Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 47
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 47 „Það finnst öllum Dajm-ístert- an góð, líka dóttur minni sem borð- ar ekki möndlur eða hnetur. Svo er ég búin að þýða hana yfir á dönsku og ensku,“ segir Emma Guðnadóttir, matgæðingur vikunnar, sem býður lesendum upp á tvo dýrindis eftir- rétti. Aðspurð um þýðingarvinnuna, hvort ístertuuppskriftin hafi hrein- lega farið sigurför um heiminn, svarar Emma af mikilli hógværð: „Ég þýddi uppskriftina nú bara fyrir danska vinkonu mína. Núna í sumar þýddi ég hana svo á ensku og breytti málum fyrir fjölskyldumeðlim sem býr í Bandaríkjunum en talar ekki ís- lensku.“ Sjálf fékk Emma uppskrift- ina frá Maríönnu mágkonu sinni. Jólaísinn, sem Emma ber líka á borð fyrir landsmenn, á sína sögu sömuleiðis. „Ég heyrði uppskriftina í útvarpinu þegar ég var stödd í bíln- um með manninum mínum. Mér leist svo vel á hana af því að það er Bailey‘s í henni. Ég hripaði hana því niður á blaðsnifsi sem ég fann í hanskahólfinu,“ útskýrir Emma en segir enga hættu hafa verið á ferð þrátt fyrir að vera stödd í bíl á fullri ferð að skrifa því maðurinn hennar hafi verið við stýrið. „Þetta var þeg- ar ég var nýbyrjuð að búa, svona ´88 eða ´89. Ég hef gert ísinn um hver jól síðan og stundum um páska. Ístertan er hins vegar mjög mikið notuð þeg- ar eitthvað stendur til – afmæli, grill- veisla, matarboð – enda er hún fljót- leg og hægt að gera nokkrum dögum áður. Á sumrin ber ég oft ferska ávexti með; jarðarber, bláber, ananas eða það sem fæst í það og það skipt- ið, þannig er eins og alltaf sé um nýj- an og öðruvísi rétt að ræða.“ Bailey’s ís með Toblerone (Jólaísinn) 1 egg 5–6 eggjarauður 1 bolli ljós púðursykur Þeytið þetta mjög vel saman í létta og ljósa hræru. ½ dl bailey’s líkjör ½ l þeyttur rjómi 100 g toblerone, brytjað Þessu er blandað rólega með sleif út í eggjahræruna. Sett í form og fryst. Dajm-ísterta (frá Maríönnu mágkonu minni) 3 eggjahvítur 2 dl sykur 50 g möndlur (hakkaðar eða flögur) Eggjahvítur þeyttar með 1 dl af sykri. Þegar þær eru orðnar stífþeytt- ar er afganginum af sykrinum og möndlunum blandað varlega saman við. Deiginu hellt í nokkuð stórt gler- mót sem má fara í ofn og bakað við 130 °C í 1 til 1 ½ klukkustund. 2 dajm-súkkulaði brytjuð smátt 4 dl rjómi, stífþeyttur 3 eggjarauður og 1 dl sykur þeytt vel saman. Rjómanum blandað varlega sam- an við eggjahræruna og súkkulaðinu bætt smátt og smátt út í. Hrærunni hellt yfir botninn og sett í frysti. Muna að taka úr frysti ca. ½ klst. áður en borið er á borð. og örlagaríkur bíltúr „Ég skora á vinnufélaga minn hjá Prentmeti Suður- lands, Steingerði Kötlu Harðar- dóttur, að vera næsti matgæð- ingur. Hún lumar á mörgum góðum uppskriftum, meðal annars mjög góðum „sauma- klúbbsréttum“.“ Cabernet Sauv­­­ig­non frá Ástralíu Víniðnaðurinn í Ástralíu er gríðarlega mikilvægur fyrir efnahag landsins. fjölmargir vinna við greinina, fram-leiðslan er mikil sem og útflutningur og víntengd ferða- mennska. Ástralía er fjórða mesta vínútflutningsland veraldar. Þjóðin flytur út fjórar millj- ónir lítra af víni og heima- neyslan er litlu meiri. Vínviður var fyrst fluttur til Ástral-íu 1788 en það var James bus-by sem flutti flestar þekktustu vínþrúg- ur gamla heimsins til Ástral- íu 1832. upphaflega