Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 33
FÖSTUDAGUR 7. SepTembeR 2007DV Sport 33
Finnar hafa komið á óvart í undankeppni EM.
Fyrrverandi Júgóslavíuþjóðirnar eru hins vegar
erfiðar heim að sækja og Serbía þarf nauðsynlega
á sigri að halda til að missa liðin fyrir ofan sig ekki
of langt frá sér. Serbar urðu fyrir áfalli í vikunni
þegar miðvörðurinn sterki Mladen Krstajic,
leikmaður Schalke, meiddist og þurfti að draga
sig úr hópnum. Það kemur hins vegar ekki að sök í
þessum leik og Serbía vinnur 2–0. 1 á Lengjunni.
Enginn efast um hæfileikana sem búa í liði
Portúgals en það virðist hins vegar eitthvað vanta
upp á stöðugleikann hjá liðinu. Liðið gerði til
dæmis jafntefli við Armeníu í síðasta leik, sem
þykja ekki viðunandi úrslit á þeim bænum.
Pólverjar eru sýnd veiði en ekki gefin og eru efstir
í riðlinum. Portúgal tekur sig saman í andlitinu
eftir Armeníuleikinn og vinnur Pólland 3–1.
Ronaldo skorar tvö. 1 á Lengjunni.
Með sigri geta Skotar komist upp fyrir Ítali, ef Ítalir
ná ekki að vinna Frakka í sínum leik. Þjálfari
Litháen virðist ekki hafa mikinn áhuga á að kynna
sér lið Skota því hann vissi ekki einu sinni hver
þjálfari liðsins er. Það er harðnaglinn Alex McLeish.
Skotar eru baráttujaxlar og vinna 1–0 sigur í leik
þar sem nokkrar skuggalegar tæklingar líta
dagsins ljós. Skotar bæta svo um betur og tækla
einn leikmann Litháen til viðbótar eftir að
dómarinn flautar til leiksloka. 1 á Lengjunni.
Hörkuleikur fram undan milli þeirra liða sem
mættust í úrslitum HM á síðasta ári. Það ríkja litlir
kærleikar á milli þjóðanna, ekki síst eftir atvikið
fræga þegar Zidane skallaði Materazzi í bringuna.
Zidane er hættur en Materazzi er í liðinu og mun
eflaust gera sitt til að fara í taugarnar á Frökkum.
Spá DV er að leikurinn endi 1–1 og þrír leikmenn
fái rautt spjald, tveir Frakkar og einn Ítali. X á
Lengjunni.
Wales eygir enn veika von um að komast í
úrslitakeppni EM á meðan Þjóðverjar eru í góðum
málum á toppi riðilsins. Þjóðverjar eru of stór biti
fyrir Wales, þrátt fyrir að leikurinn sé í Bretlandi.
Þjóðverjar hafa spilað sóknarbolta undanfarin ár,
nokkuð sem lítið sást af á árum áður. 3–0 fyrir
Þjóðverja þar sem Miroslav Klose, Bastian
Schweinsteiger og Kevin Kuranyi skora mörkin. 2
á Lengjunni.
Enginn landsliðsþjálfari í heimi er undir eins
mikilli pressu og Steve McClaren, þjálfari
Englendinga. England verður einfaldlega að
vinna þennan leik ef hann á að halda starfi sínu.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Englandi
en þjóðin spáir ekkert í það og vill ekkert annað
en sigur. England kemst í hann krappan í þessum
leik og lendir undir. Michael Owen og John Terry
koma Englendingum til bjargar og England vinnur
ósannfærandi 2–1 sigur. 1 á Lengjunni.
Forvitnilegt verður að sjá hvort Norður-Írar nái að
halda áfram ótrúlegu gengi sínum í þessum riðli.
Til þess þarf David Healy að spila vel. Hann hefur
skorað ellefu af þrettán mörkum Norður-Íra.
Lettar eru með slakt lið og hafa aðeins unnið einn
leik. Það voru einmitt Íslendingar sem lágu í
valnum þá, 4–0, og það eru einu mörkin sem
Lettar hafa skorað í keppninni. David Healy
verður á skotskónum og skorar tvö mörk í 2–0
sigri Norður-Íra. 2 á Lengjunni.
