Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 62
föstudagur 14. september 200762 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Kaup íslenskra athafna-
manna á hótelum í Kaup-
mannahöfn í vikunni hafa vak-
ið mikla athygli, en Íslendingar
eru þó ekki aðeins að gera sig
gildandi í
hótelrekstri
í Danmörku.
Að minnsta
kosti þrjú
stór hótel í
Prag, höfuð-
borg Tékk-
lands, eru
að stórum
hluta í eigu og undir stjórn Ís-
lendinga. Valdimar Jónsson,
(Ragnarssonar á hótel Valhöl
og Örkinni) er stjórnarformað-
ur Key Hotel Group sem rekur
hótelin Holiday Inn Express
og Crowne Plaza og á glæsi-
legu hóteli í Gyðingahverfinu,
Hotel Bellagio, er Guðmundur
Franklín Jónsson, fyrrverandi
verðbréfaspekúlant á Manhatt-
an við stjórnvölinn.
n Nýr skemmtistaður sem ber
heitið Lido mun opna á laug-
ardagskvöldið með pompi og
prakt en það er Magga eigandi
skemmtistaðarins Barsins sem
er nú að færa út kvíarnar og
mun hún sjá um rekstur staðar-
ins. Lido er í
Ingólfsstræt-
inu þar sem
áður var
veislusalur-
inn Versalir
og rúmar
Lido um
sjö hundr-
uð manns.
Lido mun vera nýjasta viðbótin
við þá staði sem hýsa tónleika
Airwaves-hátíðarinnar enda
segja þeir sem þekkja til að hér
sé um að ræða gríðarlega flott-
an tónleikastað. Hljómsveit-
irnar Sometime, Bloodgroup,
Johny� Se�ual og DJ Egner
munu halda uppi stuðinu í
opnunarpartíinu á morgun.
n Sigríður Pétursdóttir kvik-
myndafræðingur verður með
nýjan útvarpsþátt á Rás 1 í vet-
ur. Um er að ræða kvikmynda-
þáttinn Kvika sem verður á
dagskrá laugardagsmorgna
klukkan
10.15.
Sigríð-
ur ætlar
að fjalla
um
kvik-
mynd-
ir frá
öllum
heimshornum, frá mismunandi
tímabilum og af mismunandi
gerðum. Sigríður fær til sín
ýmsa gesti og ræðir allt milli
himins og jarðar sem tengist
bransanum.
Hver er konan?
„Verkfræðingur með doktorspróf
frá Tækniháskólanum í Danmörku
(DTU) og MBA frá Háskóla Íslands.
Fjögurra barna móðir, allt með sama
manninum, dr. Ólafi Pétri Pálssyni,
prófessor við verkfræðideild Háskóla
Íslands.“
Hvað drífur þig áfram?
„Að hafa gaman af hlutunum og sjá
árangurinn af erfiðinu. Er í vogarmerk-
inu og því umhugað um að jafnræðis
og réttlætis sé gætt í öllum málum.“
Hvað gerir þú í frístundum?
„Styð við börnin í þeirra tóm-
stundum, meðal annars sem formað-
ur handknattleiksdeildar Fjölnis og
dómari á sundmótum. Þá er fjölskyld-
an í fyrirrúmi og mikið um ferðalög,
ekki síst innanlands. Þá hefur áhug-
inn á hestum farið vaxandi, enda allir
aðrir fjölskyldumeðlimir áhugasamir
um það og ávallt nokkrir hestar teknir í
hús á veturna. Þá er briddsklúbburinn
í uppáhaldi, svo og þrír saumaklúbbar
úr menntaskólanum, frá Danmerkur-
árunum og MBA-náminu.“
Hefur þú búið erlendis?
„Bjó í Danmörku á árunum 1971–
1977 sem barn meðan pabbi stund-
aði sérfræðinám í krabbameinslækn-
ingum og aftur 1988–1993 þegar ég
stundaði nám í verkfræði. Var þar svo
með annan fótinn 1997–2000 í dokt-
orsnámi.“
Eftirminnilegasta bókin?
„Hjartað býr enn í helli sínum eftir
Guðberg Bergsson.“
Hvernig lýst þér á nýja starfið?
„Vel.“
Hefur það verið draumur hjá þér
að verða orkumálastjóri?
„Ég veit það ekki, ég man yfirleitt
ekki drauma mína.“
Er orkugeirinn ekki óskaplegur
karlaheimur?
„Jú, það má ef til vill segja að hann
hafi verið það. Það vakti til dæmis at-
hygli á fundi í síðustu viku, sem ég var
á í Helsinki hjá Norrænum orkurann-
sóknum, að á honum voru fimm kon-
ur og tveir karlar.“
Fylgja nýjum konum nýjar
áherslur?
