Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 34
föstudagur 7. september 200734 Sport DV Stefán Logi Magnús- son hefur spilað knatt- spyrnu í sex löndum þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall. Hann fór til Bayern München sautj- án ára og var hjá félag- inu í tvö ár áður en hann hélt til Svíþjóðar. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn á ferli hans en í dag er hann meiðslalaus og spilar með KR í Landsbankadeildinni. „Ég var í Víkingi til fimmtán ára aldurs og fór svo í Fram þegar ég var sextán ára. Þar var ég í sjö mánuði en þá kom Bayern München inn í myndina. Það var svolítið merki- legt því ég fór ekki þangað á æfing- ar til þess að sanna mig, heldur fór ég bara út til þess að skrifa undir samning við félagið. Ég bauð þeim að koma út og æfa en þeir vildu það ekki. Það voru fleiri lið á eftir mér á þessum tíma en eftir að Bayern kom inn í dæmið var aldrei spurning hvert ég myndi fara.“ Agalaus í upphafi „Ég veit ekki hvort ég var hroka- fullur eða ekki en það tók sinn tíma að læra það í Þýskalandi að maður getur ekki bara sagt sínar skoðanir. Maður þarf að bera virðingu fyrir öðrum. Ég lenti í smá vandræðum vegna þess agaleysis sem ég hafði tamið mér og tíðkast á Íslandi. Þeg- ar við Íslendingar erum unglingar hugsum við öðruvísi en unglingar erlendis. Þarna úti voru allt í einu sektir fyrir að mæta of seint á æf- ingu. Ekki það að ég hafi alltaf ver- ið að mæta of seint, ég mætti tvisvar of seint á æfingu á tveimur árum en það voru samt mikil viðbrigði fyrir mig að vera í þessum aðstæðum. Eftir að ég hætti hjá Bayern heyrði ég mikið af sögum um það hvað ég átti að vera að gera þarna úti. Flestar eru ósannar og sumar eru hálfsærandi en þar sem ég veit sannleikann skiptir ekkert annað máli. Ein sagan var sú að ég hefði verið rekinn frá Bayern München fyrir það að stela æfingafatnaði. Ég spyr nú bara á móti: Hvern- ig getur maður verið rekinn fyrir að stela einhverju sem er mín eign og frítt frá félaginu? Fólk sem seg- ir svona sögur verður það bara að eiga það við sig. Hvað sem því líð- ur eru svona sögur ekki til að hjálpa manni hérna á Íslandi.“ Neitaði að mæta í morgunmat og fór í keppnisbann Stefán segir að það hafi verið erf- itt fyrir ungling frá Íslandi að venj- ast aganum sem ríkti í Þýskaland. „Málið var að agaleysið sem ég átti við að etja var meira þannig að ég átti erfitt með að vakna á morgnana í morgunmatinn hjá Bayern. Leik- mennirnir hittust alltaf á morgn- ana og borðuðu morgunmat á fé- lagssvæðinu. Mér fannst þetta alltaf algjörlega fáránlegt, að þurfa að vakna sex til hálf sjö á morgn- ana bara til þess að fara að borða einhvern morgunmat hjá félaginu. Síðan þurfti maður að fara heim og bíða eftir því að æfingin byrjaði. Það tók mig einhverja sex mán- uði að komast inn svona hluti. Í upphafi sagði ég við þá að þeir gætu bara gleymt því að ég mætti svona snemma í morgunmat. Það hafði þau áhrif að þjálfarinn setti mig í leikbann sem ég sat af mér og tók út. Síðan kom ég aftur inn í liðið. Núna þegar ég er eldri skil ég það að þeir voru að reyna að kenna manni að lifa sem atvinnumaður. Aðrar sögur eru ekki sannar. Ég átti að hafa lamið einhvern og fleira og fleira. En þetta kenndi mér það að maður á ekki að hlusta á sögur sem aðrir eru að segja um mann. Æfði með Oliver Kahn Oliver Kahn var lengi einn besti markvörður í heimi og fékk Stefán Logi að æfa með honum hjá Bay- ern München. Hann segir að erfitt hafið verið að komast að Olla eins og hann er kallaður. „Hann var ekki auðveldasti maður í heimi til þess að hafa samskipti við. Við vorum nokkrir markmenn sem æfðum með honum og á æfingunum sner- ist allt um hann. Við fórum með honum út allir saman, ég, Olli (Oli- ver Kahn), einn annar og Sepp Mai- er markmannsþjálfari. Síðan var Olli tekinn í gegn í 40 mínútur til klukkutíma áður en hann fór inn og lyfti lóðum. Eftir það gátum við æft okkur í tvo tíma. Ég lærði svo sem lítið af Oliver Kahn, ef ég væri Olli og væri á Ís- landi væri ég álitinn hálfviti. Það er enginn mannlegur þáttur hjá hon- um. Hann talaði kannski við einn mann, Lothar (Matteus) eða Sepp VÍÐFÖRULL MARKVÖRÐUR Stefán Logi Magnússon er nú hjá Kr í reykjavík eftir að hafa spilað víða um heim. Hefur staðið sig vel stefán Logi hefur staðið sig vel í markinu hjá Kr í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.