Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 42
föstudagur 7. september 200742 Helgarblað DV Gull oG eðalsteinar íshokkíleikmannsins Íshokkíleikmaður- inn Jónas Breki er einn efnilegasti hokkíleikmaður þjóðarinnar en hann hefur undan- farin fjögur ár búið í Kaupmannahöfn þar sem hann spilar hokkí með fyrstu deildar liðinu Amag- er Jets ásamt því að læra gullsmíði hjá öðrum þekktasta gullsmiði Dana, Ole Lyyngard. Breki, eins og hann er oftast kallaður, segir ekkert mál fyrir sig að samræma hokkíið og gullsmíðanámið enda sé hann bara vanur því að hafa nóg að gera. Jónas Breki Magnússon er einn af bestu íshokkíleikmönnum þjóðarinnar en undanfarin fjögur ár hefur Breki, eins og hann er oftast kallaður, búið í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Guðrúnu Finnbogadóttur, og eins árs gamalli dóttur þeirra henni Ísabellu Brekadóttir. Auk þess að spila íshokkí með fyrstu deildar liði í Danmörku og íshokkílandsliði Íslands er Breki í gullsmíðanámi í Köbenhavns tekniske skole og á námssamningi hjá öðrum þekktasta gullsmiði Danmerkur á eftir sjálfum Georg Jensen. Fékk áhugann í tíunda bekk Áhuginn á gullsmíðinni vaknaði þegar Breki valdi sér skartgripagerð sem valfag síðasta árið í Foldaskóla. „Ég fékk alveg delluna eftir þetta námskeið en ákvað að reyna ekk- ert að komast á samning fyrr en ég væri hættur í hokkíinu því ég vildi náttúrulega fyrst og fremst verða at- vinnumaður í hokkí. Ég setti því all- an skólann og námið á smápásu,“ segir Breki en í dag hefur hann náð að samræma gullsmíðina og hokkí- ið. „Ég var að skipta um hokkílið og var að skrifa undir samning hjá Amager Jets sem er í fyrstu deild- inni. Ég er náttúrulega búinn að vera í hokkí síðan ég var tíu ára og hef æft af fullu kappi síðan ég var sextán ára svo ég er bara vanur því að hafa nóg að gera,“ segir hann en bætir því jafnframt við að hann hafi putta- brotið sig í síðasta leik og sé því í smá- fríi frá hokkíinu eins og er. Fékk námið stytt í þrjú ár „Ég fluttist til Danmörkur árið 2003 en ég og Gúrý, kærastan mín, höfðum hætt saman í hálft ár og hún flutt til Danmerkur í millitíðinni. Þegar við byrjuðum svo aftur saman ákvað ég bara að flytjast út til hennar og fara að spila hokkí og fara svo í nám,“ segir Breki sem nú er á fyrsta ári í gullsmíði. „Ég er í Köbenhavns tekniske skole sem er eini skólinn sem kennir gullsmíði hér úti. Í Listaháskólanum er reyndar hægt að læra eitthvað sambærilegt en eftir það ertu bara orðinn skartgripahönnuður eða eitthvað slíkt en þú lærir ekki að verða gullsmiður. Vanalega tekur þetta nám fjögur ár en ég náði að stytta það niður í þrjú því ég hafði verið í Finnlandi frá 2000 til 2001 að spila hokkí og komist í gullsmíðanám þar á gullsmíðaverkstæði. Ég fékk það svo Íslenska fjölskyldan í Kaupmannahöfn Jónas breki, guðrún og Ísabella. Ævintýralegir skartgripir breki smíðar skart fyrir bæði stelpur og stráka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.