Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 22
föstudagur 14. september 200722 Helgarblað DV Fyrir rúmum þrjátíu árum fékk lít- ið land sjálfstæði sitt. Fram að þeim tíma hafði verið bannað að flytja söngtexta á því tungumáli sem þjóð- in talaði, kreól. Landið, Gínea-Bissá, var undir nýlendustjórn Portúgals og sá sem söng ekki á portúgölsku átti á hættu að fara í fangelsi. Núna er ein vinsælasta hljómsveit þjóðar- innar að koma til Íslands. Tilgang- urinn er að hljóðrita plötu. Hljómsveitin Super Mama Djombo er þekkt víða meðal þeirra sem hafa áhuga á vestur-afrískri tónlist. Hljómsveitin á rætur sínar í Gíneu-Bissá og upphaf hennar má rekja til þess þegar nokkrir ungir drengir komu saman og sungu við skírnir, giftingar og aðrar hátíðir. „Á þeim tíma var landið í stríði gegn Portúgölum og þá mátti ein- göngu syngja á portúgölsku,“ seg- ir Geir Gunnlaugsson barnalæknir en hann er einn þeirra sem standa að baki því að sameina hljómsveit- ina að nýju og gefa út hljómdisk með henni. „Ég sá þessa hljómsveit fyrst árið 1982 þegar við konan mín, Jónína Einarsdóttir mannfræð- ingur, bjuggum í Gíneu-Bissá, þar sem ég starfaði sem læknir í þrjú ár. Við komum fyrst þangað á veg- um sænskra samtaka og kynntumst vel mannlífinu, þjóðlífinu og þeirri ágætu tónlist sem þar er.“ Keypti allar plötur sem komu út í landinu „Á þeim tíma var plötuútgáfa í landinu afar takmörkuð og ekki nein hljóðver. Ég setti mér þá það takmark að kaupa allar þær plöt- ur sem kæmu út í landinu og safn- aði þeim skipulega í mörg ár. Síðar fór umfang útgáfu vaxandi, þannig að ég gafst upp á að fylgja þessu takmarki mínu,“ segir hann bros- andi. „Super Mama Djombo kom fyrst fram undir portúgölsku nafni, en breytti því á tónleikum sem þeir léku á í höfuðborginni árið 1972. Þá var hljómsveitin fámenn, fimm manns, en rúmlega tvöfaldaðist á blómatíma hennar eftir að sjálf- stæði fékkst 1974.“ Sungið um von um bjarta framtíð Geir segir margt heillandi við tónlist Super Mama Djombo. „Það er takturinn, gleðin, um- fjöllunarefnið... Þeir syngja um líf- ið og tilveruna, baráttuna fyrir dag- legu brauði, fjalla um nýfengið frelsi undan nýlendustjórn Portúgala og syngja um vonir um bjartari fram- tíð. Hljómsveitin varð mjög mik- ilvæg á þeim tíma sem landið fékk sjálfstæði og skipar stóran sess í tónlistarsögu þess. Þeir ferðuðust með forseta landsins, kynntu sögu þjóðar sinnar og fjölbreytta tónlist hennar.“ Geir og Jónína héldu til Svíþjóð- ar árið 1985, þar sem Jónína nam mannfræði og Geir lauk doktors- námi í barnalækningum árið 1993. Þá voru þau orðin fimm – með þrjá drengi – en Vestur-Afríka togaði þau til sín. „Við héldum aftur til Gíneu-Bissá 1993, þar sem við störfuðum næstu fimm árin,“ segir hann. „Þá kynntist ég enn frekar þeim vaxandi fjölda tónlistarmanna sem var að stíga á svið, en stóra hljómsveit þjóðar- innar var enn sem fyrr Super Mama Djombo. Hljómsveitin var þó ekki mjög virk á þessum árum en minni uppsetning hennar kom þó fram við sérstök tilefni, eins og til dæm- is í kveðjuhófi dönsku samtakanna sem ég vann fyrir á þessum tíma. Lög hennar lifðu þó góðu lífi þótt hljómsveitin hefði eingöngu farið einu sinni í hljóðver til að taka upp árið 1980. Þá spiluðu þeir stanslaust í sex klukkutíma í hljóðveri í Portú- gal og enn er til óútgefið efni frá þessum tíma. Í lok tíunda áratug- arins komu þó út tveir geisladiskar undir nafni hljómsveitarinnar með þátttöku nokkurra fyrri liðsmanna hennar.