Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 48
föstudagur 14. september 200748 Ferðir DV
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni
Af hverju leg-steinn?
Orðið leg hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er:
staður sem eitthvað liggur á eða í. talað er um að menn
fái leg í kirkjugarði þegar þeir eru grafnir, það er stað þar
sem þeir eru lagðir til hvílu. Við þann stað er oft legsteinn,
minningarsteinn þar sem á er grafið nafn, fæðingardagur
og ár, dánardagur og ár og stundum eitthvað fleira. tekið
af Vísindavefnum.
Útvarpsmaðurinn Sigurður G. Tómasson hefur ferðast víða um land. Fyrir rúmum
ellefu árum fór hann ásamt tveimur góðum vinum sínum í einstaka göngu um
hrikalegt fjalllendi Tröllaskaga. Hér segir hann frá þeirri ferð:
Snemma sumars árið 1996 keyrði
Sigurður ásamt meinafræðingunum
Valgarði Egilssyni og Sverri Harð-
arsyni norður í land til Ólafsfjarðar.
Þaðan gengu þeir upp á Hvanndala-
bjargkvist og síðan yfir í Hvanndali.
Sigurður segir gönguleiðina ákaf-
lega erfiða. „Þetta er mikið príl og
alveg hrikalegur vegur að fara, enda
er Hvanndalabjarg líklega eitt hæsta
sjávarbjarg á landinu. Gatan liggur á
litlum skriðufláa ofan við bjargbrún-
ina og svo niður þröng skörð yfir í
Hvanndali, sem eru eyðibyggð við
utanverðan Eyjafjörð.“ Byggðin fór í
eyði rétt fyrir aldamótin 1900. „Séra
Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði
seldi jörðina undan prestsetrinu
á Siglufirði með því skilyrði að þar
yrði ekki hafinn búskapur að nýju.
Svo afskekkt var sveitin að erfitt var
að þjónusta fólkið sem þarna bjó.
Hvanndalir eru nefnilega þannig
í sveit settir að þar er einungis fært
örfáa daga á ári. Gömul saga seg-
ir að eitt sinn hafi kýr verið leidd til
þarfanauts, þá leið sem við fórum,
en við áttum bágt með að trúa því.
Það er óhugsandi því þetta land er
það hrikalegasta fjalllendi sem ég
hef farið um.“
Ódáinsakur heimsóttur
„Á göngunni áðum við í Hvann-
dölum þar sem við fórum meðal
annars á Ódáinsakur, þar sem menn
geta ekki dáið. Að svo búnu fórum
við yfir Víkurbyrðu til Héðinsfjarð-
ar og gengum þaðan um Rauð-
skörð til Ólafsfjarðar aftur. Þetta var
sömu helgi og Ólafur Ragnar Gríms-
son var kosinn forseti. Við náðum
því ekki að kjósa en ég held að það
hafi ekki skipt máli. Á leiðinni upp í
Rauðskörð urðum við að spora upp
langa og harða fönn. Þetta var erf-
iðasti hjalli leiðarinnar því þarna
hafði enginn farið um vorið,“ segir
Sigurður sem viðurkennir að leiðin
hafi ekki verið hættulaus. „Við félag-
arnir töldum kjark hver í annan og
þeir sögðu mig heppinn að hafa tvo
lækna með í för, ef illa færi. Ég gaf lít-
ið fyrir þau huggunarorð því þeir eru
báðir meinafræðingar og fást því
allajafna við látna menn,“ segir Sig-
urður og hlær.
