Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 4
föstudagur 14. september 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Flaut á drullunni „Svo virðist sem rútan hafi flotið ofan á drullunni og staðnæmst þar,“ segir Pétur Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hópur kvenna frá Akranesi komst í hann krappan rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Rúta, sem var að flytja þær í flug til Frankfurt, keyrði inn í þrjátíu metra breiða skriðu sem hafði fallið á þjóðveginn við Mógilsá. Betur fór en á horfðist og slösuðust tvær konur lítillega. Þær héldu þó áfram för sinni áleiðis til Keflavíkur og komust tímanlega í flugið. Töluverðar tafir urðu á meðan á hreinsun stóð og hleypti lögreglan bílum í gegn í hollum. Skall í götuna Karlmaður var fluttur á slysa- deild Landspítalans við Fossvog eftir að hann missti stjórn á mót- orhjóli sínu snemma í gærmorg- un og skall í götuna. Slysið átti sér stað á Gullinbrú við Fjall- konuveg í Grafarvoginum en lög- reglan fékk tilkynningu um slysið rétt fyrir klukkan átta. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu liggja tildrög slyssins ekki fyrir. Hann sagði að engar tafir hefðu orðið af þeim sökum en vegfarendur sem áttu leið um á þessum tíma sögðust hafa verið óvenju lengi að kom- ast út úr hverfinu í gær. Sigurður Júlíus Hálfdánarson, dæmdur morðingi, strauk af Vernd aðfaranótt mánu- dags og gekk laus í nokkra daga. Hann var ekki talinn hættulegur og því var ekki lýst eftir honum. Það var líka gert til verndar tvíburabróður hans sem var einnig dæmd- ur fyrir morðið. Strokið getur haft áhrif á reynslulausn Sigurðar. HarðSvíraður morðingi gekk lauS Dæmdur morðingi, Sigurður Júlíus Hálfdánarson, strauk af áfangaheimili Verndar við Laugateig 19 aðfaranótt mánu- dagsins síðasta þar sem hann hafði dvalið síðustu 4 mánuði. Hann hlaut 16 ára fangelsisdóm fyrir hrottafengið morð af ásettu ráði og átti innan við hálft ár eftir af afplánun sinni þegar hann strauk. Í tæpa viku gekk hann laus án þess að lýst væri eftir honum með formlegum hætti. Það var ekki gert þar sem ekki var talin hætta á ferðum við það að hann gengi laus og til verndar tvíburabróður hans, Ólafi Hannesi Hálfdánarsyni, sem sjálfur hlaut dóm fyrir aðild að morðinu. Sigurður náðist síðla kvölds á miðvikudag er hann nálgaðist heimili vina sinna á Kjalarnesi. Þá hafði lögregla komist á snoðir um ferðir hans í gegnum hans nán- ustu sem aðstoðuðu lögregluna við hafa uppi á honum. Sigurður hafði lofað að gefa sig sjálfur fram en sveik þau loforð. Hann var und- ir áhrifum er hann var handtekinn og samkvæmt lögum getur strokið haft áhrif á reynslulausn hans. Hrottafenginn glæpur Bræðurnir voru dæmdir í Hæstarétti 2. apríl 1998, þá 25 ára gamlir, fyrir glæp sem átti sér stað í Heiðmörk hálfu ári fyrr, 2. október 1997. Þá réðu þeir í félagi Lárusi Á. Lárussyni bana með hrottafengn- um hætti. Tvíburabræðurnir óku með Lárus upp í Heiðmörk þar sem þeir ákváðu að ræna hann. Talið er að Lárus hafi komist út úr bifreiðinni en þeir bræður hafi elt hann uppi. Sigurður barði Lárus margsinnis með 13 kílógramma steinhnullungi í höfuðið þar sem hann lá varnarlaus á jörðinni eftir spörk og högg þeirra bræðra. Þar sem Lárus lá særður á jörðinni óku tvíburabræðurnir tvívegis yfir lík- ama hans og höfuð með þeim af- leiðingum að hann lést. Þeir náðu veski Lárusar