Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 47
Meistarinn Steingerður Katla Harðardóttir Matgæðingurinn DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 47 „Þetta eru rosagóðar salatuppskriftir sem ég fékk í saumaklúbbi hjá vinkonu minni,“ segir Steingerður Katla Harðardóttir, starfsmaður Prentmets á Selfossi og matgæðingur vikunnar, sem býður lesendum upp á tvo salatrétti. Annars vegar er um að ræða saltfisksalat og hins vegar kjúklingasalat. „Þetta er frábært í saumaklúbba og minni partí. Og þetta er öðruvísi. Það er ekki oft sem maður fær saltfisksalat,“ segir Steingerður en þess má geta að saumaklúbburinn sem hún er í heitir Ellismellir. „Við erum gamlar vinkonur frá því við unnum saman í pylsuvagninum á Selfossi og hittumst alltaf reglulega.“ Steingerður segist ekki hafa sér- hæft sig í salatgeira matargerðar- innar þrátt fyrir að bjóða upp á tvær salatuppskriftir. „Það er bara svona allavega, alveg eftir því hvernig ligg- ur á mér,“ segir matgæðingurinn og kveðst aðspurður vera þó nokkur kokkur í sér. „Ég elda heilmikið. Ein- hver verður líka að gera það,“ seg- ir Steingerður og hlær. Gerir karlinn lítið af því? „Frekar lítið já.“ Förum ekki nánar út í þá sálma. Hér eru uppskriftirnar. Saltfisksalat 500 g saltfiskur 500 g soðnar kartöflur 4 stórir tómatar 1 gulrót 1 gul paprika 1 græn paprika 1 rauðlaukur 1 ½ msk. vínedik ( hvítvínsedik) 1 dl olía pipar nýmalaður söxuð steinselja Látið suðuna koma upp á saltfiskn- um, slökkvið undir og látið bíða í pottinum í 10 mín. skerið kartöflur, lauk og tómata í sneiðar. tætið saltfiskinn gróft og skerið paprikur í strimla. setjið kartöflur neðst í fat/skál, síðan saltfisk og grænmeti þar ofan á, gott að hafa þetta í tveimur lögum. Þeytið olíu og edik saman, setjið nýmalaðan pipar saman við og hellið yfir fatið. setjið saxaða steinselju efst. Kjúklingasalat 2 kjúklingabringur 2 msk. hunang ½ bolli ólífuolía 2 msk. dijon-sinnep salt og pipar 2 pokar klettasalat ( eða hvaða salat sem er) Þurrsteiktar furuhnetur sesamfræ, graskersfræ eða önnur fræ eftir smekk. söxuð steinselja steikið kjúklingabringurnar og skerið í bita. blandið saman ólífuolíu, sinnepi, hunangi og pipar og látið kjúklinginn liggja í leginum a.m.k. 45 mín. setjið salatið í skál og blandið kjúklingnum, saxaðri steinselju, hnetum og fræjum vel saman við. Frábært í saumaklúbba Ég skora á vinkonu mína, Sig- ríði Runólfsdóttur, að vera næsti matgæðingur. Hún er frábær kokkur og alltaf með góða rétti. Ég spýti ekki! Þegar ég tók að mér að skrifa um vín, var það á þeim forsendum að ég væri venjulegur vín-áhugamaður að skrifa um venjuleg vín, á venjulegu verði, sem hægt er að nálgast í venjulegum vínbúðum. Langflest vín sem ég hef fjallað um eru keypt í litlu ríki á seltjarnarnesi. Vín sem yfirleitt hafa verið lengi í sölu og verða það væntan- lega áfram. Ég hef miðað við 2000 krónur sem hámarks- verð og brýt sjaldan þá reglu. Vonandi get ég þó brotið þá reglu oftar, þegar nær dregur jólum. Ótrúlega margir virðast halda að ég skrifi um vín sem fjölmiðillinn eða innflytjandinn úthluti mér. svo er ekki. Ég hef sjálfur keypt hverja einustu vínflösku sem ég hef skrifað um. Ég hef ekki hugmynd um hverjir flytja inn þessar víntegundir og fjölmið- illinn hefur aldrei reynt að hafa minnstu áhrif á skrif mín. Ég spýti ekki víninu, enda borga ég sjálfur vínið og finnst það gott. Ég reyni að leggja mat á lykt, bragð og áferð víns. Það skiptir máli hvernig vínið er þegar það hefur andað og þegar neðar dregur í flöskunni. Áhrifin skipta líka máli og áhrifin daginn eftir. Ég hef það líka fyrir reglu að vera algáður þegar ég skrifa. Hér fylgir umfjöllun um þrjú vín sem eru vel þess virði að smakka. skál! Pálmi jónaSSon vínsérfræðingur DV Quinta do Crasto Reserva Old Vines 2004 dumbrautt og bráðskemmtilegt vín frá portúgal sem ég er sannfærður um að eldist vel í vínkjallara í nokkur ár. Lykt af plómum í púrtvíni, fíkjum og dökkum skógarberjum. bragðmikið og ávaxtaríkt með jarðarberjum, karamellu, kryddi, sveskjusteini og plómum. Vínið er í góðu jafnvægi með mjúku og góðu tanníni. Áfeng sulta, dökkt súkkulaði og eik í eftir- bragði sem minnir jafnvel á freyju-lakkrísdraum. frábært vín sem gott væri að eiga til næstu jóla – eða þarnæstu. 2.090 krónur. Norton Cabernet Sauvignon Reserve 2003 Vínið er frá mendoza í miðvesturhluta argentínu en það er helsta vínræktarsvæði landsins uppi undir andesfjöllum. Vínið er eingöngu úr Cabernet sauvign- on (malbec-útgáfan er ekki síðri!) og er látið liggja í frönskum eikartunnum í tólf mánuði og á flöskum í tíu mánuði áður en það er sett á markað. mikil eik í nefi, smjör, vanilla, dökkt súkkulaði, pipar og nellikur. Karamella í munni með mikilli vanillu af eikinni, banani og hunang. mjúkt og skemmti- legt vín í góðu jafnvægi. flauelsmjúk karamella á frábæru verði. 1.390 krónur. Tempus Two Vine Vale Shiraz 2005 tempus two er skemmtilegt fyrirtæki í örum vexti í Ástralíu. upphafsárið 1997 framleiddi víngerðin 6000 kassa af víni en nú eru þeir yfir 100.000. Víntegundirnar eru 19 og flöskurnar sérinnfluttar, sérkennilegar í laginu og með miða úr málmi. Venjulega eru slíkar æfingar til að skapa útlit utan um ómerkilegt innihald en ekki hér. Þetta er afar áfengt (15%) og ágengt vín. sterkur ilmur af plómum, sveskjum, brómberjum, pipar og eikarvanillu. Þessi mikla og áfenga lykt minnir á bláan ópal, Victory V og hóstasaft. Í munni enn meiri pipar, plómur og brómber með karamellukeim af tólf mánuðum í eikartunnum. mjög kraft- og bragðmikið vín. Áberandi tannín sem myndi mildast á nokkrum árum í kjallara. Kröfuhart vín sem reyndist vel með villibráð og sterkum ostum. 1.830 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Steingerður Katla Harðardóttir, starfs- maður Prentmets á Selfossi: „Þetta eru rosagóðar salatuppskriftir sem ég fékk í sauma- klúbbi hjá vinkonu minni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.