Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Qupperneq 52
Resident Evil 4 á Wii er endurgerð af samnefndum leik á Game Cube, PC og PS2. Ég hef ekki spilað þá leiki og dæmi hann því ekki út frá því en þeir fengu engu að síður frábæra dóma. Reyndar fékk PC-útgáfan slaka dóma þannig að þið skuluð forðast hann. Í leiknum bregður maður sér aft- ur í hlutverk hins eitilharða Leons S. Kennedy sem brá fyrst fyrir sem óreyndri löggu í Resident Evil 2. Leon er mættur í lítið smáþorp í af- dalarassgati þangað sem hann hefur verið sendur til að bjarga dóttur for- setans. Hún er í haldi einhvers sér- trúarsafnaðar sem er illa sýktur af einhverjum helvítis viðbjóði. Eins og trúarsöfnuðurinn Krossinn þar sem allir meðlimir væru með banvænt snýkjudýr inni í sér og þráðu heims- yfirráð. Í fyrstu fannst mér Wii-stjórntækin ekki nægilega góð og ég lét þau fara í taugarnar á mér. Einnig fannst mér uppvakningarnir, eða hinir sýktu íbúar þorpsins, ekki nógu sannfær- andi. En eftir því sem leið á leikinn breyttist þetta allt. Stjórntækin venj- ast og verða mjög góð og íbúarnir verða ógeðslegri og ógeðslegri. Endingin í leiknum er frábær og sag- an er góð. Þetta er mjög stór leikur og býður upp á mjög fjölbreytt um- hverfi og nýja og klikkaðri óvini. Leiknum tekst að skapa skemmti- lega ógeðfellt andrúmsloft á köflum og fjölbreytt vopnaúrval gerir hann einnig mjög skemmtilegan. Ef þú ert að leita að skotleik á Wii með frábærri grafík, góðu sándi, góðri sögu og nóg af vondum köllum til að sprengja hausinn á er Resident Evil 4 algjörlega málið. Ásgeir Jónsson dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 14. september 200752 Helgarblað DV leikirtölvu rogue galaxy - ps2 alien syndrome - psp/Wii medal of Honor airborne - pC/ps2/Xbox360 sonic rush adventure - Nds bs scarface - pC Kíktu á þessa leiKjatölvur Bardaga- og ævintýraleikurinn Conan kemur út í október. Leikurinn er byggður á ævintýra- sögum Roberts E. Howard og á meira skylt við þær en kvikmyndir Arnalds Svartnaggs. Conan er sagður munu verða stútfullur af hrottalegu ofbeldi og skemmtilegum ævintýrum. The Club kem- ur í febrúar Leikurinn The Club er væntanlegur í febrúar, en upphaflega átti hann að koma út í október. Leikurinn sem er frá Sega fjallar um skylmingaþræla nútímans og geta leikmenn valið úr átta persónum til þess að leika. Svo ferðast menn um heiminn og taka þátt í blóðugum bardögum á vígvöllum stórborga. Hægt verður að spila leikinn á netinu og verður hann fáanlegur fyrir PlayStation 3, Xbox360 og PC. NæsTi Gow í mars Leikurinn god of War: Chains of Olympus mun koma út þann 4. mars 2008, en framleiðandi leiksins gaf nýlega frá sér þá yfirlýsingu. Leikmenn munu stjórna Kratos, eins og svo oft áður, en leikurinn gerist áður en fyrsti leikurinn byrjar, eða áður en Kratos leggst í herferð sína gegn guðunum. Þeir sem geta ekki beðið þar til í mars geta skráð sig á netsíðu leiksins, en þeir sem gera það fá sent stutt prufueintak af leiknum, sem ætti að geta svalað helsta þorstanum. wii byssaN á leiðiNNi Eins og þekkt er hefur Nintendo Wii selst í bílförmum frá því að hún kom út í nóvember í fyrra. Nú fyrir jól er væntanleg Wii- byssan sem gerir leikmönnum kleift að spila skotleiki og annað slíkt, á annan og skemmtilegri hátt en áður hefur þekkst. Byssan kemur út þann 19. nóvember og fylgir með henni leikurinn Links Crossbow Training þar sem leikmenn bregða sér í líki Links úr Zelda til þess að æfa sig með byssuna. Þá hefur Nintendo látið það flakka að leikirnir Medal of Honor Heroes 2, Resident Evil og Ghost Squad verða allir gefnir út á Wii, sérsniðnir fyrir byssuna. Villimaðurinn og stríðsmaðurinn Conan er hugarsmíð höfundarins Roberts E. Howard og hefur verið til í óratíma. Líklega munu flestir alltaf tengja Conan við ríkisstjórann Arn- old Scwharzenegger og kvikmynd- irnar tvær. Nú er í vændum tölvuleik- ur, sem byggir að mestu leyti á sögum Howards um Conan. Leikurinn er væntanlegur í október á bæði PS3 og Xbox360. Leikurinn byggir ekki á ein- hverri einni sögu um Conan, heldur er þeim öllum blandað saman í stór- um ævintýraheimi. Leikurinn hefst á því að Conan þarf að sækja fjóra hluta af brynju sinni á hvern á sínum staðn- um. Heldur hann því í mikla ævintýra- ferð þar sem hann kynnist fjölda fólks og lærir ný brögð með sverði sínu og fleira í þeim dúr. Þeir sem hafa spilað leiki á borð við God of War eða Ninja Gaiden munu ekki eiga í vandræð- um með að læra á Conan, en spil- un leiksins er með svipuðum hætti og leikmenn hafa kynnst í fyrrnefnd- um leikjum. Þá er bardagakerfi leiks- ins afar fullkomið. En leikmenn geta valdið ótalmörgum vopnum, kastað þeim í andstæðinginn, kýlt þá af al- efli, fleygt þeim til og frá, ásamt flókn- ari brögðum sem gera mönnum kleift að gera út af við fjölda andstæðinga í einu. Lík andstæðinganna hverfa svo ekki í leiknum eins og í flestum öðr- um. Þannig geta leikmenn átt von á því að standa í fjalli af líkum eftir góð- an bardaga. Í gegnum leikinn bætir Conan sig svo stöðugt í hinum ýmsu listum, sem gera honum kleift að gera flóknari og öflugri árásir. Þá hafa þeir sem prófað hafa leikinn lýst því yfir að hann sé svo ofbeldisfullur og blóðug- ur að aðrir leikir blikna í samanburði. Það er Nihilistic sem framleiðir Con- an og hafa þeir hlotið mikið lof fyrir einstaka grafíkina í leiknum. Síðast en ekki síst ber að nefna að leikarinn og Íslandsvinurinn Ron Pearlman ljær Conan ógnvekjandi rödd sína. Bíðið spennt eftir Conan, sem lendir með látum í byrjun október. berserkuriNN CoNaN í besTu Gæðum Conan Ævintýra- og bardagaleikur sem er sagður munu vekja mikla athygli. Arnaldur Svartnaggs gerði Conan frægan á sínum tíma. Stæðilegir óvinir Conan þarf að berjast gegn stórhættulegum vættum. Resident Evil 4 Hrollvekju- og ævintýraleikur Nintendo Wii tölvuleiKur H H H H H Krossinn með slæma flensu Resident Evil 4 frábær leikur og þess virði að spila jafnvel þótt þú hafir spilað fyrri útgáfuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.