Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 14. september 200714 Helgarblað DV DV11095110907__0.jpg DV11074110907 !!!Setja Interpol lógó-ið inn!!! !!!Setja inn mynd af síðu 2 í DV á miðvikudag!!! DV11224130907 DV11227130907 DV11230130907 Eftirlýstur fyrir mörg Gunnar Stefán Möller Wathne er eft- irlýstur af bandarísku fíkniefnalög- reglunni, DEA, og alþjóðlegu lög- reglunni Interpol fyrir aðkomu sína að peningaþvætti á mörg hundruð þúsund dollurum, andvirði tugmillj- óna íslenskra króna. Peningarnir sem Gunnar Stefán þvættaði voru söluágóði af stórtækri LSD-fram- leiðslu í Bandaríkjunum. Í tengslum við það er Gunnar Stefán jafnframt eftirlýstur fyrir þátt sinn í sölu og dreifingu á verulegu magni af fíkni- efnum. Þung viðurlög eru við glæp- unum sem hann er eftirlýstur fyrir í Bandaríkjunum, því hámarksrefsing getur numið allt að tuttugu árum í fangelsi fyrir bæði brot. Við það geta bæst háar fjársektir. Sonur einnar Wathne-systra Gunnar fæddist 10. júní árið 1969 í Reykjavík. Móðir hans er Þór- unn Wathne, sem ásamt tveimur systrum sínum rekur stórfyrirtækið Wathne Corp. á Manhattan í New York. Systrunum hefur vegnað afar vel í viðskiptum, en fyrirtæki þeirra framleiðir meðal annars ferðatösk- ur, handtöskur og skjalatöskur. Þá framleiðir fyrirtækið ýmsar smávör- ur á borð við skrautgripi og auglýs- ingavörur. Þær hafa auðgast vel og er fyrirtækið metið á milljarða króna. Systurnar hafa heimsótt Ísland reglulega, meðal annars til þess að veiða lax á sumrin. Þær hafa jafn- an vakið athygli fjölmiðla, enda afar samrýndar og glæsilegar systur. Gunnar fluttist ungur til Bandaríkjanna. Hann inn- ritaðist í Harvard-háskóla, en flosnaði upp frá námi áður en hann náði að ljúka því. Sjálfur hefur hann ver- ið áberandi í samkvæmis- lífinu vestanhafs, myndir hafa birst af honum í glans- tímaritum og dagblöðum þar í félagsskap valdamikils og frægs fólks. Glæsiferð með Murdoch-syni Gunnar Stefán kom hing- að til lands skömmu fyrir jólin 1999 ásamt um það bil áttatíu manna hópi fyrrverandi nemenda úr Harvard. Hópurinn nefnist Har- vard Lampoon, eða grínfélag Har- vard. Flestir meðlima eiga það sam- eiginlegt að hafa haslað sér völl í skemmtanaiðnaðinum. Hópurinn kom hingað til lands í boði Gunn- ars og var ekkert til sparað að gera ferðina sem glæsilegasta. Með í för voru meðal annars handritshöfund- ar og framleiðendur The Simpsons- , Friends-, Seinfeld- og Futurama- þáttanna. Þá voru í ferðinni börn ýmissa fyrirmanna, á borð við Krist- in Gore, dóttur Als Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og �ames Murdoch, sonur hins umdeilda fjöl- miðlajöfurs Ruberts Murdoch. Sendiráð Bandaríkjanna stóð fyr- ir móttöku fyrir hópinn og síðasta kvöld ferðarinnar var haldin glæsileg kvöldverðarveisla í Iðnó þar sem Davíð Odds- son, þáverandi forsætisráð- herra, var heiðraður sér- staklega og færðar gjafir. Með forsetafrú Bandaríkjanna Gunnar Stefán hefur lát- ið til sín taka í menningarlíf- inu. Hann situr í stjórn og er velvildarmaður bandaríska ballettsins. Þá hefur hann framleitt söngleiki sem meðal ann- ars hafa ver- ið settir upp á West End í London Samkvæmt vefsíðu American Russian Young Artist Orchestra, eða rússnesk-amerísku ungsinfóníu- hljómsveitarinnar, situr Gunnar jafnframt í ráðgjafarnefnd hljóm- sveitarinnar. Nefndina skipar auk hans atkvæðamikið fólk úr viðskipta- lífi og menningarlífi landanna. Til- gangur stofnunar hljómsveitarinn- ar var að tengja saman hæfileikaríka unga tónlistarmenn í Bandaríkjun- um og Rússlandi. Hljómsveitin hefur fengið mikið lof í fjölmiðlum beggja landa. Annar tveggja heiðursforseta hljómsveitarinnar er sjálf Laura W. Bush, forsetafrú Bandaríkjanna. Þar að auki á Gunnar sæti í yfir- stjórn Listaháskólans í Norður- Karólínu, en í skólanum læra nem- endur meðal annars