Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 46
föstudagur 14. september 200746 Helgarblað DV Rabarbara- og engifersulta Hráefni: 1 kg rabarbari, skorinn í bita. 1 kg sykur safi úr 2 sítrónum 25 g engiferrót, skorin í bita 100 g sykraður engifer, smátt skorinn Aðferð: setjið rabarbara og sykur lagskipt í stóra skál og dreypið sítrónusafa yfir hvert lag. setjið plastfilmu yfir og geymið yfir nótt svo sykurinn dragi safann úr rabarbaranum. setjið rabarbara- og sykurblönduna í pott, bindið engiferinn inn í klút og setjið út í. Látið suðuna koma upp og veiðið froðuna ofan af og látið því næst sjóða vel í 15 mínútur. fjarlægið engiferinn og bætið sykruðu engiferrótinni út í og sjóðið í fimm mínútur til viðbótar. Hellið í sótthreinsaðar krukkur og lokið. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Heitt chilli-súkkulaðiÞetta er dásamlegur drykkur á haustkvöldum:1 lítri mjólk, tvö rauð chilli, 200 g dökkt súkkulaði og 200 ml rjómi.skerið chilliið í tvennt eftir endilöngu og takið fræin úr. setjið mjólk og chilli í pott og látið suðuna koma upp. slökkvið undir og látið standa í 10 mínútur. bætið súkkulaði og rjóma út í og hitið mjólkina aftur þar til súkkulaðið er bráðnað. fjarlægið chilliið áður en borið er fram. Epla- og berjabaka Hráefni: fylling: 500 g ber að eigin vali 1 kg epli 4 msk. sykur safi úr ½ sítrónu Stráð ofan á: 100 g heilhveiti 150 g haframjöl 100 g smjör 75 g púðursykur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Þvoið berin og afhýðið eplin, takið kjarnann úr og skerið í bita. setjið eplin í stórt, eldfast form og hellið sítrónusafa yfir. bakið í 15–20 mínútur. Á meðan eplin bakast blandið hráefninu, sem fara á ofan á berin og eplin, saman í skál. blandið berjum og sykri varlega saman við bökuð eplin. setjið heilhveiti- og hafrablönduna yfir epla- og berjablönd- una og bakið í 45 mínútur. berið fram með sýrðum rjóma, þeyttum rjóma eða ferskri jógúrt. Quinoa kús-kús Hráefni: 500 g quinoa (fæst í heilsubúðum) 1 þroskað papæja handfylli af ferskum myntulaufum 2 rauð chilli 1 lime 4 msk. extra virgin ólívuolía Aðferð: setjið quinoa-fræin í stóran pott með 1 lítra af sjóðandi vatni og sjóðið í 10 mínútur. takið af hitanum og látið fræin drekka í sig vatnið. Hrærið í með gaffli. afhýðið papæja-ávöxtinn og takið fræin út og skerið í 1 sm bita. saxið myntu og takið fræin út chilliunum. blandið saman við quinoa-fræin en geymið smá af chilliinu til skrauts. blandið lime-safa og ólívuolíu í litla skál og hellið yfir quinoa- blönduna. skreytið með chilli og myntulaufum og berið fram. SkötuSelur og SkötuSelSkinnAr með vAtnASpínAti og SojAgreip- SóSu l 400 g skötuselur (án beins) l 400 g skötuselskinnar l 4 blöð af vorrúlludeigi l 2 msk. flugfiskahrogn l olía til djúpsteikingar l salt og pipar Aðferð: Snyrtið skötuselinn og kinnarnar. Vefjið skötuselinn inn í vorrúlludeigið og skerið í bita. Hitið olíu í potti upp í 180°C. Djúpsteik- ið fiskinn. Þerrið skötuselskinnarn- ar. Steikið á pönnu. Veltið upp úr hrognunum. Kryddið með salti og pipar. Sojagreipsósa: l 2 stk rautt grape l 2 msk sojasósa l 50 g smjör Aðferð: Skerið greipávöxtinn í tvennt og kreystið safann úr honum. Setjið í pott og sjóðið niður um helm- ing. Bætið sojasósunni út í. Bræðið smjörið í potti og bætið út í. Á myndinni nota ég vatnaspínat sem er steikt á pönnu, kaki-ávöxt og íslenska steinselju sem meðlæti. Njótið! Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran lærði á veitingastaðn- um Apótekinu en fór svo að starfa sem yfirkokkur á Sjávarkjallaranum. Fyrir rúmri viku opnaði hún sinn eigin veitingastað sem ber heitið Fiskimarkaðurinn þar sem hún starfar einnig sem yfirkokkur. Að sögn Hrefnu hefur staðurinn fengið gríðarlega góðar viðtökur en þar er boðið upp á Robata japanskt grill og Raw bar. Á Fiskimarkaðn- um er opið eldhús þar sem er borð sem gestir geta setið og snætt við meðan þeir fylgjast með kokkunum elda. Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran yfirmatreiðslumaður á Fiskimarkaðnum Meistarinn GÓMSÆTUR skötuselur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.