Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 7. september 1967 Svifnökkvinn á förum Hugsanlegur samgöngukostur fyrir Vestmannaeyjar og Akranes. Svifnökkvinn var hér á landi í rúmar tvær vikur og bauðst mönnum tækifæri til að ferðast með honum upp á Skaga eða um Sundin blá. Í miðri viku var aðsóknin með nökkv- anum nokkuð dræm en um helgar myndaðist löng biðröð forvitinna landa sem vildu fá að ferðast með þessu furðufarartæki. Rifjum aðeins upp ævintýrið með svifnökkvann. Nýjasta tækni og vísindi Ekki er ólíklegt að Örnólfur Thorl- acius hafi verið búinn að fræða land- ann eitthvað um farartæki af þessum toga í einhverjum af fyrstu fræðslu- þáttum sínum, Nýjasta tækni og vís- indi. Örnólfur var einmitt umsjónar- maður þessara vinsælu fræðsluþátta í Sjónvarpinu frá því skömmu eftir að Sjónvarpið tók til starfa, og síðan um langt árabil, en sjónvarpið varð ein- mitt eins árs í september 1967. En nú þurftu menn ekki að skoða myndir af slíku farartæki í blöð- um eða sjónvarpi. Raunverulegur svifnökkvi var kominn til landsins, hafði verið í förum milli Akraness og Reykjavíkur fyrstu vikuna í septemb- er og var nú á förum eftir að nokkur hundruð Íslendingar höfðu tekið sér far með honum. Sigurður Óli og Guðlaugur Gíslason Svifnökkvinn var fenginn hingað til lands til reynslu og kom þá helst til álita hvort hann yrði fýsilegur samgöngukostur milli Vestmannaeyja og lands og jafnvel til Selfoss, og milli Reykjavíkur og Akraness. Það voru ekki síst þingmennirnir Sigurður Óli Ólafsson og Guðlaugur Gíslason sem höfðu haft forgöngu um það á Alþingi að slíkt farartæki yrði reynt hér á landi. Þessir tveir höfðingjar höfðu verið helstu þingmenn sjálfstæðismanna á Suðurlandi um langt árabil. Sigurður Óli var einn af landnámsmönnum Selfossbæjar og átti drjúgan þátt í að móta þá byggð fyrstu árin, sem kaupmaður og á opinberum vettvangi. Hann var hreppsnefndarmaður Sandvíkurhrepps frá 1938 og Selfosshrepps frá stofnun 1947 og var fyrsti oddviti hreppsins 1947–55. Þá var hann þingmaður á árunum 1951–1967. Sigurður Óli var einn af fyrstu bílstjórum á Suðurlandi og alla tíð mikill áhugamaður um samgöngur. Guðlaugur var hins vegar potturinn og pannan í Vestmannaeyjum, kaupmaður þar og útgerðarmaður um langt árabil og bæjarstjóri þar 1954–1966. Þá var hann þingmaður á árunum 1959– 1978. Helstu kostir svifnökkva Svifnökkvinn vakti töluverða at- hygli á sínum tíma enda höfðu ýmsir velt því fyrir sér í ræðu og riti hvort hér væri ekki einmitt komið það far- artæki sem best kynni að þjóna sam- göngum milli ýmissa staða hér á landi. Nökkvinn var í stærri kantin- um miðað við slík farartæki á þeim árum og tók 35 farþega. Hann var af gerð sem kallaðist SR:N6, var tæpir 15 m að lengd og 7 m á breidd. Vél- in var 900 hestöfl og náði fleytan 104 km hraða á klst. Svifnökkvinn var smíðaður af British Hovercraft Corp. í Bretlandi til farþegaflutninga og gat mest flutt 38 farþega. Helstu kostirnir við svifnökkvann voru taldir þeir að hann var afar fljót- ur í förum, komst upp stórar ár þar sem ekki voru þeim mun meiri farar- tálmar og gat svifið upp í sléttar fjör- ur. Svifið yfir sjó og land Nökkvinn kom fyrst til Vestmannaeyja í lok ágústmánaðar. 