gekk vínbændum illa að yrkja jörð- ina fyrir gæðavín vegna óvenjulegra aðstæðna í Ástralíu. Innflytjendastraumur hjálpaði þó mikið og undir lok 19. aldar unnu ástralskir víngerðarmenn til fjölda verðlauna. sjúkdómar í vínviðnum lögðu þann árangur í rúst og fram á áttunda áratug síðustu aldar voru fyrst og fremst fram- leidd lítilfjörleg vín, yfirleitt sæt vín eða styrkt. frá þeim tíma hefur orðið alger sprenging í vínframleiðslu. Útflutn- ingur til bandaríkjanna var til dæm- is hálf milljón kassa árið 1990 en nam 20 milljónum kassa árið 2004. fjörutíuföldun á einum og hálfum áratug! aldamótaár- ið 2000 fluttu bretar í fyrsta skipti meira inn af víni frá Ástralíu en nágrönnum sínum í frakklandi. algengustu þrúgurnar í Ástralíu eru shiraz, Ca-bernet sau- vignon, Chardonnay, sau- vignon blanc, sémillon og riesling. engar þrúgur eru upprunnar í Ástralíu en samtals eru 130 mismunandi þrúgur ræktaðar í landinu. Á síðustu árum hefur veruleg aukning orðið í ræktun á þrúgum eins og petit Verdot, pinot grigio, sangiovese, tempranillo og Viognier. PálMi Jónasson vínsérfræðingur DV Wolf Blass Presidents Selection Cabernet Sauvignon 2004 Wolf blass fæddist í austur-Þýskalandi 1934. Hann vann við víngerð í evrópu í 13 ár, áður en hann flutti til barossa í Ástralíu 1961 með 100 pund í vasanum. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1973 sem hefur rakað til sín viðurkenningum. síðar rann fyrirtækið inn í mildara- blass og síðar alþjóðlega vínrisann beringer blass. Wolf blass er titlaður sendiherra víngerðar sinnar og sinnir kynningarmálum um heim allan. presidents selection er plómurautt með plómuangan, dökku súkkulaði, pipar, mintu og sólberjasaft. sólber, súkkulaði, plómur og kryddjurtir í munni. Kröftugt, lyktarmikið og olíukennt vín sem ræður við flestan mat. Klár 4 glös. 2.090 krónur. Peter Lehmann Barossa 2003 peter Lehmann er einn þekktasti og virtasti víngerðarmaður Ástralíu. Hann er af þýskum ættum en hefur starfað í barossa dalnum í suður- Ástralíu um langt skeið, stundum kallaður baróninn frá barossa. Listamenn eru fengnir til að skreyta flöskumiðann og hér er það michelle Wheadon. frá 2003 hefur peter Lehmann Wines verið hluti af Hess group, sem á einnig the Hess Collection Winery í Napa-dalnum í Kaliforníu, glen Carlou í suður-afríku og bodega Colomé í argentínu. Þetta vín er látið liggja 12 mánuði í eikartunnum. dökkt súkkulaði, sætar plómur, svört ber og minta eru áberandi í nefi. súkkulaði, svört ber og mikil eikarvanilla í eftir- bragði. súkkulaðikaramella sem krækir í fjórða glasið. 1.660 krónur. Lindemans Reserve Limestone Coast Cabernet Sauvignon 2004 breski læknirinn Henry Lindeman kynntist vínrækt í læknisferðum sínum um evrópu á fjórða áratug 19. aldar. Hann var heillaður af lækningamætti vínsins og flutti til Ástralíu skömmu eftir að hann giftist elizu bramhall 1840. Þar hóf hann vínrækt og var fyrirtækið lengst af í eigu fjölskyldunnar en er nú hlutafélag. Vínið er með skrúftappa. sultaðir ávextir, minta og bifvélaverkstæði í nefi en sæt sólber, eikarvanilla, lakkrís og mold og stamt tannín í munni. tilþrifalítið í upphafi en opnaði sig ágætlega. 1.530 krónur. Fjöltyngiuppskrift Emma Guðnadóttir Matgæðingurinn Meistarinn GÓMSÆTUR skötuselur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.