„Annað væri óeðlilegt.“
Hvert er brýnasta verkefnið í
orkumálum á Íslandi í dag?
„Ljúka vinnu við rammaáætlun
og ná sátt um nýtingu orkuauðlinda
landsins.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
+6
4
xx
xx
xx
+7
7
xxxx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+4
6
xx
+4 1
+5 7
xx
xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
+34
xx
+6
7
xx
+4
4
+3
12
xxxx
+3
1
+7
12
xx
+7
7
+6
7
xx
xx
xx
xx
xx
+5
4
+6
7
xx
xx
xx
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
Sunddómari
í karlaheimi
Ragnheiður Inga
Þórarinsdóttir
tekur við starfi orkumálastjóra um
næstu mánaðamót. Þetta var
tilkynnt í vikunni um leið og greint
var frá því að Þorkell Helgason, sem
gegnt hefur starfi orkumálastjóra
síðastliðin ellefu ár, hefði óskað eftir
að láta af störfum.
SNJÓKOMA FYRIR
NORÐAN Á SUNNUDAG
mörgum þykir víst nóg um atganginn í
veðrinu þessa dagana, en nokkuð víst er
að lítið lát er á inná- og útafskiptingum
veðurkerfanna þessa dagana. eftir
nokkuð fallegan en svalan föstudag
kemur lægð með suðaustanátt og
rigningu um sunnanvert landið á
laugardag. Lítilsháttar rigning eða slydda
mun nú einnig verða norðanlands. Þrátt
fyrir suðaustanáttina hlýnar ekki að neinu
gagni og stutt í að hann halli sér í norðrið.
Á sunnudag er nefnilega útlit fyrir
strekkings norðanvind með kólnandi
veðri. Úrkoma norðan- og norðaustan-
lands og mér þykir ekkert ólíklegt að
fyrsti snjórinn í byggð gæti fallið á
sunnudag eða mánudagsnóttina fyrir
norðan og jafnvel einnig fyrir austan.
snjór í fjöllum er alvanalegt ástand um
miðjan september, en snjói á láglendi á
þessum tíma er það heldur í fyrra
fallinu. eftir helgina gera
spákortin ráð fyrir háþrýstisvæði
úr suðvestri með mun hlýrra
lofti á landinu að minnsta kosti í
bili.
Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur
Stjörnur
vIKUNNAR
Það er ekki spurning um hver fær
flestar stjörnur þessa vikuna því
ÞÓRHALLUR GUNNARSSON,
dagskrárstjóri sjónvarpsins, átti snilld-
arlegt pr-stönt í fyrradag þegar hann
rak randver Þorláksson úr spaugstof-
unni. Hann fékk með þessu fría
auglýsingu fyrir flaggskip sjónvarps-
ins til margra ára í öllum stærstu
miðlum landsins. Það má búast við
því að augu allra landsmanna verði
jafnframt límd við skjáinn á
laugardags-
kvöldið því fólk
vill væntanlega
mynda sér
skoðun á því
hvort ákvörðun
Þórhalls hafi
verið rétt.
GEIR ÓLAFSSON söngvari fær tvær
stjörnur fyrir að hafa tekist að landa því
að minnsta kosti að nánasti samstarfs-
maður Nancy sinatra á að vera kominn
til landsins til að skoða aðstæður áður
en söngkonan sjálf ákveður hvort hún
sjái sér fært að gleðja landann með
söngrödd sinni og sjarma. auk þess
hefur geir fengið þennan umrædda
nánasta samstarfsmann til að
pródúsera tvö
lög á nýju
plötunni sinni –
það hlýtur að
vera að minnsta
kosti einnar
stjörnu virði til
viðbótar.
GEIR JÓN ÞÓRISSON, yfirlögreglu-
þjónn á höfuðborgarsvæðinu, fær
tvær stjörnur fyrir að mæta í viðtal á
Ómega í fullum herklæðum og lýsa
því yfir að trúboð væri mun árangurs-
ríkari leið til friðar í miðborginni en
útkall sérsveitarinnar. bænahringir á
Lækjartorgi kæmu örugglega í veg
fyrir fullt af
barsmíðum svo
ekki sé minnst á
þann möguleika
að hvetja skrílinn
til fjöldasöngs á
sálmum.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON,
forseti Íslands, fær ekki nema eina
stjörnu fyrir að hafa vígt það sem
hann kallar umhverfisvænustu
byggingu í heimi. allt gott og blessað
og hann hefði sannarlega fengið fleiri
stjörnur fyrir
framtakið nema
fyrir það eitt að
hafa mætt til
vígslunnar á
einkaþotu. ekki
beint umhverfis-
vænn ferðamáti.