29. ágúst kl. 9.00 lagði hann af stað frá Vestmannaeyjum og var kominn að ósum Ölfusár eftir eina klukkustund og tíu mínúndur. Með í för voru þeir Guðlaugur Gíslason og Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri sem síðar átti að skrifa skýrslu um reynsluna af nökkvanum. Við Ölfusárósa steig Sigurður Óli um borð og þaðan var síðan svifið sem leið lá upp Ölfusá yfir vöð og flúðir og til Selfoss. Gekk ferðin að óskum og tók ekki nema fimmtán mínútur en þingmennirnir sunnlensku voru í sjöunda himni eftir svifið. Á Selfossi fór auðvitað allt daglegt amstur úr skorðum, verslunum var lokað og karlar og konur hlupu frá verkum sínum til að missa ekki af þessu furðulega farartæki sem kannski yrði uppistaðan í samgöngum framtíðarinnar. Frá Selfossi var lagt af stað til Reykjavíkur kl. 14.20, svifið fyrir Reykjanes og lagst að bryggju við Grandagarð í Reykjavík kl. 17.30. Þar var þá samankominn mikill mannfjöldi til að skoða þetta furðulega farartæki. Þá fór svifnökkvinn í annarri ferð upp Markarfljót og alla leið upp að Markarfljótsbrú sem auðvitað var gamla brúin og því mun lengra uppi í Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is föstudaGur 7. september 200740 Í septemberbyrjun 1967 hljóp á snærið hjá þeim höfuðborgarbúum og Skagamönnum sem höfðu áhuga á nýstárlegum og furðulegum farartækjum. Hingað var komið farar- tæki sem á ensku er nefnt hovercraft en íslensku- fræðingar höfðu lagt til að menn nefndu „svifn- ökkva“. landi. Svona ferðir þóttu auðvitað ævintýri líkastar og því engin furða að menn veltu fyrir sér þeim sam- göngumöguleikum sem tæki af þessum toga bauð upp á. Áætlunarferðir milli Reykja- víkur og Akraness Nú hófust spennandi áætl- unarferðir milli Reykjavíkur og Akraness og stuttar skemmtiferð- ir inn með Sundum sem stóðu í nokkra daga. Fargjaldið var það sama og með Akraborginni, hundr- að og fimmtíu krónur. Akraborgin var því allt í einu komin í bullandi samkeppni, en lét sér fátt um finn- ast og hélt sínu striki. Reykvíkingar og Skagamenn fögn- uðu þessari nýbreytni og nú var eng- inn maður með mönnum sem ekki hafði tekið sér far með svifnökkvan- um, annaðhvort upp á Skaga eða um Sundin blá. Ferðir hans voru feikilega vinsælar fyrstu tvo til þrjá dagana og þær tvær helgar sem hann var í förum en aðra virka daga var aðsóknin lítil. „Ég man vel eftir þessu skemmti- lega farartæki sem enginn vissi hvort ætti að flokka sem bát eða loftfar,“ segir Helgi Daníelsson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður og rannsóknar- lögreglumaður, en hann tók einmitt myndirnar af farkostinum er hann renndi upp í fjöru á Langasandi á Akranesi. „Það varð auðvitað uppi fót- ur og fit uppi á Skaga þegar nökkvinn kom þangað, rétt eins og alls staðar annars staðar sem menn gátu skoðað farkostinn. Ég held líka að margir uppi á Skaga hafi litið á þetta sem raunhæf- an farkost milli Akraness og Reykjavík- ur.“ Kostir en líka gallar Nú komst umræðan um svifnökkva á nýtt stig og menn fóru að fjalla meira um gallana við slíka fararskjóta. Vest- mannaeyingar sögðu að ekki væri nóg að komast á skömmum tíma milli Eyja og lands, upp á Bakka, nema þeir hefðu bílana sína meðferðis, en þá þyrfti miklu stærri svifnökkva sem gæti flutt nokkra bíla í hverri ferð. Helsti gallinn við svifnökkva var þó augljós- lega sá að þeir voru mjög háðir góðu veðri, hægðu á sér ef eitthvað hreyfði sjó og tepptust í meira veðri. Fimmtudaginn 7. september mátti svo lesa frétt í Morgunblaðinu þess efnis að reynsluferðum svifnökkvans færi nú senn að ljúka. Hann færi sína síðustu ferð næsta sunnudag en á mánudeginum yrði hann hífður um borð í skip sem flytti hann af landi brott. Reynsluferðir svifnökkvans urðu ekki til þess að slík farartæki yrðu mikilvæg samgöngutæki hér á landi fyrir fjörutíu árum. En koma nökkvans var óneitanlega kærkomin tilbreyting. Kannski er kominn tími til að prófa nýjan og stærri svifnökkva. Hvað segja alþingismenn um það? Svifnökkvi forvitnir skagamenn virða fyrir sér svifnökkvann á Langasandi. Mynd Helgi Daníelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.