Hrikalegur svefnstaður
Hann viðurkennir að þeir hafi
verið orðnir ansi þreyttir þegar þeir
komu upp á eggina, efst í Rauð-
skörðum. „Þegar þangað var komið
höfðum við gengið í yfir 20 klukku-
tíma. Við vorum þreyttir en mátt-
um ekki við því að leggja okkur því
þá hefðu björgunarsveitirnar ef-
laust verið ræstar út til leitar,“ seg-
ir Sigurður en upphaflega var áætl-
að að ferðin tæki um 15 tíma. „Það
reyndist vanmat, því ferðin tók mun
lengri tiíma. Þegar toppnum var náð
ákváðum við að leggja okkur uppi á
tveggja til þriggja metra breiðri sillu,
þar sem þverhnípi var niður í báð-
ar áttir. Þar dottuðum við í korter
áður en við héldum áfram. Þetta er
líklega hrikalegasti svefnstaður sem
ég hef sofið á.“ Eftir blundinn héldu
þeir áfram í átt til Ólafsfjarðar þar
sem þeir mættu fólki sem var farið
að svipast um eftir þremenningun-
um, enda höfðu þeir verið 27 tíma á
gangi. „Móttökurnar sem við fengum
í Ólafsfirði voru frábærar. Ólafsfirð-
ingar eru afbragðs fólk og við skellt-
um okkur í gufubað þegar til byggða
var komið. Langþráð gufubað.“
Ógleymanleg sýn
Þremenningarnir gengu sam-
tals upp 2.300 metra. Loftlínan var
þó ekki nema 17 eða 18 kílómetrar
að sögn Sigurðar. Hann segir þessa
ferð ógleymanlega. „Þegar við vor-
um uppi á Víkurbyrðu á leiðinni
yfir í Héðinsfjörð frá Hvanndölum
blasti við okkur ótrúleg sýn. Í norðri
var miðnætursólin í allri sinni dýrð,
enda sá tími ársins sem sólin skín
allan sólarhringinn. Í vestri blasti við
okkur fullt tungl. Þetta er sjón sem
líður mér aldrei úr minni. Þetta er
algjörlega ólýsanlegt og ég mun ekki
gleyma þessari ferð á meðan ég lifi.“
Förum í
berjamó
berjaspretta hefur verið með besta
móti í ár. mönnum ber saman um
að sjaldan hafi verið jafnmikið af
berjum á landinu. fréttir bárust af
því snemma í júlí að fyrstu berin
væru orðin fullþroskuð, sem er
töluvert fyrr en í meðalári. Nú er
september hálfnaður og því ekki
seinna vænna en að skella sér í
berjamó. Veðrið á haustin er
óútreiknanlegt og eftir því sem
dagarnir líða eykst hættan á
næturfrosti, en mikið frost
eyðileggur berin. bíðum ekki eftir
frostinu og förum í berjamó.
Hjólað frá
Laugarvatni
ferðafélagið Útivist stendur fyrir
spennandi ferð fyrir hjólreiðamenn
um helgina. ekið verður að
Laugarvatni þaðan sem hjólað
verður meðfram apavatni,
svínavatni og Álftavatni. ferðin
endar svo í grímsnesinu þar sem
verður grillað og hægt að komast í
heitan pott. Áætluð lengd
ferðarinnar er 30 til 35 kílómetrar
en nauðsynlegt er að skrá sig hjá
Útivist. Nánari upplýsingar um
ferðina má finna á utivist.is en lagt
verður af stað á laugardagsmorgun
klukkan 10. enginn alvöru
hjólreiðamaður ætti að láta þetta
fram hjá sér fara.
Sjón Sem líður mér
aldrei úr minni
Sigurður G. Tómasson
mun aldrei gleyma þeirri
sýn sem við honum
blasti á Víkurbyrðu.
Erum í Dugguvogi 2
s: 557-9510
Nú er stórkostlegt tækifæri
til að gera góð kaup á
húsgögnum til heimilisins.
Daglega nýjar vörur.
Horft yfir hrikalegt landslag Töllaskaga
Leiðin var afar erfið yfirfarar.
Þrjátíu ára afmæli Íslenska alpaklúbbsins er í ár:
Regnhlífasamtök fyrir fjallamenn
Á miðvikudaginn opnar Íslenski
alpaklúbburinn dyrnar fyrir nýjum og gömlum
félögum, en klúbburinn fagnar 30 ára afmæli
sínu í ár. Freyr Ingi Björnsson, formaður
Íslenska alpaklúbbsins, segir kúbbinn eins
konar regnhlífarsamtök fyrir fjallamenn.
„Klúbburinn er vettvangur fyrir áhugamenn
um fjallamennsku til að hittast og bera saman
bækur sínar, segja sögur og skipuleggja ferðir.“ Á
fundinum á miðvikudaginn verður starfsemin
kynnt og útskýrt fyrir hvað ísklifur, fjallamennska
og klettaklifur stendur. Fjallaskíðamennsku
verða einnig gerð skil á fundinum en á honum
verða haldnar fjórar myndasýningar sem leiða
nýliða og lengra komna í allan sannleikann
fjallamennsku. „Við munum einnig gefa út ársrit
klúbbsins sem verður með glæsilegasta móti
á afmælisárinu. Fundurinn verður haldinn í
aðstöðu klúbbsins, á efri hæð Klifurhússins,
Skútuvogi 1G og hefst hann klukkan 20. Óhætt
er að hvetja fjallaáhugamenn til að mæta og
kynna sér starfsemi alpaklúbbsins. Ísklifur í Glymsgili Haldnar verða fjórar myndasýningar á fundinum.