Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Qupperneq 50
föstudagur 14. september 200750 Helgarblað DV Sakamál Cecilia Perry í Maryland í Bandaríkjun- um var ekki ánægð með frammistöðu slökkvi- liðsmanna sem komu heim til hennar vegna eldsvoða. „Stjórn slökkviliðsins hefur beðist afsökunar, og með réttu! Tjón af völdum eldsins er nánast ekkert, en heimili mitt er í rúst eftir slagsmál slökkviliðsmannanna,“ sagði Cecil- ia. Atvikið átti sér stað eftir að smáeldur hafði kviknað í gólfteppi á efri hæð hússins. Cecilia hringdi strax í slökkvilið, en áður en það kom á staðinn tókst henni með aðstoð nágranna að slökkva eldinn með vatni. „Tuttugu mín- útum síðar komu tveir slökkvibílar á staðinn frá tveimur aðskildum slökkvistöðvum. Og þó ég segði þeim að búið væri að slökkva eldinn, kröfðust þeir þess að koma inn í húsið og byrj- uðu að rífast um hverjum eldsvoðinn tilheyrði,“ sagði frú Perry. Heimilið rústað Slökkviliðsmennirnir voru sjálfboðaliðar og svarnir keppinautar. Áður en Cecilia gat aðhafst nokkuð upphófust allsherjarslagsmál á heim- ilinu. Hnefar voru krepptir og allt lamið sem fyrir var og menn flugust á um öll gólf. Barið var í gegnum veggi, stólar brotnir, gluggatjöld rifin niður, hurðir rifnar af hjörum sínum og fugla- búri Ceciliu, með páfagauknum í, var hent út um glugga. „Það var blóð úti um allt þegar þeir yfirgáfu heimilið og nokkrir þeirra þurftu að fara á sjúkrahús svo gert yrði að sárum þeirra.“ Talsmaður slökkviliðs sýslunnar, Chauncey Bowers kapteinn, hafði þetta um málið að segja: „Við höfum átt betri dag.“ Það sannaðist í Maryland að af litlum neista verður oft mikið bál: Bálillir slökkviliðsmenn H.H. Holmes hét réttu nafni Herman Webster Mudgett. Hann fæddist í Gilmantown í New Hampshire í Bandaríkjunum árið 1860. En hann var, þrátt fyrir að vera eitt best gefna barnið í bæn- um, álitinn kynlegur kvistur. Og kannski ekki furða því sú ástúð sem faðir hans sýndi honum var í formi reglulegra barsmíða. Her- man var einrænn í barnæsku og eini vinur hans var Tom, en hann lést er hann féll niður af stigapalli í gömlu húsi sem þeir félagar voru að hnýsast í. Herman varð vitni að óhappinu. Áhugi Hermans á uppskurði kom mjög snemma í ljós og ellefu ára að aldri var hann byrjaður að gera tilraunir á dýrum. Átján ára kvæntist hann Clöru Loveringat og útskrifaðist frá háskólanum í Michigan tuttugu og fjögurra ára að aldri með læknisgráðu. Það var einmitt í háskólanum sem ferill H.H. Holmes hófst, en meðfram náminu stundaði hann að kaupa tryggingar undir fölskum nöfnum, stela líkum af rannsóknarstofu skólans og krefjast tryggingarfjár- ins. Árið 1886 sendi Holmes konu sína til New Hampshire, en tilvilj- un hagaði því þannig að hann tók við rekstri Lyfjaverslunar Holtons í Englewood í Illinois. E.S. Holton læknir var fársjúkur vegna krabba- meins og kona hans þurfti að- stoð. Holton lést skömmu síðar og Holmes og frú Holton komust að samkomulagi um að hann keypti verslunina. Þegar ekkert bólaði á greiðslu af hálfu Holmes hótaði frú Holton lögsókn. Og hvarf. Kastalinn Skömmu síðar lét Holmes byggja hús gegnt lyfjaversluninni og varð það heimili hans. Hús er reyndar ekki réttnefni, það var þrjár hæðir og kjallari og fékk það heitið Kastalinn. Á jarðhæð- inni rak Holmes verslanir en hin- ar hæðirnar og kjallarinn geymdu hryllileg leyndarmál. Í húsinu voru hundrað herbergi, sum tengd með leynigöngum, leyndum þiljum og voru sum þeirra hljóðeinangruð og með gægjugötum. Í sum her- bergjanna lágu gasleiðslur sem gerðu Holmes mögulegt að fylla þau með eiturgasi ef svo bar undir. Í kjallara hússins geymdi Holmes skurðáhöld sín og þar var meira að segja ofn nógu stór til að rúma manneskju. Beinagrindur til sölu Holmes réð Ned Conner sem framkvæmdastjóra skartgripa- verslunar á jarðhæð Kastalans. Fyrr en varði upphófst ástarsam- band milli Holmes og Júlíu, eig- inkonu Neds, og Ned sagði starfi sínu lausu. Júlía varð barnshaf- andi og Holmes leist ekki á blik- una. Hann bauðst til að fram- kvæma fóstureyðinguna sjálfur. Skömmu síðar fékk hann greidda tvö hundruð dali fyrir fyrsta flokks beinagrind af konu. Svo kynnt- ist Holmes Emmaline Cigrand, ungri og áhrifagjarnri konu í gift- ingarhugleiðingum. Afdrif hennar urðu önnur og Holmes seldi aðra