Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 31
DV Sport föstudagur 21. september 2007 31 Annar risaslagur ársins fer fram á Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti Chelsea. Þessi leikur er athyglisverður fyrir margar sakir og þá sérstaklega þær að þetta er fyrsti leikurinn sem Chelsea spilar eftir að Jose Mourinho yfirgaf félag- ið. Athyglisvert verður að sjá hvernig Frank Lampart og John Terry verða stemmdir en þeir hafa margsinn- is gefið það út að þeir vilji einungis hafa Mourinho sem framkvæmda- stjóra félagsins. Nýi framkvæmda- stjórinn er Ísraeli að nafni Avram Grant en hann var í sumar ráðinn til Chelsea til þess að vera yfirmaður knattspyrnumála í óþökk Mourinh- os. Hann er 52 ára gamall og náinn vinur Romans Abramovich, eiganda Chelsea. Leikmannahópur Manchester er að skríða saman eftir meiðslin sem hafa hrjáð liðið. Jafnvel er búist við því að Gary Neville komi inn í liðið en hann hefur enn ekkert spilað á leik- tímabilinu. Wayne Rooney er orðinn heill heilsu eftir fótbrot og hann mun væntanlega byrja í framlínunni eftir að hafa náð að komast klakklaust í gegnum 72 mínútur í Meistaradeild- arleiknum á móti Sporting Lissabon á miðvikudag. Bæði lið hafa verið ósannfærandi í upphafi leiktímabilsins og mega alls ekki við því að tapa þessum leik til þess að dragast ekki um of aftur úr toppliðunum. Sannkallaður risa- slagur í vændum! Heldur West Ham áfram sínu flugi? Önnur topplið mætast ekki í þess- ari umferð. Athyglisverður leikur fer fram á St. James Park þar sem West Ham kemur í heimsókn. Newcastle- menn eru enn að sleikja sárin eftir skammarlegt tap á mánudag gegn Derby ef marka má orð Nickys Butt sem fram komu í fjölmiðlum í vik- unni og sagðist skammast sín fyrir frammistöðu liðsins í leiknum. Ann- að hljóð er í West Ham-mönnum sem unnu öruggan sigur á Middles- brough um síðustu helgi. Norberto Solano mun mæta á sinn gamla heimavöll. „Ég hlakka til að mæta til Newcastle. Ef ég er í hópnum vonast ég til þess að spila. Vonandi höldum við áfram að spila vel en ég hef ekk- ert illt um Newcastle að segja. Fólkið þar er frábært en nú er ég West Ham- leikmaður og ætla að einbeita mér að leiknum, engu öðru,“ segir Nore- berto Solano. Bolton fær Tottenham í heim- sókn en bæði lið hafa valdið áhang- endum sínum miklum vonbriðgum það sem af er tímabili. Bolton þarf á sigri að halda til þess að koma sér úr neðsta sætinu en Sammy Lee, fram- kvæmdastjóri Bolton, þykir valtur í sessi eftir hræðilega byrjun á tíma- bilinu. Sárgrætilegt tap Tottenham fyrir Arsenal var endanleg staðfest- ing á því að liðið er ekki tilbúið til þess að gera atlögu að efstu fjórum sætunum í deildinni. Með einung- is einn sigur og fjögur töp eftir sex leiki er þegar farið að svipast um eftir eftirmanni Martins Jol í fram- kvæmastjórastöðu Tottenham. Fyrr í vikunni bárust fréttir frá White Hart Lane um að Jol hafi sex leiki til þess að bjarga starfinu en með Jose Mourinho á lausu klæjar for- ráðamenn liðsins vafalítið í fingur- gómana að láta Jol fara þá og þeg- ar. Hvað sem því líður er leikurinn afar þýðingarmikill fyrir bæði lið og báða framkvæmdastjóra. Hrútarnir á Emirates Topplið Arsenal mætir Derby og ef að líkum lætur má búast við ör- uggum sigri heimamanna. Hrútarn- ir, eins og Derby er oft kallað, eru enn í skýjunum eftir fyrsta sigurinn í úr- valsdeildinni en nokkuð ljóst er að þeirra bíður gríðarlega erfitt