Mikil eftirvænting er fyrir þennan leik. Fyrri
leikurinn endaði með því að drukkinn Dani hljóp
inn á völlinn og veittist að dómara leiksins. Svíum
var dæmdur 3–0 sigur og fyrir vikið eru Danir í
slæmum málum. Það verður barist til síðasta
blóðdropa á Ullevi-vellinum og leikurinn verður
stórkostleg skemmtun. 3–2 verða lokatölur, Svíum
í vil. 1 á Lengjunni.
Íslendingar eiga feikilega erfitt verkefni fyrir
höndum. Ísland kom mjög á óvart í síðasta leik
liðanna og tapaði aðeins 1–0 á Spáni. Ef Ísland
tapar leiknum og Lettar ná að minnsta kosti stigi
gegn Norður-Írum, þá verða Íslendingar í neðsta
sæti riðilsins og DV vill benda á að við erum með
Liechtenstein og Lettlandi í riðli. Úrslit síðustu
leikja segja manni að Ísland tapi þessum leik.
Þjóðernisstoltið hrópar hins vegar á að minnsta
kosti eitt stig. 0–0 og X á Lengjunni.
Tvær taplausar þjóðir sem mætast í Hollandi.
Holland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir
sóknarknattspyrnu en hefur hins vegar aðeins
skorað átta mörk í sex leikjum hingað til. Marco
van Basten og Ruud van Nistelrooy virðast hafa
náð sáttum og sá síðarnefndi verður líklega í
framlínu Hollands. Búlgarar eiga nokkra
frambærilega knattspyrnumenn sem gætu ógnað
hollensku vörninni. Holland vinnur 2–1. 1 á
Lengjunni.
Lið L U J T m St
1. pólland 9 6 1 2 15:7 19
2. Finnland 9 5 2 2 11:6 17
3. portúgal 8 4 3 1 16:6 15
4. Serbía 8 4 2 2 12:7 14
5. belgía 9 3 1 5 8:12 10
6. Armenía 8 2 2 4 4:8 8
7. Kasakstan 9 1 3 5 6:13 6
8. Aserbaidsjan 8 1 2 5 4:17 5
A-RIÐILL
David Healy Norður-Írland 11
David Villa Spánn 7
Lukas podolski Þýskaland 7
Cristiano Ronaldo portúgal 6
Robert Colautti Ísrael 6
eduardo Da Silva Króatía 6
marcus Allback Svíþjóð 5
Zlatan muslimovic bosnía Hersegóv. 5
martin petrov búlgaría 5
Hakan Sukur Tyrkland 5
Alexander Kerzhakov Rússland 5
Shota Arveladze Georgía 5
Markahæstu leikmenn
Dejan Stankovic
Fyrirliði serbneska liðsins.
Stankovic hefur spilað á
Ítalíu frá 1998, fyrst með
Lazio og svo Inter Milan.
Hann er góður alhliða
leikmaður, með góðar
sendingar, góður
skallamaður og getur skorað
mörk.
Hugo Almeida
Almeida var lánaður til
Werder Bremen frá Porto á
síðustu leiktíð. Hann náði að
heilla forráðamenn Bremen
sem festu kaup á honum í
sumar. Almeida er stór og
sterkur framherji, 23 ára og á
framtíðina fyrir sér. Hann er
191 cm á hæð og er fljótur.
Barry Ferguson
Ferguson er í guðatölu hjá
stuðningsmönnum Glasgow
Rangers. Hann er uppalinn
Rangers-maður. Fór til
Blackburn, lék þar í eitt ár,
fékk heimþrá og fór aftur til
Rangers. Gríðarlega
mikilvægur fyrir landslið
Skota, enda fyrirliði liðsins.
Franck Ribery
Þrátt fyrir að vera aðeins 24
ára hefur Ribery spilað með
sjö félögum á ferlinum. Var
keyptur til Bayern München í
sumar og hefur slegið í gegn í
Þýskalandi. Áræðinn og fljótur
kantmaður sem gæti hrellt
vörn Ítala.