beinagrind. Heimssýningin í Chicago Árið 1893 var heimssýningin haldin í Chicago og dró að mik- inn fjölda gesta. Mikill skortur var á leiguhúsnæði og Holmes notaði tækifærið og leigði út um sjötíu herbergi í Kastalanum. Þetta gat ekki verið einfaldara fyrir Holmes, hann leiddi gas inn í herbergin á meðan fólkið svaf, rennur úr her- bergjunum voru notaðar til að koma líkunum niður í kjallara. Þar var þeim eytt í eldi eða sýru. Ekki er á hreinu hve mörgum Holmes fyr- irkom meðan á sýningunni stóð, en líklega er um tugi að ræða og sag- an segir að í kjölfar heimssýning- arinnar hafi læknaskóla í grennd- inni reglulega boðist beinagrindur til kaups. Upp komast svik um síðir Holmes fékk einn starfsmanna sinna til að líftryggja sig, þeir myndu síðan setja dauða hans á svið og innheimta tryggingarféð. Starfsmaðurinn, Benjamin Pitez- el, var kvæntur og átti fimm börn og veitti ekki af reiðufé. En í stað sviðsetningar myrti Holmes Pitez- el og síðar þrjú barna hans til að fela glæpinn. En tryggingarfélag- ið fékk vísbendingu um svikin og fékk einkaspæjara Pinkertons til að rannsaka málið. Holmes sá að ekki þýddi að þræta og viðurkenndi svik- in. En ósvarað var spurningum um Pitezel og börnin og lögreglan bretti upp ermarnar. Langur listi horfinna Við rannsóknina fundust lík graf- in hér og þar og langur listi horfins fólks sem hafði á einum eða öðrum tíma verið í sambandi við Holmes. Fólk sem unnið hafði á jarðhæð kastalans, fyrrverandi starfsfólk hafði horfið af yfirborði jarðar og leyndardómar Kastalans komu smátt og smátt í ljós. H.H. Holmes játaði á sig tut- tugu og sjö morð á körlum, konum og börnum, en talið er að fjöldinn hafi verið nær hundrað. Hann var hengdur að morgni 7. maí árið 1896 og lagður í kistu sem fyllt var með steypu og gröfin var tíu feta djúp í stað sex feta eins og tíðkast. Horft í ranga átt Smá róstur urðu í Teheran í Íran fyrir nokkrum árum. Fólk velti bifreiðum og viðhafði dólgslæti. Ástæðan var sú að dómari í borginni var ósáttur við hvernig götusali horfði á eig- inkonu hans og án frekari um- hugsunar lét dómarinn varpa honum í svartholið, það skyldi kenna manngreyinu að haga sér skikkanlega. Það sem fólkið var ósátt við var að ekkert tillit var tekið til þess að maðurinn var rangeygur. Chauncey Bowers kapteinn „Við höfum átt betri dag,“ sagði bowers. Eingöngu viðskipti Hinn þrjátíu og sex ára gamli Tomano Suma vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann heimsótti dílerinn sinn til að kaupa dóp. Hann lenti í miðri lögregluaðgerð. Suma var ekki á því að gefast upp og gerði heiðarlega tilraun til að fá lögregluna til að selja sér. Viðskipti eru jú viðskipti. Honum varð ekki að ósk sinni. Bjarnar- greiði Mary Lowry í Massachusetts í Bandaríkjunum hringdi kvöld eitt skelfingu lostin í lögregl- una því heljarstórt bjarndýr var sofandi í garðinum hennar. Lögreglan mætti á svæðið með blikkandi ljós og vælandi sír- enur og hugðist með því hrekja bjarndýrið á brott. En þrátt fyrir góða viðleitni bærði skepnan ekki á sér. Lögreglunni hugn- aðist ekki að nálgast skepnuna og í eina klukkustund fylgdist hún með bangsa úr fjarlægð. Loks tókst þeim að safna kjarki og laumuðust nær. Frekar urðu þeir kindarlegir þegar þeir kom- ust að því að um var að ræða stóran leikfangabangsa. Misheppn- aður flótti Lögreglan í Manchester í Connecticut-fylki í Bandaríkj- unum var ekki í vandræðum með að hafa hendur í hári bíl- þjófsins Calvins Bond. Eftir að hafa stolið Ford-bifreið var as- inn svo mikill á honum að hann keyrði á jeppabifreið með þeim afleiðingum að Fordinn varð ónothæfur. Í örvæntingarfullri tilraun til að komast undan tók hann traustataki bleikt og hvítt stúlknareiðhjól. Þegar lögregl- an náði honum staðhæfði hann fullum fetum að hann ætti hjól- ið og væri á leiðinni heim. Á sama tíma og Jack the Ripper fyllti götur Lundúnaborgar ógn og skelfinu, lék H.H. Holmes lausum hala, hinum megin Atlantsála. Hann var einn fyrsti raðmorðingi Bandaríkjanna. Hryllingskastalinn Völundarhús Leyniherbergi og -gangar. Hryllingskastalinn Kjallari hússins geymdi mörg leyndarmál. H.H. Holmes engan grunaði hvað hann aðhafðist í kastala sínum. Myrðir son Pitezels fórnarlömbin voru á öllum aldri og af báðum kynjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.