Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 36
Enska landsliðið á tvo heimaleiki
fram undan í undankeppni EM gegn
Ísrael á laugardag og Rússlandi fjór-
um dögum síðar. Jafnvel þótt Eng-
land fái ekki sex stig út úr þess-
um mikilvægu leikjum ætlar Steve
McClaren landsliðsþjálfari ekki að
hætta með liðið og gera líkt og Kevin
Keegan gerði um árið þegar hann
hætti í miðri undankeppni. Ef hið
versta gerist, að England tapi báð-
um leikjunum, er England nánast
fallið úr leik um laust sæti á EM árið
2008. „Jafnvel þótt við töpum er enn
tölfræðilegur möguleiki á að komast
áfram. Þótt hann verði þá agnarsmár
mun Steve halda áfram með liðið,“
hefur The Sun eftir heimildarmanni
innan knattspyrnusambands Eng-
lands. „Hann er ekki þannig maður
að hann hætti í miðjum klíðum,“ hélt
heimildarmaðurinn áfram.
Keegan hætti eftir frægt tap
í síðasta landsleik Englands á
Wembley 1–0 gegn Þýskalandi fyrir
sjö árum. Sven Göran Eriksson var
ráðinn í hans stað og England komst
með naumindum á HM árið 2002.
Eriksson hætti eftir HM fjórum árum
síðar og McClaren tók við eftir að
enska knattspyrnusamabandinu var
neitað af mörgum stórum bitum á
þjálfaramarkaðnum.
Hins vegar hefur tíð McClarens
verið þyrnum stráð og liðið ekki
fundið taktinn. Hann hefur verið
harðlega gagnrýndur heima fyrir og
mörgum finnst liðið einfaldlega ekki
nógu gott. Hins vegar hefur McClaren
aldrei getað valið sitt sterkasta lið
vegna meiðsla lykilmanna og það
er engin undantekning á því. Wayne
Rooney, David Beckham, Frank
Lampard og Steven Gerrard eru
allir meiddir og þá er Peter Crouch í
leikbanni. Engu að síður er búist við
því að Gerrard verði með þrátt fyrir
að hafa brotið á sér tána.
McClaren er með heila þjóð á
bakinu en hann hefur kvatt landa sína
til að styðja við bakið á liðinu. Hann
hefur einnig sagt að stuðningsmenn
andstæðinganna fái ekki að vera
fyrir aftan annað markið eftir að
stuðningsmenn Þýskalands hrópuðu
og kölluðu allan leikinn á Paul
Robinson í nýlegu 1–2 tapi Englands
gegn Þýskalandi. McClaren er með 45
þúsund pund í vikulaun, um 6 milljónir
króna. Hann er með samning til ársins
2010 en klásúla er í samningnum
um að það sé hægt að reka hann og
hann fái aðeins eins árs laun fyrir það.
Rúmlega 270 milljónir króna.
Hver verður í markinu?
McClaren hefur haldið tryggð
við Paul Robinson, markvörð
Tottenham, sem aðalmarkvörð
Englands. Hins vegar hefur
Robinson gert sig sekan um mörg
mistök í undanförnum leikjum, nú
síðast gegn Þýskalandi. McClaren
hefur ekki útilokað að gera
breytingar og er jafnvel búist við
því að David James komi inn í liðið.
„Ég get ekkert sagt um hver verði
aðalmarkvörður í næstu leikjum.
Hann er skiljanlega vonsvikinn en
það eru allir markverðir eftir að
hafa fengið mark á sig. Hann mun
koma til baka, hann hefur alltaf gert
það eftir að hafa fengið slæm mörk
á sig,“ sagði McClaren eftir leikinn
gegn Þjóðverjum.
James hefur spilað vel með Ports-
mouth á meðan Robinson hefur verið
í basli líkt og Tottenham í upphafi
ensku deildarinnar. Einnig koma
aðrir markverðir til greina, Ben Foster,
Scott Carsons, Chris Kirkland og
Robert Green eru allir frambærilegir
markmenn. Hins vegar virðist valið
standa á milli James og Robinsons.
föstudagur 7. september 200735 Sport DV
MEÐ HEILA ÞJÓÐ Á BAKINU
Robinson - James
Robinson James
Landsleikir 37 34
Mínútur á vellinum 2,972 2,373
Mörk fengin á sig 17 30
Haldið markinu hreinu 14 6
Varin skot 61 82
staðan í Riðlinum
Lið L U J T M St
1. Króatía 7 5 2 0 16:4 17
2. Ísrael 8 5 2 1 17:7 17
3. Rússland 7 4 3 0 11:1 15
4. England 7 4 2 1 12:2 14
5. Makedónía 7 2 1 4 6:7 7
6. Eistland 8 1 0 7 2:15 3
7. Andorra 8 0 0 8 2:30 0
dAgUR SVEinn dAgbJARTSSon
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
Hvor verður í markinu? Valið virðist standa á milli þeirra davids James og pauls robinson.
gæti verið með steven gerrard er
tábrotinn en gæti þó verið með á
laugardaginn.
Englendingar taka á móti Ísraels-
mönnum á Wembley-vellinum á
laugardag. Fjórum dögum síðar
koma Rússar í heimsókn og jafnvel
þótt liðið tapi báðum leikjunum
ætlar Steve McClaren ekki að
hætta sem landsliðsþjálfari.
Ekki gengið vel undir
stjórn steve mcCLaren
hefur enska liðið ekki
þótt sannfærandi.