Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Síða 38
föstudagur 7. september 200738 Helgarblað DV Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður Allsberir dvergar með bjór „Draumurinn minn er að vera með svona allsbera dverga sem bera í mig bjór á meðan ég ligg í hengirúmi. Mig hefur alltaf dreymt um það. Það er bara eitthvað svo krúttlegt við svona allsbera dverga og svo er líka svo fyndið að sjá þá bara svona á typpinu.“ Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, nemi Góð heilsa og lífshamingja „Mig dreymir það sem alla dreymir um en því miður ekki allir fá uppfyllt. Mig dreymir um góða heilsu og lífshamingju fyrir mína nánustu. Það hljómar kannski svolítið hefðbundið en þetta er það sem öllu máli skiptir í lífinu.“ Hrafnhildur Halldórsdóttir, umsjónarmaður morgun- útvarps Rásar 2 Hundrað ára í golfi „Draumurinn minn er að verða hundrað ára og geta ennþá spilað golf. Það er stórkostlegt. Ég byrjaði að spila golf fyrir einu og hálfu ári og þetta er það skemmtileg- asta sem ég hef gert. Golfið sameinar útiveru og hreyf- ingu og maður hittir og spjallar við góða vini. Getur það orðið betra?“ Friðrik Ómar Hjörleifs- son, tónlistarmaður Heilsan skiptir öllu máli „Draumurinn minn er að hafa góða heilsu, vera hamingjusamur og geta starf- að við tónlistina mína þar til ég syng mitt síðasta. Maður hlýtur að komast að því sem gamall maður að heilsan er það sem skiptir öllu máli. Hún er undirstaða þess að maður geti gert það sem maður vill og þess vegna reyni ég að stuðla að því að vera við góða heilsu.“ Helga Braga Jónsdóttir, leikkona Friður og jöfn skipting „Draumurinn minn er friður á jörðu og að allir fái notið alls þess sem jörðin hefur upp á bjóða.“ Friður á jörðu, góð heilsa, jöfnuður og lífshamingja er meðal þess sem viðmælendur DV segjast helst af öllu dreyma um. HVER ER ÞINN?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.