Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 24
H eimilisþrifin eru ekki endi- lega mesta eftir- læti fólks en það er með léttum leik hægt að gera þau að gleðistund. Hugsið ykkur bara hvað það sparar mikinn tíma og peninga að þurfa ekki að fara á líkamsræktarstöð til að grenna sig. Nóg að setja upp gulu gúmmí- hanskana, heita vatnið í fötu, góða plötu á „fóninn“ – og hókus, pókus: kílóin fjúka! Ekki kannski á einum degi eða tveimur – en allavega á einhverjum mánuðum. Hin óborganlega bók Aðlaðandi er konan ánægð, sem gefin var út árið 1945, fjallar í sérstökum kafla um hvernig hægt er að gera hús- verkin að leikfimi. Fyllumst öfund út í mittisgrannar yngismeyjar „Of mikil þykkt um maga og mitti stafar oft af því, að við höfum ekki rétta líkamsstellingu. Við hniprum okkur saman í hnút og látum rifin síga niður, en fyllumst svo öfund, er við sjáum mittisgrannar yngis- meyjar. Hvorki tíminn né barns- fæðingar orsaka þetta „mittisleysi“, sem margar kvarta yfir. Þér gætuð verið eins grönn og ung stúlka ef þér réttuð vel úr yður, teygðuð yður eins og þér hafið lengdina til. (Sko, allt letinni að kenna! Svo er verið að kenna elsku börnunum um þenn- an skort á grönnu mitti. Skammist ykkar!) Ekki hnipra yður saman Þegar þér eruð að þvo gólf, sópa, ryksuga, hengja út þvott eða eitt- hvað annað að starfa, skulið þér ekki beygja yður eða hnipra saman, heldur nota tækifærið og rétta úr yður við verkið, gerið þessi störf og önnur heimilisstörf sem til þess eru fallin, að leikfimi. Hvað sem hverj- um kann að finnast, er það gott fyr- ir vaxtarlagið. Það er góð aðferð til þess að finna, hvaða vöðvum helst þarf að teygja úr, svo að líkams- stellingin sé rétt: Stillið yður upp við þilið, þannig að hælar og bakið snerti vegginn. Setjið fæturna svo- lítið í sundur og beygið hnén ofur- lítið, uns þér náið þeirri réttu stell- ingu að hryggurinn sé beinn, laus við allan „söðul“ (sbr. söðulbak). Réttið nú handleggina upp og látið „mittis-vöðvana“ færast upp og inn en hrygg og hnakka stöðugt hvíla upp við vegginn. Finnið þér ekki, hvernig mittið eins og færist inn? (Jú hú, heldur betur. Það bara fær- ist og færist!) En takið eftir því, að ég sagði að beygja ætti hnén aðeins ofurlítið, en halda bakinu beinu. Smátt og smátt munið þér ósjálfrátt setja út brjóst- kassann (eins og hann á að vera) og draga magann inn (eins og vera ber). Þessa æfingu er auðvelt að gera oft á dag og þér munið komast að raun um að hún bætir vaxtarlagið og ger- ir yður auðveldara að bera yður vel.“ (Þetta þýðir auðvitað að nú fara allar konur að skúra vinnustaðinn nokkrum sinnum á dag. Þannig næst hámarksárangur!) Samantekt úr bókinni Aðlaðandi er konan ánægð. föstudagur 14. september 200724 Helgarblað DV Skúraðuf þér spikið Minnisblaðið nauðsynlegt drengnum finnst engu að síður að mamma hans eigi að skúra áður en hún fer í búðina og líka eftir að hún kemur heim. Straujað í grenningarskyni Við brennum ekki miklu meðan við straujum, en þó fimmtíu til sextíu kaloríum á klukkustund og það er nú betra en ekkert! Tvennt í einu: um leið og við þrífum eldhúsvegginn teygjum við á líkamanum og getum mögulega fengið minna mittismál fyrir vikið. Heima hjá þessari er allt hreint Það sést nú bara á vaxtarlaginu hvað þessi kona er myndarleg húsmóðir. Suðurlandsbraut 4. Reykjavík. - www.veidihollin.is - Sími 533 1115 - 893 7654 eða frá þér í ár? Viltu spara 25% af verði eins besta útivistar og veiðifatnaðar sem völ eru á fyrir unglinga, konur og karla, kynntu þér þá pöntunarþjónustu okkar. www.veidihollin.is. sem og allt annað færðu hjá okkur í skot og stangveiði. Allt það besta frá Veiðilandi færðu hjá okkur. Verðum með notaðar byssur í endursölu, skráðu byssuna hjá okkur . Hversu gott getur lífið orðið? Er það ekki hámarkshamingja að uppgötva að með því að þrífa heimilið og vinnustaðinn nokkrum sinnum á dag hrynja kílóin af okkur? Þessa visku sækjum við í sextíu ára gamla bók en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þótt hér sé eingöngu rætt um mittismál kvenna, vekjum við sérstaka athygli á að fátt er flottara en sjá karlmann með ryksugu eða að skúra...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.