verkefni á Emirates Stadium. Blackburn er sterkt í upphafi leik- tíðar. Liðið er taplaust á tímabilinu þrátt fyrir að hafa spilað gegn Chel- sea og Arsenal og mun liðið eflaust stefna að því að gera atlögu að topp- baráttunni. Portsmouth-menn eru einnig búnir með erfitt prógramm en liðið hefur þegar spilað við Chel- sea, Liverpool og Manchester Unit- ed, staða liðsins í 15. sæti gefur því endilega ekki rétta mynd af getu liðs- ins en mikilvægt er fyrir liðið að fara að hala inn stigum gegn lakari and- stæðingum. Fleiri athyglisverðir leikir eru á dagskrá. Aston Villa mætir Evert- on. Villa-menn eru erfiðir heim að sækja og Everton spilaði Evrópu- leik á fimmtudag og nú reynir á lið- ið að spila bæði í Evrópu- og deild- arkeppni. Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading hafa spilað illa að undanförnu og þurfa á sigri að halda í leik gegn Wigan á heimavelli. Ef hann næst ekki er ljóst að fallbarátta bíður liðsins í ár. Einn- ig eru á dagskrá Liverpool - Birming- ham, Fulham - Manchester City og Middlesbrough - Sunderland. Risaslagur fer fram á Old Trafford þar sem Manchester United og Chelsea eigast við. Þetta er fyrsti leikurinn sem Chelsea spilar án Mourinhos. CHELSEA MÆTIR ÁN MOURINHOS Á OLD TRAFFORD Avram Grant tekur við framkvæmda- stjórastöðu Chelsea og stjórnar liðinu í fyrsta leiknum á Old trafford gegn manchester united. ViðAr Guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is risaslagur manchester united og Chelsea mætast í sannkölluðum stórleik á Old trafford. í dAG 19.10 MAn. City - Aston VillA 20.50 PrEMiEr lEAGuE World Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 21.20 PrEMiEr lEAGuE PrEViEW Leikir helgarinnar Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. 21.50 Pl ClAssiC MAtCHEs bestu leikir úrvalsdeildarinnar Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 22.20 Pl ClAssiC MAtCHEs bestu leikir úrvalsdeildarinnar Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 22.50 sEAson HiGHliGHts Hápunktar leiktíðanna allar leiktíðir Úrvalsdeildarinnar gerðar upp í hröðum og skemmtilegum þætti. 23.50 PrEMiEr lEAGuE PrEViEW Leikir helgarinnar Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. lAuGArdAGur 08.35 PrEMiEr lEAGuE World Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 09.05 Pl ClAssiC MAtCHEs bestu leikir úrvalsdeildarinnar Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 09.35 Pl ClAssiC MAtCHEs bestu leikir úrvalsdeildarinnar Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 10.05 sEAson HiGHliGHts Hápunktar leiktíðanna allar leiktíðir Úrvalsdeildarinnar gerðar upp í hröðum og skemmtilegum þætti. 11.05 PrEMiEr lEAGuE PrEViEW Leikir helgarinnar Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. 11.35 CoCA-ColA CHAMPionsHiP 13.35 liVErPool - BirMinGHAM enska úrvalsdeildin bein útsending frá anfield þar sem Liverpool tekur á móti birmingham. 16.00 FulHAM - MAn. City enska úrvalsdeildin bein útsending frá Craven Cottage þar sem fulham taka á móti manchester City. 18.10 4 4 2 Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. 19.30 4 4 2 20.50 4 4 2 22.10 4 4 2 23.30 4 4 2 sunnudAGur 09.10 ArsEnAl - dErBy 10.50 4 4 2 12.10 nEWCAstlE - WEst HAM 14.40 MAn. utd - CHElsEA 17.15 Bolton - tottEnHAM 18.55 Aston VillA - EVErton 20.35 4 4 2 22.00 nEWCAstlE - WEst HAM 23.40 MAn. utd - CHElsEA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.