Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 15
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 15 Aðalflutningar Öryggi alla leið OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 17.00 Föst. til kl. 16.00 Skútuvogi 8 S. 581 3030 Fax: 471 2564 adaleg@simnet.is Nú geta enn fleiri nýtt sér frábæra þjónustu Aðalflutninga Skútuvogi 8 S. 581 3030 Fax: 471 2564 adaleg@simnet.is www.adalflutningar.is Eftirlýstur fyrir mörg hundruð milljóna pEningaþvætti fyrir utan miðju málsins, eiginlega á jaðri þess,“ sagði hann. Búsettur í Rússlandi Samkvæmt skýrslu bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, kem- ur fram að Gunnar Stefán hafi ver- ið búsettur í Moskvu síðast svo vitað sé, en þeir sem þekkja til hans á Ís- landi segja hann hafa dvalið í Rúss- landi mörg síðustu ár. Ekki er vitað hvort hann fluttist til Rússlands eft- ir að spjótin beindust að honum í tengslum við peningaþvættið eða hvort hann hafi verið búsettur þar áður. Í Moskvu haslaði hann sér völl í viðskiptum. Samkvæmt heim- ildum stofnaði hann fjárfestingar- sjóð þar í landi en dró sig úr þeirri starfsemi seinna. Ekki er vitað með vissu við hvað Gunnar Stefán fæst nú um stundir, en í Moskvu er ræst- ingafyrirtækið Phoenicia Cleaning Services starfandi. Á vefsíðu sem gefur upplýsingar um fyrirtæki sem hafa bandarísk og rússnesk tengsl er Stefan Wathne skráður sem fram- kvæmdastjóri þess. Þá hefur hann rekið tungumálaskóla í Moskvu þar sem kennd er enska. Verðlaunum heitið Í skýrslu DEA er varað við því að óbreyttir borgarar reyni að hand- sama Gunnar Stefán, heldur er þeim sem hafa upplýsingar um hann bent á að hringja í sérstakt símanúmer hjá alríkislögreglunni í Bandaríkjunum. Ótilgreindum verðlaunum er heitið fyrir upplýs- ingar sem leiða til handtöku hans. Í skýrslunni kemur fram að hann sé stutthærður, skegglaus og snyrti- lega klæddur. Alþjóðadeild ríkis- lögreglustjóra staðfesti við DV í vik- unni að maðurinn væri jafnframt eftirlýstur á innri vef alþjóðalög- reglunnar Interpol, sem sérstaklega er ætlaður lögreglumönnum. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa þó ekki beitt sér í rannsókn máls- ins, því hvorki Interpol né DEA hafa óskað eftir aðstoð íslenskrar lög- reglu. Gunnar á ættir sínar að rekja til Íslands og á frændfólk hér á landi. Lögreglan rannsakar ekki mál á borð við þetta nema þess sé sérstaklega óskað. Alþjóðadeildin þekkir málið hins vegar vel. Gunnar Stefán hef- ur heimsótt Ísland síðustu ár. Sjón- arvottur sem starfar á bar í Reykja- vík taldi sig hafa séð Gunnar Stefán í borginni nýlega en ekki hefur feng- ist staðfest að Gunnar hafi verið þar á ferð. Harvard gunnar gekk í Harvard-háskóla, en hætti námi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.