Thomas Hitzlsperger
Hitzlsperger lék með Aston
Villa í fimm ár. Ákvað að fara
aftur til heimalandsins fyrir
ári. Hann sér væntanlega ekki
eftir því, enda varð hann
meistari með Stuttgart og
vann sér sæti í landsliðinu.
Með frábæran vinstri fót og
skoraði glæsilegt mark gegn
Englandi á dögunum.
Roberto Colautti
Skæður sóknarmaður sem
fæddur er í Argentínu. Colautti
gekk í raði Maccabi Haifa árið
2004 og skoraði 32 mörk í 58
leikjum fyrir félagið. Þýska
liðið Gladbach keypti
kappann í sumar. Hann fékk
ísraelskt ríkisfang í fyrra og
hefur skorað sex mörk í sjö
landsleikjum.
David Healy
Ótrúlegur markaskorari fyrir
Norður-Íra þrátt fyrir að hafa
aldrei náð að slá í gegn með
félagsliði. Healy hefur skorað
þrennu í tveimur leikjum í
undankeppni EM og ellefu
mörk samtals. Ekki er ólíklegt
að hann skori að minnsta
kosti tvö gegn Lettum.
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan þarf vart að kynna.
Hann átti í deilu við Lagerback
landsliðsþjálfara en engu
líkara er að þeir séu búnir að
grafa stríðsöxina. Zlatan er
ómetanlegur fyrir Svía og liðið
þarf á honum að halda gegn
Dönum.
Joaquin
Á góðum degi er Joaquin einn
allra besti hægri kantmaður í
heimi. Hann leikur með
Valencia og ljóst er að vinstri
bakvörður íslenska liðsins á
erfitt verkefni fyrir höndum.
Joaquin á einnig til að hverfa
gjörsamlega í leikjum, þegar
sá gállinn er á honum.
Ruud van Nistelrooy
Markamaskína af guðs náð.
Átti í deilu við van Basten
landsliðsþjálfara en var
kallaður í landsliðið á nýjan
leik fyrir síðasta landsleik
Hollendinga. Nistelrooy er
leikmaður sem varnarmenn
mega aldrei taka augun af,
því þá refsar hann þeim
grimmilega.
Holland
3-0 (h) Hv.-Rússl.
1-1 (ú) Búlgaría
2-1 (h) Albanía
0-0 (h) Rúmenía
1-0 (ú) Slóvenía
SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM
Búlgaría
1-1 (h) Holland
1-0 (ú) Lúxemborg
0-0 (h) Albanía
2-0 (ú) Hv.-Rússl.
2-1 (h) Hv.-Rússl.
Ísland
0-4 (ú) Lettland
1-2 (h) Svíþjóð
0-1 (ú) Spánn
1-1 (h) Liechtenst.
0-5 (ú) Svíþjóð
Spánn
0-2 (ú) Svíþjóð
2-1 (h) Danmörk
1-0 (h) Ísland
2-0 (ú) Lettland
2-0 (ú) Liechtenst.
Svíþjóð
2-0 (h) Spánn
2-1 (ú) Ísland
1-2 (ú) N-Írland
3-0 (ú) Danmörk
5-0 (h) Ísland
Danmörk
0-0 (h) N-Írland
4-0 (ú) Liechtenst.
1-2 (ú) Spánn
0-3 (h) Svíþjóð
2-0 (ú) Lettland
Lettland
4-0 (h) Ísland
0-1 (ú) N-Írland
0-1 (ú) Liechtenst.
0-2 (h) Spánn
0-2 (h) Danmörk
N-Írland
0-0 (ú) Danmörk
1-0 (h) Lettland
4-1 (ú) Liechtenst.
2-1 (h) Svíþjóð
3-1 (h) Liechtenst.
