Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 20
Menning föstudagur 14. september 200720 Menning DV Þjóðmál komin út Hausthefti tímaritsins Þjóð- mála er komið út. Meðal efnis er grein Guðbjargar H. Kolbeins þar sem rakin er viðskiptasaga regnboga- fyrirtækisins Dagsbrún- ar, Gunn- laugur Júlíusson fjallar um þær hörm- ungar sem Maó formaður kallaði yfir Kínaveldi á nær 40 ára valdaferli sínum, Björn Jón Bragason segir frá samstarfi stjórnvalda og hjálp- arsveitar skáta um loftvarn- ir í Reykjavík á árum heims- styrjaldarinnar síðari og Birgir Tjörvi Pétursson fjallar um eignarrétt á náttúruauðlindum. Þýðingar Málþing um þýðingar fer fram í Háskóla Íslands á morgun: Urðu heimsbókmenntirnar til á Íslandi? Ógn glæpasögunnar, sálarfræði þýðingarinnar og spurningin hvort heimsbókmenntirnar hafi orðið til á Íslandi er á meðal þess sem rætt verð- ur á málþingi um þýðingar í Odda í Háskóla Íslands á morgun. Þingið, sem ber yfirskriftina Hvað er fyrir handan? er hluti af Bókmenntahá- tíðinni í Reykjavík sem staðið hefur alla vikuna og markar lok hátíðarinn- ar að þessu sinni. Þingið hefst klukkan tíu og stíg- ur Jón Karl Helgason fyrstur í pontu þar sem hann flytur erindi með yf- irskriftinni Frumsamdar þýðing- ar: Hugleiðingar um íslenskar sam- tímabókmenntir og útgáfu. Sænski þýðandinn John Swedenmark ræð- ir svo um málstirðan málstað, Karl- Ludwig Wetzig um íslenskar bók- menntir og ógn glæpasögunnar, erindi Gauta Kristmannssonar nefn- ist Urðu heimsbókmenntirnar til á Íslandi? og Silje Beite Loken er síðust í röðinni fyrir hádegishlé með erind- ið Hin frjóu hjálparráð, eða: Vandinn að þefa uppi góðar orðabækur. Silvia Cosimini hefur leikinn eftir hádegir þar sem hún ræðir um þýð- ingar Laxness á ítölsku. Erindi Krist- ofs Magnusson þar á eftir heitir Hér er Þjóðverji, um Íslending, frá höf- undi til þýðanda, yfirskriftin hjá Tapio Koivukari er Ég heiti Tap- io. Ég er ljón og svo ber Victoria Cribb á borð bollaleggingar um leiðina frá íslensku til ensku. Eftir kaffi fjallar Guðbergur Bergsson um sálarfræði þýð- ingarinnar, Eric Boury veltir fyrir sér hvar megi vitja sann- leikans, Steinunn Sigurðardóttir ræðir um samvinnu höfundar og þýðanda. Kim Lembek reynir loks að svara því hvort Gunnar hafi stokkið eða fallið af hesti sínum við Markarfljót áður en ítalska skáldið Claudio Pozz- ani slær lokatóninn. Þingið stendur til kl. 16 og eru allir velkomnir. Þjóðleikhús- ráð skipað Menntamálaráðherra hef- ur skipað Þjóðleikhúsráð og gildir skipunin frá 15. sept- ember 2007 til 14. september 2011. Ráðið er þannig skipað: Ingimundur Sigfússon for- maður, skipaður án tilnefn- ingar; Halldór Guðmundsson varaformaður, skipaður án tilnefningar, Kolbrún Halldórs- dóttir, skipuð án tilnefningar, Randver Þorláksson, tilnefnd- ur af Félagi íslenskra leikara, og Ásdís Skúladóttir, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Varamenn eru Ólafur Þ. Step- hensen, Helga Vala Helgadóttir, Andri Snær Magnason, Edda Arnljótsdóttir og Brynja Bene- diktsdóttir. Vinjettur VII Út er komin bókin Vinjettur VII eftir Ármann Reynisson. Þar er meðal annars að finna fjölda Grænlandssagna sem eru upp- lifanir höfundar frá því áhuga- verða landi, þrjár portrettsögur af litríku fólki og nokkrar sögur af Pourqoui pas?-sjóslysinu við Straumfjörð á Mýrum árið 1936. Þá er skyggnst inn í ver- öldina handan raunveruleik- ans með sögum um drauma, hugskeyti og tvífara. Sögurnar eru bæði á íslensku og ensku en áður hefur komið út þýsk útgáfa á Vinjettum V, tvítyngd á þýsku og íslensku. Þeir sem vilja eignast eintak af Vinjettum VII er bent á síðuna armannr. com. Óvitar á bók Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Óvitar eftir Guðrúnu Helgadótt- ur. Leikritið samdi Guðrún Helgadóttir á áttunda áratugnum og síðan þá hafa Óvitar oftsinnis verið settir á svið um allt land. Auk leikritsins geymir bókin söngtexta sem Davíð Þór Jónsson samdi sérstaklega fyrir uppfærslu Leikfélags Akureyrar á verkinu í haust. xxxxxx xxxxxx Guðbergur Bergsson guðbergur fjallar um sálarfræði þýðingarinnar á þinginu á morgun. FORMAÐURINN SEM ELSKAÐI OFBELDI Metsöluhöfundurinn Jung Chang Jung Chang er meðal þekktustu höfunda heims en hún sendi frá sér bókina Villtir svanir í byrjun níunda áratugarins. Hún er nú stödd hér á landi vegna bókmenntahátíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.