Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Side 39
DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 39 Íslendingar eru ekki vanir að liggja á skoðunum sínum. Bloggið er nýjasta dæmi þess en þar eru sumir svo skoð- anaglaðir að mörgum þykir nóg um. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera sér upp skoðanir. Í dag er dæminu snúið við. Við tókum okkur til, hringdum í nokkra valinkunna Íslend- inga og leituðum skoðana þeirra á því hvað væri best. Svörin bera glöggt með sér að spurningin er ekki jafneinföld og einhverjir gætu haldið. Bóas Hallgrímsson, söngvari hljómsveitarinnar Reykjavík! JOHN STUART MILL „John Stuart Mill því hann breytti viðhorfi mínu til lífsins til hins betra. Svo finnst mér líka best að sitja með strákunum eftir góða tónleika og fara yfir hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum ekki rétt. Það er líka best í heimi að vakna með fjölskyldunni. Þess á milli les ég nytjastefnu Mills.“ Ólafur Þór Jóelsson, þáttar- stjórnandi í Game Tíví HEIMA ER BEST „Það er best að liggja eins og kvikindi og spila tölvuleiki. Nú verð ég laminn af konunni þegar ég kem heim fyrir að segja þetta. En besti tölvuleikurinn um þessar mundir er Heavanly Sword á PS3. Hann er óskabarnið. Nei, annars held ég bara að heima sé best.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði GÓÐ HEILSA SKIPTIR MESTU „Það sem skiptir mestu máli í lífinu er góð heilsa. Það sem skiptir síðan máli eftir það eru vænir fjöl- skylduhagir; friður og kyrrð heima fyrir. Hið þriðja sem skiptir máli eru peningar. Allt annað geta peningarnir leyst.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar AÐ FYLGJA FRELSARANUM „Er það ekki hreingerningarfyrirtæki? Að ganga á Guðs vegum er langbest. Að fylgja frelsaranum, segja satt, vera já- kvæður og fylgjast vel með umhverfinu er líka mjög gott að mínu mati.“ Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumaður og eigandi Fiskimarkaðarins NÝJA VINNAN OG KÖTTURINN „Nýja vinnan mín er best eins og er, ég var að opna veitingastaðinn Fiskimarkaðinn og það er svo gaman í vinnunni að ég er alltaf þar. Það er líka svo gaman að fást við ný verkefni og svo er líka mjög gott andrúms- loft hérna og skemmtilegt fólk sem ég vinn með. Svo er líka nýi kötturinn minn hann Lenni algjört æði svo hann er eiginlega líka bestur.“ HVAÐ ER BEST?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.