og höfðu 8 þúsund krónur á brott með sér. Ólafur fékk 12 ára fangelsisdóm fyrir aðildina en bróðir hans var dæmur til að sitja í fangelsi 4 árum lengur. Saman voru þeir dæmd- ir til að greiða rúmar 9 milljónir í miskabætur og sakarkostnað. Ól- afur hefur lokið afplánun en Sig- urður átti innan við hálft ár eftir þegar hann strauk. Farinn að blómstra Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er miður sín eftir flótta Sigurðar. Hann segir Sigurð hafa brugðist miklu trausti. „Þetta er mjög sorglegt. Við höfðum unnið mikið með honum í átt að bata og hann var kominn á síðasta sprettinn í afplánun sinni. Það skref getur verið erfitt fyrir marga að þurfa skyndilega að standa sína plikt á Vernd og fara eftir mjög hörðum reglum. Yfirvofandi er alltaf sú staðreynd að ef þeir standa sig ekki fara þeir aftur inn í fangelsi. Ég veit ekki hvað brást hjá viðkomandi en það er ljóst að hann var að bregðast trausti. Síðast en ekki síst var hann að bregðast sjálfum sér,“ segir Valtýr. Fyrrverandi samfangi Sigurðar á Vernd, sem ekki vill láta nafns síns getið, er verulega hissa á stroki Sigurðar þar sem honum hafi verið farið að ganga vel í afplánun sinni. Þeir hafa tvívegis átt samleið í afplánun, fyrst árið 2001 og síðan í sumar á Vernd, og fann viðmælandi DV mikinn mun á Sigurði. „Ég bara skil þetta ekki. Mér fannst honum farið að ganga svo vel og hann var farinn að blómstra. Ég sat með honum líka fyrir rúmum 5 árum og þá var hann miklu harðari og sýndi ekki eins mikla iðrun og hann gerir í dag. Þetta kom mér virkilega á óvart og í mínum huga var hann síðasti maðurinn til að flýja,“ segir samfanginn. Strauk af ótta Eftir handtöku var Sigurður færður aftur á Litla-Hraun þar sem hann verður vistaður áfram. Þráinn Bj. Farestveit, forstöðumaður Verndar, segir að legið hafi í loftinu um nokkurt skeið að Sigurður færi aftur í fangelsi og það geti verið ástæða þess að hann hafi flúið. „Langur tími í fangelsi mynstrar menn. Vilji hans var til staðar að klára afplánunina hjá okkur en það þýðir ekki endilega að menn ráði alltaf við það. Hann hafði fengið áminningu hjá okkur fyrir að fylgja ekki settum reglum og ég held að hann hafi verið orðinn meðvitaður um að hann yrði færður aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Það er ekki víst að hann hafi náð að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Þráinn. Fyrrverandi samfangi Sigurðar er ekki jafnsannfærður um ástæðuna. Hann telur líklegra að Sigurður verið farinn að óttast frelsið. „Neysla getur hafa haft áhrif á hann en ég tel þunglyndi mun líklegra. Hann var búinn að sitja inni svo rosalega lengi. Ég hef sjálfur upplifað mikinn kvíða við að losna út eftir langan tíma og þá tapa menn öryggistilfinningunni. Ég hef horft upp á menn sem vita ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga af ótta við frelsið. Það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi vísvitandi brotið af sér til þess að verða ekki sleppt.