina að bókmenntahá- tíð. Mér þótti þetta skemmtileg hug- mynd. Einar var líka hugmyndaríkur og stórmerkilegur maður. Svo fórum við á fund Knuts Ødegård skálds, sem var þá forstjóri Norræna hússins, og brydduðum uppi á þessari hugmynd. Hann laðaðist að þessu og þannig fór þetta af stað. Þetta hefur verið mikil sigling síðan,“ segir Thor en fyrsta há- tíðin var haldin 1985. Thor hefur verið í stjórn bók- menntahátíðarinnar frá upphafi og það er að heyra á honum að það gefi honum töluvert að vinna að henni. „Ég hef ansi gaman af því að sigla með. Svo hefur yngra fólk bæst í hóp- inn við að koma þessu í kring, svona vormenn.“ segir Thor og hlær. „Þetta er skemmtilegt og ferskt fólk.“ Thor segir margt og mikið vera í boði á hátíðinni að þessu sinni, bæði hvað varðar erlenda og íslenska rit- höfunda. Aðspurður hvaða höfund- um hann sé spenntastur fyrir að heyra í nefnir Thor Nóbelsverðlauna- hafann suðurafríska, John Maxwell Coetzee. „En suma höfunda þekki ég ekki og því nokkur eftirvænting í mér. Þetta er mikið skáldaval og margþætt. Ég trúi því að þetta verði viðburða- rík vika og vonandi finnur hver fyrir sig eitthvað við sitt hæfi, og kynnist kannski einhverjum sem þeir verða svo í föruneyti með áfram.“ Blómlegt bókmenntalíf Þegar Thor er spurður hvort mikill munur sé á fyrstu bókmenntahátíð- inni og þeirri sem nú fari í hönd seg- ir hann hverja hátíð með sínu móti. „Það er alltaf mikið um að vera og vandasamt að koma öllu saman og leika því saman til farsældar. Við höf- um oft fengið stórmerkileg skáld og nú verður líka talsvert val af þýðend- um. Það er ansi skemmtileg nýlunda,“ segir Thor og bætir við að hann sé sannfærður um að það skipti miklu máli fyrir Ísland og íslenskt bók- menntalíf að halda hátíð sem þessa. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort Thor lesi mikið af íslenskum samtímabókmenntum. „Ég fylgist dálítið með. Það er alveg ljómandi fólk margt af því sem er að fást við þetta,“ segir rithöfundurinn reyndi og kveðst telja að það sé blómlegt um að litast á þessum vettvangi á Íslandi í dag. Thor segist þó ekki vilja nefna nein nöfn í þessu samhengi. „Maður er kannski ekki réttur dómari. Ég gæti nefnt eftirlætishöfunda en ég fer ekki í manngreinarálit sökum frændsemi og vináttu,“ segir Thor og hlær. „Og þó maður hafi mætur á ýmsum er maður svo bundinn við það sem maður er að fást við sjálfur. Það verða aðrir að skera úr og flokka. En við verðum að gá að því að halda okkar máli og slá ekki slöku við þar. Það er svo mikilvægt til þess að hafa öfluga hugsun,“ segir Thor. Hann segir sömuleiðis erfitt að leggja mat á gæði íslenskra samtíma- bókmennta, eða þeirra skáldsagna sem komið hafa út síðustu tvo ára- tugi eða svo, samanborið við þann Guðsröddin í brjóstinu Thor Vilhjálmsson rithöfundur hefur lifað tímana tvenna. Ef ekki þrenna. Hann er kominn á níræðisaldur en er hvergi nærri hættur að láta til sín taka. Óhætt er að kalla Thor guðföð- ur Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem hefst um helgina. Blaðamað- ur DV spjallaði við Thor á heim- ili hans í Vogunum í vikunni. Thor Vilhjálmsson rithöfundur „Ég er alltaf með eitthvað í takinu. Og heilmikið. Ég á hins vegar erfitt með að tala um það sem ég er ekki búinn að gera og kannski líka þegar ég er búinn að því.“ DV-MYNDIR STEFÁN John Maxwell Coetzee Nóbelsverð- launahafinn suðurafríski er einn þeirra rithöfunda sem taka þátt í hátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.