Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 15. september 1967 Kanasjónvarp kveðið niður ,,Í dag 15. september á að takmarka sjónvarp varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, samkvæmt yfirlýsingu Stones, aðmíráls, yfirmanns varnarliðsins, hafi tæknilegum undirbúningi verið lokið.‘‘ Þannig hljóðar fyrri hluti stuttrar, eins dálks fréttar, á annarri síðu Morgun- blaðsins, haustið 1967. Með þessum ráðstöfunum gátu íbúar höfuðborg- arsvæðisins ekki lengur horft á Kana- sjónvarpið þótt Suðurnesjamenn gætu það. Þessi stutta og yfirlætislausa frétt greinir frá lyktum eins heitasta deilu- máls þjóðarinnar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar: Deilunnar um Kanasjónvarpið. Bonanza og Ed Sullivan Bandaríska varnarliðið fékk leyfi til að reka litla sjónvarpsstöð á varn- arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli árið 1955. Árið 1961 var gefið leyfi fyrir stærri stöð og öflugri útsendingum. Í kjölfarið fór að bera á undarlegum loftnetum á skorsteinum einstaka húsa á höfuðborgarsvæðinu og sí- fellt fleiri íbúar þess urðu viðræðu- hæfir um bandaríska sjónvarpsþætti á borð við Bonanza, Gunsmoke, The Untouchables, Ed Sullivan Show og Felix the Cat. Höfuðborgarsvæðið var að sjónvarpsvæðast án þess að nokkuð bólaði á íslensku sjónvarpi. Íslenskt sjónvarp kom ekki til sög- unnar fyrr en haustið 1966 og því hef- ur oft verið haldið fram með sterkum rökum að Kanasjónvarpið hafi ýtt úr vör íslensku sjónvarpi sem ella hefði ekki séð dagsins ljós fyrr en mörgum árum síðar. Á örfáum árum urðu nokkrar loft- netshríslur á stangli að loftnetafrum- skógi á húsþökum borgarinnar. Það voru jafnvel komin loftnet á bragg- ana. Á meðan fitnuðu sjónvarps- kaupmenn glottandi á fjósbitanum. Mikið vill meira Síaukin útbreiðsla Kanasjón- varpsins 1961–1966 átti meðal ann- ars rætur að rekja í frjálslyndis- stefnu Viðreisnarstjórnarinnar. Hún hafði hafnað innflutningshöftum og reyndi að nútímavæða hagstjórn- ina. Hefðu höftin enn þótt sjálfsagt stjórntæki, hefðu stjórnvöld getað bannað innflutning á sjónvarpstækj- um. En nú kom slíkt ekki til álita svo sauðsvartur almúginn fór sínu fram án þess að huga að „menningarlegu sjálfstæði“ þjóðarinnar. Stórbætt lífs- kjör ýttu einnig undir þessa þróun og utanlandsferðir voru ekki lengur for- réttindi námsmanna og stjórnmála- manna. Í útlöndum uppgötvuðu sí- fellt fleiri Íslendingar sjónvarp, bjór, majones, rýmri verslunartíma og svokallaða vínmenningu. Þjóðin var í síauknum mæli að bera aðstæð- ur sínar saman við aðstæður í ná- grannalöndunum. Við máttum orðið kaupa ávexti, útlent kex og sælgæti, svo hvers vegna ekki að horfa á sjón- varp? Og skipti þá máli hvaðan gott kom? Fjölnismenn 20. aldar Árið 1964 áttuðu íslenskir menn- ingarvitar sig á þessari hljóðlátu en vafasömu menningarbyltingu og hófu gagnbyltingu sem heppnaðist fullkomlega. Þar fóru fremstir Þór- hallur Vilmundarson prófessor sem skrifaði bæklinginn Íslensk menn- ingarhelgi; Sigurður A. Magnússon, þá blaðamaður við Morgunblaðið, sem skrifaði bæklinginn Sjónvarps- málið, og Sigurður Líndal, lagapróf- essor og sagnfræðingur, sem hélt hápólitíska barátturæðu á fullveldis- hátíð stúdenta 1. desember sem hét Varðveisla þjóðernis. Fjórði Fjölnis- maður 20. aldar var Hannes Péturs- son skáld, en Ragnar í Smára fjár- magnaði þjóðfrelsisbaráttuna og lagði á ráðin – og þar munaði um minna. Gagnbylting menningarvita Næsta skref fjórmenninganna fólst í áskorun til Alþingis um að sjónvarpsútsendingar varnarliðs- ins yrðu einungis bundnar við her- stöðina. Þeir fengu 60 helstu skáld, kirkjumenn og forstöðumenn opin- berra mennta- og menningarstofn- ana til að skrifa undir áskorunina og afhentu hana svo forseta sameinaðs þings þann 13. mars 1964. Áskorunin sem birtist í dagblöðum daginn eftir kallaði á mikið fjölmiðlafár og fjölda blaðagreina þar sem smíðað var orð- ið „menningarviti‘‘ og mikið fjasað um kommúnista og Jónana tvo, þann óbreytta og séra Jón. Kommarnir útilokaðir „Afstaða okkar fjögurra kom skýrt fram í áskoruninni til Alþingis,“ seg- ir Sigurður Líndal þegar hann rifjar þetta upp: „Að það væri „...vansæm- andi fyrir Íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð að heimila einni er- lendri þjóð að reka hér á landi sjón- varpsstöð er nái til meiri hluta lands- manna.