“ Ekki talinn hættulegur Aðspurður segir Valtýr ástæðu þess að ekki var lýst eftir Sigurði formlega vera meðal annars mat sérfræðinga að hann væri ekki hættulegur samfélaginu. Jafnframt segir hann að forðast hafi verið að birta mynd af honum í fjölmiðlum þannig að tvíburabróðir hans, Ólafur, gæti áfram um frjálst höfuð strokið. „Við ákváðum að auglýsa ekki eftir honum af krafti. Að vissu leyti má segja að hann sé hættulegur en sérfræðingar mátu ekki hættu á ferðum við að hann gengi laus. Hann ætlaði að koma inn sjálfviljugur en stóð ekki við það. Það var ekki talið hjálpa til við leitina að auglýsa eftir honum með myndum. Við óttuðumst að það gæti komið sér illa fyrir bróður hans og þannig myndum við fá inn fjölda ábendinga um ferðir tvíburabróðurins, sem eins og gefur að skilja lítur mjög svipað út,“ segir Valtýr. Aðspurður segist Þráinn sammála því að ekki hafi verið hætta á ferðum við strok Sigurðar. Hann telur þó að hætta hefði getað skapast þar sem hann hafi verið kominn út í neyslu. „Ég held að hann hafi alls ekki verið hættulegur. Auðvitað er það svo þegar menn eru komnir í ástand fíkniefna eða áfengis geta þeir orðið umhverfi sínu hættulegir. Ég held að við hefðum endað á því að lýsa eftir honum,“ segir Þráinn. Hefur áhrif á afplánunina? Í íslensku réttarkerfi geta fangar sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað 2/3 af dómi. Sigurður átti eftir aðeins nokkra mánuði fram að því að verða látinn laus. Valtýr telur líkur á því að fljótti hans nýlega geti haft áhrif á reynslulausn hans en hversu mikil áhrif á eftir að koma í ljós. Hann segir lögin skýr í þessum efnum. „Við munum fara mjög gaumgæfilega yfir það hvað brást á lokaferlinu. Við þurfum að kanna hvað kom upp á. Það er skýrt í lögum að svona lagað getur haft áhrif á reynslulausn. Við eigum eftir að taka ákvörðun um þetta og þá kemur í ljós hvort reynslulausnin verði afturkölluð og þá hve lengi,“ segir Valtýr. „Lögin eru ekki í þá veru að annaðhvort sitji menn 2/3 eða allan tímann. Þegar hann sækir um reynslulausnin verður þetta skoðað en samkvæmt laganna bókstaf getur þetta haft áhrif.“ TrauSTi HaFSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi vísvitandi brotið af sér til þess að verða ekki sleppt.“ Leiddur fyrir dómara Í apríl 1998 voru Ólafur og sigurður dæmdir í 12 og 16 ára fangelsi í Hæstarétti. Ólafur hefur afplánað dóminn að fullu en sigurður átti innan við hálft ár eftir þegar hann strauk. Morð í Heiðmörk fyrir 10 árum myrtu tvíbura- bræðurnir Lárus á hrottafenginn hátt í Heiðmörk. Þeir voru undir áhrifum ýmissa lyfja er þeir frömdu verknaðinn og höfðu með sér 8 þúsund krónur úr veski hins myrta. Fimmtán fá að veiða við Noreg Fimmtán íslensk skip hafa fengið heimild til að veiða samanlagt 35 þúsund tonn af síld í norskri lögsögu. Úthlutunin byggist á samkomulagi íslenskra og norskra stjórnvalda um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum sem náðist í byrjun árs. Skipin verða að veiða aflann norðan 62° norðlægrar breiddar og meira en tólf sjómílur frá grunnlínum. Fimm skipanna eru frá Vestmannaeyjum en hin víðs vegar af landinu. reykjanesbær í Sandgerði „Þetta getur valdið misskiln- ingi,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerði. Póst- númerið 235 Keflavíkurflugvöllur verður hér eftir 235 Reykjanes- bær samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti. Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur á það áherslu að póst- númer bæjarins gildi alls staðar innan bæjarmarka en Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem og stærst- ur hluti flugbrauta vallarins eru innan Sandgerðis. Því er ljóst að hluta pósts sem koma þarf til flugvallarins þarf að koma til Sandgerðisbæjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.