dans, leiklist, kvikmyndagerð og tónlist. Efnafræðingur þvættir eiturlyfjapeninga Gunnar hefur ekki aðeins komist í kastljós fjölmiðla vestanhafs vegna þátttöku sinnar í menningarlífinu og samkvæmislífinu. Margir fjölmiðl- ar, bæði dagblöð og netmiðlar, hafa fjallað um aðild hans að umsvifa- miklu peningaþvætti í tengslum við hagnað af fíkniefnasölu. Fyrir þátt sinn í þessu máli er auðkýfingurinn nú á lista DEA og Interpol yfir eftir- lýsta flóttamenn. Í bandaríska blaðinu San Fran- cisco Chronicle var sagt frá peninga- þvætti Gunnars Stefáns, sem tengist manni að nafni William Leonard Pickard. Sá var ákærð- ur fyrir samsæri og fyrir að hafa haft undir höndum nokkurt magn af LSD. Efnin var hann grunaður um að ætla að selja. Pickard var virtur efnafræðingur við UCLA-háskólann í Kaliforníu en öllum að óvörum varð hann miðpunktur í sakamáli sem tengdist einni stærstu LSD-verk- smiðju í Bandaríkjunum. Efnin framleiddi hann sjálf- ur í félagi við �ohn Halpern í Harvard-háskólanum, en báðir áttu þeir það sam- eiginlegt að hafa neytt efnisins áður en þeir kynntust. Þeir högnuð- ust vel á starfseminni og gegn greiðslu kom Hal- pern Pickard í samband við Gunnar Stefán til þess að fjárfesta og þvætta fyr- ir hann pen- ingana. Þeg- ar málið komst í há- mæli var Gunn- ar Stefán grunaður af lögregluyfirvöld- um um peningaþvætti. Hann neitaði þeim ásökunum, eftir því sem greint er frá í San Francisco Chronicle. Gunnar Stefán var sakaður um að hafa sent eða millifært allt að fimm milljónir dollara í peningum til manna sem hann hafði komist í samband við í Rússlandi og eru grunaðir um að hafa tengsl við mafí- una. Með þeim hætti huldi hann slóð peninganna. Samkvæmt núgildandi gengi nemur upphæðin, sem hann er grunaður um að hafa millifært, tæpum 320 milljónum króna. Í stað- inn fyrir peningana sendu Rússarnir nokkur hundruð þúsund dollara til háskólans aftur. Á yfirborðinu var hins vegar allt með felldu hjá Pick- ard því peningarnir sem komu frá Rússlandi voru notaðir til þess að fjármagna virðingarstöðu fyrir hann í nefnd innan skólans sem mótar stefnuna og baráttuna gegn fíkni- efnum. Ekki lykilmaður Málið teygir anga sína til Kansas í Bandaríkjun- um þar sem framleiðsla efn- anna fór fram og Pickard var handtekinn. Í vefútgáfu dag- blaðsins The Topek Capi- tal �ournal í Kansas er sagt frá því að samskiptin við Rússana sem áttu hlut í peningaþvættinu hafi stirðnað þegar umsam- in millifærsla að upp- hæð ein milljón dollara, eða rúmar 63 milljónir króna, hafi aðeins numið um 750 þúsund dollur- um, eða tæpum 48 millj- ónum króna. Steve Fry, blaða- maður The Topek Capital �ournal sem fjallaði mik- ið um málið, sagði við DV að Gunn- ar Stefán hefði ekki gegnt lykil- hlutverki í málinu. „Hann var alltaf hundruð milljóna pEningaþvætti Gunnar Stefán Möller Wathne er eftir- lýstur af bæði fíkniefnalögreglunni í Bandaríkjunum og alþjóðalögreglunni Interpol fyrir þátt sinn í peningaþvætti á hundruðum milljóna króna. Peningarnir voru söluágóði af LSD sem bandarískur efnafræðingur við UCLA-háskóla fram- leiddi. Þung viðurlög eru við glæpunum sem Gunnar Stefán er eftirlýstur fyrir. Talið er að hann sé búsettur í Moskvu nú um stundir. ValGEIr Örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Gunnar Stefán Möller Wathne gunnar stefán kom til landsins árið 1999 og hélt glæsilega veislu til heiðurs davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. með í för var meðal annars dóttir als gore. Eftirlýstur gunnar stefán möller Wathne er eftirlýstur af fíkniefnalögreglunni í bandaríkjunum. Moskva talið er að gunnar sé nú búsettur í moskvu. laura W. Bush forsetafrú bandaríkjanna er heiðurs- forseti sinfóníuhljómsveitar, en gunnar stefán er skráður í sérstaka ráðgjafarnefnd hljómsveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.