“ Þráðurinn tekinn upp – í Mosfellsbænum! Breyting varð á skipan hljóm- sveitarinnar og nokkrir lögðu land undir fót. „Einn þeirra, Zé Manel, fór árið 1983 til Portúgal til að læra tón- smíðar, hélt þaðan áfram til París- ar og svo til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið síðustu sextán árin. Á þessum tíma hefur hann með- al annars samið tónlistina í fyrstu afrísku óperunni á vegum Sahel Opera Project og var hún frumflutt í Amsterdam í júní og nú í Châtel- et-leikhúsinu í París í lok október. Tveir meðlimanna fóru til Parísar og hafa verið að vinna þar. Annar þeirra er gítarleikari og hefur spilað með Angelique Kidjo sem er mjög þekkt söngkona þar en með rætur frá Benín í Vestur-Afríku. Einhverj- ir úr hljómsveitinni búa í Portúgal, en ákveðinn kjarni hennar er enn í Gíneu-Bissá.“ Það eru því liðin nokkuð mörg ár frá því hljómsveitin kom saman í upprunalegri mynd, en eins og Geir bendir á er vinsælt um þessar mund- ir að „gamlar” hljómsveitir taki upp þráðinn. „Nú er hugmyndin sú að hljóm- sveitin sameinist aftur og það hér á Íslandi og þá væntanlega í hljóð- veri Sigur Rósar í Mosfellsbæ til að taka upp ný lög,“ segir hann og útskýrir hvernig það kom til. „UNICEF á Íslandi hefur unnið að starfi með börnum í Gíneu-Bissá frá árinu 2004 með öflugum fjár- hagsstuðningi einkaaðila, meðal annars frá Baugur Group þar sem Hreinn Loftsson var stjórnarfor- maður. Við Hreinn heimsóttum landið fyrir tveimur árum og urð- um þar vitni að því góða starfi sem UNICEF er að vinna. Áhugi Hreins á að styrkja enn frekar tengsl við landið jókst og eitt leiddi af öðru. Í viðræðum okkar snemmsum- ars ræddum við möguleika á því að efla tvíhliða samband Íslands og Gíneu-Bissá og þá kom upp sú hugmynd að fá hljómsveitina Super Mama Djombo til að koma hingað til lands, hljóðrita plötu og gefa út hérlendis sem erlendis. Í því skyni stofnuðum við einka- hlutafélag ásamt Agli Þorvarðar- syni lögfræðingi sem er stjórnar- formaður en ég framkvæmdastjóri. Félagið hefur það að markmiði að styðja við og efla menningarleg og menntunarleg samskipti við lönd í Vestur-Afríku og þetta er fyrsta verkefnið okkar í þá veru. Samstarf okkar við Super Mama Djombo hefur vakið mikinn áhuga í land- inu og hitti ég meðal annars bæði utanríkis- og menningarmálaráð- herra landsins og var í sjónvarps- viðtali vegna þessa þegar ég var þar í júlí. Lengi lifir því í gömlum glæð- um. Hljómsveitin hefur sinn eigin tónlistarstíl, sem er frábrugðinn þeim sem við heyrum í nágranna- löndunum eins og Senegal, Malí og Gíneu-Conacry. Í stuttu máli flytur hljómsveitin dægurtónlist sem lað- GÓÐ TÓNLIST Á ENGIN LANDAMÆRI Barnalæknirinn Geir Gunnlaugsson stendur fyrir því að fá vestur-afrísku hljómsveitina Super Mama Djombo til Íslands í nóvember. Markmiðið er að koma hljómsveitinni saman eftir rúm- lega tuttugu ára aðskilnað og hljóðrita með henni plötu í hljóðveri Sigur Rósar. Á blómaskeiði hljómsveitarinnar, sem á rætur að rekja til Gíneu-Bissá, voru gefnar út fimm vínylplötur í byrjun átt- unda áratugarins. Geir og félagar hans vilja efla menningarsamband Íslands og Gíneu-Bissá með þessu framtaki. „Það er takturinn, gleðin, umfjöllunarefnið sem er heillandi við hljómsveit- ina. Þeir syngja um lífið og tilveruna, baráttuna fyrir daglegu brauði, fjalla um nýfengið frelsi undan nýlendustjórn Portúgala og syngja um vonir um bjartari framtíð. Hljómsveitin varð mjög mikilvæg á þeim tíma sem landið fékk sjálfstæði og skipar stóran sess í tónlistarsögu þess.“ Zé, Geir oG eGill ÓlafSSon Íslenskir tónlistarmenn munu koma að hljóðritun plötunnar sem super mama djombo mun vinna að í mosfellsbænum í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.