England
0-0 (h) Makedónía
0-2 (ú) Króatía
0-0 (ú) Ísrael
3-0 (ú) Andorra
3-0 (ú) Eistland
Ísrael
3-4 (h) Króatía
0-0 (h) England
4-0 (h) Eistland
2-1 (ú) Makedónía
2-0 (ú) Andorra
Wales
1-5 (h) Slóvakía
3-1 (h) Kýpur
0-1 (ú) Írland
3-0 (h) San Marínó
0-0 (h) Tékkland
Þýskaland
4-1 (ú) Slóvakía
1-1 (ú) Kýpur
2-1 (ú) Tékkland
6-0 (h) San Marínó
2-1 (h) Slóvakía
Ítalía
2-0 (h) Úkraína
3-1 (ú) Georgía
2-0 (h) Skotland
2-1 (ú) Færeyjar
2-0 (ú) Litháen
Frakkland
0-1 (ú) SKotland
5-0 (h) Færeyjar
1-0 (ú) Litháen
2-0 (h) Úkraína
1-0 (h) Georgía
Skotland
1-0 (h) Frakkland
0-2 (ú) Úkraína
2-1 (h) Georgía
0-2 (ú) Ítalía
2-0 (ú) Færeyjar
Litháen
1-0 (ú) Færeyjar
0-1 (h) Frakkland
0-1 (ú) Úkraína
1-0 (h) Georgía
0-2 (h) Ítalía
Portúgal
3-0 (h) Kasakstan
4-0 (h) Belgía
1-1 (ú) Serbía
2-1 (ú) Belgía
1-1 (ú) Armenía
Pólland
1-0 (ú) Belgía
5-0 (h) Aserbaidsj.
1-0 (h) Armenia
3-1 (ú) Aserbaidsj.
0-1 (ú) Armenía
Serbía
3-0 (h) Armenía
1-2 (ú) Kasakstan
1-1 (h) Portúgal
2-0 (ú) Finnland
2-3 (ú) Belgía
Finnland
1-0 (h) Armenía
0-1 (ú) Aserbaidsj.
0-2 (h) Serbía
2-0 (h) Belgía
2-1 (h) Kasakstan
Lið L U J T m St
1. Frakkland 7 6 0 1 15:2 18
2. Ítalía 7 5 1 1 13:6 16
3. Skotland 7 5 0 2 13:6 15
4. Úkraína 6 4 0 2 8:6 12
5. Litháen 7 2 1 4 4:7 7
6. Georgía 8 2 0 6 13:14 6
7. Færeyjar 8 0 0 8 2:27 0
B-RIÐILL
Lið L U J T m St
1. Grikkland 7 6 0 1 12:5 18
2. bosnía Hersegóv. 7 4 1 2 14:14 13
3. Tyrkland 6 4 1 1 16:6 13
4. Noregur 7 4 1 2 17:6 13
5. Ungverjaland 7 2 0 5 7:14 6
6. malta 7 1 1 5 5:15 4
7. moldóva 7 0 2 5 4:15 2
C-RIÐILL
Lið L U J T m St
1. Þýskaland 7 6 1 0 29:4 19
2. Tékkland 7 4 2 1 15:4 14
3. Írland 7 4 1 2 12:8 13
4. Slóvakía 7 3 0 4 16:13 9
5. Wales 6 2 1 3 8:9 7
6. Kýpur 7 2 1 4 10:16 7
7. San marínó 7 0 0 7 1:37 0
D-RIÐILL
Lið L U J T m St
1. Króatía 7 5 2 0 16:4 17
2. Ísrael 8 5 2 1 17:7 17
3. Rússland 7 4 3 0 11:1 15
4. england 7 4 2 1 12:2 14
5. makedónía 7 2 1 4 6:7 7
6. eistland 8 1 0 7 2:15 3
7. Andorra 8 0 0 8 2:30 0
E-RIÐILL
Lið L U J T m St
1. Svíþjóð 7 6 0 1 17:4 18
2. Norður-Írland 7 5 1 1 13:8 16
3. Spánn 7 5 0 2 13:6 15
4. Danmörk 6 3 1 2 9:5 10
5. Liechtenstein 8 1 1 6 5:21 4
6. Ísland 7 1 1 5 5:15 4
7. Lettland 6 1 0 5 4:7 3
F-RIÐILL
Lið L U J T m St
1. Rúmenía 7 5 2 0 14:4 17
2. búlgaría 7 4 3 0 11:4 15
3. Holland 6 4 2 0 8:2 14
4. Albanía 7 2 3 2 8:6 9
5. Hvít-Rússland 7 2 1 4 10:15 7
6. Slóvenía 7 1 1 5 5:12 4
7. Lúxemborg 7 0 0 7 1:14 0
G-RIÐILL