Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Qupperneq 38
föstudagur 14. september 200738 Helgarblað DV
FRAMTÍÐIN
HVAÐ BER
Í SKAUTI SÉR?
Sigríður Klingenberg, spámiðill
Við þorum, getum og
viljum
„Tóma hamingju ef við viljum. En
til þess þurfum við að hugsa aðeins
lengra, huga að framtíðinni. Það er
mikilvægt að hver rækti sinn eigin garð
því þá verður heimurinn miklu frjórri.
Maðurinn er farinn að sá fleiri og fal-
legri fræjum og þar af leiðandi er upp-
skeran mun betri. Ég hef tekið eftir því
að fólk er mun jákvæðara nú en það var
fyrir nokkrum árum. En auðvitað tek-
ur tíma að stoppa allt þetta stríðsbrölt
og ýmsan vitleysisgang sem tíðkast
víða. En framtíðin er sérstaklega björt
fyrir Ísland. Hagvöxtur mun aukast og
við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af
hrakfaraspám sem berast okkur utan úr
heimi. Ísland vex hratt. Við erum bjart-
sýnasta fólk í heimi. Við þorum, getum
og viljum og meðan við trúum því að
við getum allt fær ekkert okkur stöðvað.
Halelúja, Amen!“
Örn Árnason, leikari
Þarf að grafa upp
vetrarúlpuna
„Spaugstofan er að byrja aft-
ur eftir smá frí svo það er allavega
Spaugstofan um helgina. En svo
þarf ég þarf að fara að grafa upp
vetrarúlpuna því ég faldi hana ein-
hvers staðar í vor. Núna er hins vegar
að byrja að verða svo kalt að ég þarf
að fara að hafa uppi á þessari þykku
fínu vetrarúlpu minni. Takk fyrir að
minna mig á það,“ segir leikarinn Örn
Árnason um það hvað framtíðin hans
beri í skauti sér.
Samúel Örn Erlingsson, bæjarfulltrúi
Batnandi mannskepna og
hestar í himnaríki
„Ég sé framtíðina í rósrauðum bjarma, með batnandi
mannlífi og batnandi mannskepnu,“ segir Samúel Örn
Erlingsson, bæjarfulltrúi og íþróttafréttamaður, aðspurð-
ur hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég er með sól í hjarta
og hlakka til framtíðarinnar. Ég sé bara það jákvæða og ís-
lenska hestinn í hæstu hæðum, líka í himnaríki,“ segir Sam-
úel Örn og hlær dátt.
Heimir Karlsson, dagskrárgerðarmaður
Í bítið á Bylgjunni
Bíður eftir tímavél
„Það er alveg á hreinu að væri til tímavél
í dag og mér byðist að fara aftur til fortíðar
eða til framtíðar, myndi ég án efa fara inn í
framtíðina, svona eins og 500 ár! Það þarf
ekki að vera svo fjarlægur draumur að ferðast
fram og aftur í tíma. Vísindunum hefur fleygt
fram með ótrúlegum hraða á undanförnum
árum og nú er svo komið að vísindamenn
telja vísindalegar forsendur fyrir því að smíða
tímavél, en það sem standi í vegi
fyrir því sé verkfræðiþekkingin,
hún sé ekki komin nógu langt
enn! Getur verið að handan
við hornið verði tímavélin
raunveruleg? Höfum við
þegar fengið heimsókn
úr framtíðinni? Ber
framtíðin fortíðina í
skauti sér? Heillandi
viðfangsefni sem
fremstu vísindamenn
heims eru
raunverulega að
rannsaka og gera
tilraunir með.“
Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarkona
Nýting mannsheilans
„Aukin nýtni á mannsheilanum í framtíðinni mun leiða til
að við losnum úr viðjum þyngdaraflsins. Það gefur okkur þar
með talsvert svigrúm til að leysa úr stórum vandamálum, líkt og
hlýnun jarðar, misrétti kynjanna og launamisrétti.“
Bryndís Torfadóttir, framkvæmda-
stjóri SAS
Áhyggjur af hlýnun
jarðar
„Ég hef lifað svo miklar breytingar að
mér finnst stundum að lífinu verði vart
lifað hraðar en í dag, en ég skynja samt feril
enn meiri breytinga og að menntun fólks
verði enn aðgengilegri og meiri fyrir hvern
einstakling. Mestar áhyggjur hef ég samt
af hlýnun jarðar og verndun ósonlagsins
Kröfur mannfólksins aukast hraðar og
hraðar um betri og enn betri lífsskilyrði og
hér er ég hrædd um að í framtíðinni munum
við lifa innihaldslausara lífi hvert með öðru
þar sem við höfum hreinlega ekki tíma til að
rækta nein sambönd né fjölskyldulíf.“