Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 8
Engir skólaliðar hafa verið í Haga-
skóla til að fylgjast með gangi mála
á göngum skólans síðustu tvo daga.
Um þá ganga fara á sjötta hundrað
börn dag hvern, enda 556 nemend-
ur í Hagaskóla.
Erfiðlega hefur gengið að ráða
fólk til starfa í grunnskólum Reykja-
víkur og er nú svo komið að starfs-
menn Hagaskóla sem DV hefur rætt
við kvarta sáran undan miklu álagi
og of fáu starfsfólki.
Fimm skólaliðar hafa verið ráðn-
ir til starfa hjá Hagaskóla en síðustu
daga hefur borið svo við að enginn
þeirra hefur verið við vinnu. Sesselja
Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri
Hagaskóla, segir að tveir þeirra eigi
við langvarandi veikindi að stríða og
ofan á það bætist að mikil veikindi
að undanförnu hafi sett strik í reikn-
inginn.
„Skólaliðarnir skiptast niður á
stór svæði, þar á meðal íþróttarhús-
ið. Ég vildi gjarnan hafa þrjá skóla-
liða til viðbótar í skólanum,“ segir
Sesselja, sem telur ástandið í skól-
anum þó ekki mjög slæmt.
Aðstoðarskólastjóri
í mötuneytinu
Þegar blaðamaður og ljósmyndari
frá DV litu við í Hagaskóla í
gær var Kristín Jóhannsdóttir
aðstoðarskólastjóri að störfum í
mötuneytinu. Þar var hún að hjálpa
til þegar börnin komu í mat. Sesselja
Ingibjörg segir hins vegar hefð fyrir
því í skólanum að allir hjálpist að. Hún
segir þetta góða leið til að kynnast
nemendunum. „Okkur er annt um
börnin og við reddum hlutunum.“
Ósátt við fræðslustjóra
Þeir starfsmenn sem DV ræddi
við í gær lýstu mikilli óánægju sinni
með hvernig málum er komið í skól-
anum. Þeir segjast vera undir miklu
álagi vegna þess hversu fátt starfs-
fólkið er. Fræðslustjóri lýsti því yfir
á dögunum að búið væri að manna
skólann það vel að það vantaði inn-
an við 20 prósent starfsfólks. Það
þýðir að starfsmenn skólans fá ekki
greiddar álagsgreiðslur vegna und-
irmönnunar, þær miðast einmitt
við að það vanti 20 prósent starfs-
manna eða meira. Starfsfólk Haga-
skóla er mjög ósátt við ummæli
fræðslustjóra því upplifun þess er á
skjön við þessa tilkynningu því álag-
ið sé mikið.
Vantar fólk víða
Hagaskóli hefur ítrekað aug-
lýst eftir skólaliðum en án árang-
urs. Inni á vef menntasviðs má sjá
að sjö aðrir grunnskólar í Reykjavík
auglýsa eftir skólaliðum.
Skólastjóri Hagaskóla bendir á
það að þetta séu ekki einu störfin
sem erfitt sé að manna þessa dag-
ana,. „Það vantar starfsfólk í flest
láglaunastörf í dag,“ segir Sesselja
Ingibjörg.
föstudagur 14. september 20078 Fréttir DV
Vandræðaástand hefur myndast í Hagaskóla undanfarna daga. Erfiðlega hefur gengið að ráða skólaliða og nú
bregður svo við að allir þeir sem voru ráðnir eru frá vegna veikinda. Ástandið er ekki mjög slæmt segir Sesselja
Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri sem vildi þó hafa þrjá skólaliða í viðbót.
ENGIR SKÓLALIÐAR EFTIR
Kolbrún PálínA HelgAdÓttIr
blaðamaður skrifar: kolbrun@dv.is
„Okkur er annt um
börnin og við reddum
hlutunum.“
Annríki í mötuneytinu Yfir 300
börn borða heitan mat í
hádeginu í Hagaskóla dag hvern
en 556 nemendur eru í skólanum.