Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 15
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 15 Aðalflutningar Öryggi alla leið OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 17.00 Föst. til kl. 16.00 Skútuvogi 8 S. 581 3030 Fax: 471 2564 adaleg@simnet.is Nú geta enn fleiri nýtt sér frábæra þjónustu Aðalflutninga Skútuvogi 8 S. 581 3030 Fax: 471 2564 adaleg@simnet.is www.adalflutningar.is Eftirlýstur fyrir mörg hundruð milljóna pEningaþvætti fyrir utan miðju málsins, eiginlega á jaðri þess,“ sagði hann. Búsettur í Rússlandi Samkvæmt skýrslu bandarísku fíkniefnalögreglunnar, DEA, kem- ur fram að Gunnar Stefán hafi ver- ið búsettur í Moskvu síðast svo vitað sé, en þeir sem þekkja til hans á Ís- landi segja hann hafa dvalið í Rúss- landi mörg síðustu ár. Ekki er vitað hvort hann fluttist til Rússlands eft- ir að spjótin beindust að honum í tengslum við peningaþvættið eða hvort hann hafi verið búsettur þar áður. Í Moskvu haslaði hann sér völl í viðskiptum. Samkvæmt heim- ildum stofnaði hann fjárfestingar- sjóð þar í landi en dró sig úr þeirri starfsemi seinna. Ekki er vitað með vissu við hvað Gunnar Stefán fæst nú um stundir, en í Moskvu er ræst- ingafyrirtækið Phoenicia Cleaning Services starfandi. Á vefsíðu sem gefur upplýsingar um fyrirtæki sem hafa bandarísk og rússnesk tengsl er Stefan Wathne skráður sem fram- kvæmdastjóri þess. Þá hefur hann rekið tungumálaskóla í Moskvu þar sem kennd er enska. Verðlaunum heitið Í skýrslu DEA er varað við því að óbreyttir borgarar reyni að hand- sama Gunnar Stefán, heldur er þeim sem hafa upplýsingar um hann bent á að hringja í sérstakt símanúmer hjá alríkislögreglunni í Bandaríkjunum. Ótilgreindum verðlaunum er heitið fyrir upplýs- ingar sem leiða til handtöku hans. Í skýrslunni kemur fram að hann sé stutthærður, skegglaus og snyrti- lega klæddur. Alþjóðadeild ríkis- lögreglustjóra staðfesti við DV í vik- unni að maðurinn væri jafnframt eftirlýstur á innri vef alþjóðalög- reglunnar Interpol, sem sérstaklega er ætlaður lögreglumönnum. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa þó ekki beitt sér í rannsókn máls- ins, því hvorki Interpol né DEA hafa óskað eftir aðstoð íslenskrar lög- reglu. Gunnar á ættir sínar að rekja til Íslands og á frændfólk hér á landi. Lögreglan rannsakar ekki mál á borð við þetta nema þess sé sérstaklega óskað. Alþjóðadeildin þekkir málið hins vegar vel. Gunnar Stefán hef- ur heimsótt Ísland síðustu ár. Sjón- arvottur sem starfar á bar í Reykja- vík taldi sig hafa séð Gunnar Stefán í borginni nýlega en ekki hefur feng- ist staðfest að Gunnar hafi verið þar á ferð. Harvard gunnar gekk í Harvard-háskóla, en hætti námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.