“ Þess er skemmst að minnast að íslensk ríkisstjórn taldi bráðnauð- synlegt að setja fjölmiðlalög til að koma í veg fyrir einokunaraðstöðu einstakra, íslenskra auðmanna á fjölmiðlamarkaði. Hvað hefði sú rík- isstjórn sagt um aðstæðurnar 1964 þegar eitt erlent stórveldi einok- aði sjónvarpsútsendingar hér með sjónvarpsdagskrá fyrir erlenda her- menn?‘‘ Það er athyglisvert, Sigurður, að flestir ykkar sem fóruð fyrir þess- ari baráttu voruð lýðræðissinnar og jafnvel hægrimenn – og það virðist ekki vera einn kommúnisti í hópi sextíumenninganna. „Já, það er rétt. Kommarnir voru í banni. Við vildum ekki flækja mál- ið með því að fá einhvern komma- stimpil á baráttu sem snérist um ís- lenskt þjóðerni og menningu.‘‘ Hvers vegna sextíu einstaklingar? „Vegna þess að alþingismenn voru þá sextíu talsins. Við vildum benda Alþingi á afstöðu þeirra sextíu Íslendinga sem öðrum fremur fóru fyrir og stóðu því vörð um íslenska menningu.“ Hver urðu viðbrögð stjórnvalda? „Meirihluti Alþingis var okkur sammála. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra samsinnti okkur og taldi þetta vandræðaástand sem enginn hefði séð fyrir né óskað eft- ir. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra kallaði okkur Hannes á sinn fund og var hvefsinn í fyrstu. En við stóðum fastir fyrir og ég held hann hafði virt það við okkur, enda mild- aðist hann og sagði í lokin: „Jæja, vinir mínir! En þið fóruð nú samt skakkt í þetta mál. Það hefði þurft að leiða það til lykta innan flokksins en ekki í fjölmiðlum.‘‘‘‘ En varðst þú ekki óvinur Banda- ríkjanna númer eitt eftir þessa rimmu? „Nei, öðru nær. Við funduðum með sendiherra Bandaríkjanna sem var hinn elskulegasti enda hafði ég á tilfinningunni að hann skildi okk- ar málflutning fyllilega og teldi þetta mjög eðlileg viðbrögð. Kostulegasta uppákoman fólst hins vegar í því að mér var boðið í einkahádegisverð með sovéska sendiherranum sem misskildi málið og lék við hvurn sinn fingur. En það var hans misskilning- ur.‘‘ Deilan um Kanasjónvarpið hélt áfram. Sex hundruð háskólastúd- entar skrifuðu undir stuðningsyfir- lýsingu með sextíumenningunum. Stofnað var Félag sjónvarpsáhuga- manna sem barðist gegn takmörk- un Kanasjónvarpsins og nokkur hundruð manns skrifuðu undir slíka áskorun. Meðal helstu málsvara Kanasjónvarpsins voru þeir Ásgeir Pétursson sýslumaður og Guðlaug- ur Gíslason, þingmaður úr Vest- mannaeyjum, enda stóðu Eyja- menn með Kanasjónvarpinu sem einn maður. Í forsætisráðherratíð Geirs Hall- grímssonar 1974–1978 hleypti Hreggviður Jónsson af stað undir- skriftasöfnun undir yfirskriftinni Frjáls menning. Þar var farið fram á að opna aftur fyrir Kanasjónvarpið og opna fyrir litaútsendingar ríkis- sjónvarpsins sem hafði verið í svart/ hvítu vegna þess að ekki var hægt að endursenda litaútsendingar um allt land. Á milli sautján og átján þús- und manns skrifuðu undir áskor- un Frjálsrar menningar. Það varð til þess að litasjónvarp sá dagsins ljós nokkrum árum síðar. En Kanasjón- varpið kom ekki aftur. Það hafði ver- ið kveðið niður í eitt skipti fyrir öll – eins og skottur og mórar fyrri tíma. Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is. föstudaGur 14. september 200740 Íþróttafréttir í Kanasjónvarpinu frá myndveri fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar hér á landi. auðvitað voru það furðulegar aðstæður að eina sjónvarpið á Íslandi væri bandarískt herstöðvarsjónvarp. en Kanasjónvarpið ýtti líklega íslensku sjónvarpi úr vör og kenndi þúsundum Íslendinga ensku. Frelsisbarátta eða frelsis- skerðing? Á örfáum árum urðu nokkrar loftnets- hríslur á stangli að loft- netafrumskógi á húsþök- um borgarinnar. Það voru jafnvel komin loftnet á braggana. Á meðan fitn- uðu sjónvarpskaupmenn glottandi á fjósbitanum. Ed Sullivan ein skærasta sjónvarps- stjarna bandaríkjanna á tímum Kanasjónvarpsins. Sigurður Líndal er einn löglærðasti og sögufróðasti maður hér á landi auk þess sem tómas sæmundsson fjölnismaður var langalangafi hans. sigurður og félagar skáru upp herör gegn áhrifum eds sullivan og bonanza hér á landi á árunum 1964–1967 – og höfðu betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.