Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 25
HIN HLIÐIN vona það besta en býst við hinu versta bjarni Lárus haLL, söngvari jeff Who? n Nafn og kyn? „Bjarni Lárus Hall, karlkyn.“ n Atvinna? „Starfsmanna- og markaðsstjóri.“ n Hjúskaparstaða? „Í sambúð.“ n Fjöldi barna? „Núll.“ n Áttu gæludýr? „Nei, ég á engin gæludýr.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu þá vera og hvers vegna? „Ég myndi vilja vera Sítróen, af því að þeir eru gulir.“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Já, var einu sinni handtekinn fyrir að pissa utan í kirkju í Portúgal. Ég vissi reyndar ekki að þetta væri kirkja, ekki að það réttlæti gjörðir mínar. Lögreglan keyrði með mig eitthvað út í buskann og henti mér svo bara út. Frekar gróf meðferð finnst mér.“ n Borðarðu þorramat? „Já, en ekki hrútspunga.“ n Hefurðu farið í megrun? „Nei.“ n Græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já, ég hef staðið mig að því að tárast yfir minningargrein um ókunnuga og er því hættur að lesa þær, ég fletti bara yfir þær.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, ég held ekki.“ n Lestu blogg? „Já, ég geri það stundum.“ n Trúirðu á framhaldslíf? „Ég vona það besta en býst við hinu versta.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Já, er það ekki, er ekki hroki að halda öðru fram?“ n Kanntu dónabrandara? „Ég kann ekkert nema dónabrandara.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Nei, ég kann hann ekki.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Já, ég kann hana í hópi.“ n Spilarðu á hljóðfæri? „Já, ég spila á trommur, bassa, gítar og hljómborð en ég myndi aldrei spila fyrir framan neinn nema á gítar.“ n Styðurðu ríkisstjórnina? „Já.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Þeir sem þú elskar.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi helst vilja hitta Jeff Lynne, söngvarann í E. L.O., til að monta mig af rarity E. L. O.-jakkanum sem ég keypti á ebay, en aðeins 15 stykki voru framleidd fyrir hljómsveitina. Ég er viss um að hann er búin að týna sínum.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu – þá hvaða? „Allt sem ég eyði í dags daglega er bölvuð vitleysa.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Víkingi og Manchester United.“ n Hefurðu ort ljóð? „Nei, en ég hef samið texta.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Nei, ég held að þær séu það nú ekki. Ég held að það skipti ekki öllu máli hvernig þær fari úr fötunum. Á endanum snýst þetta um nektina.“ n Eru bridsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Nei, þeir eru sko ekki íþróttamenn og ekki skákmenn heldur.“ n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Af mengun mannsins.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Já, fyrst áfengi er leyft á annað borð fyndist mér það í lagi. Ég sé heldur ekki fyrir mér hasshausa niðri í bæ að lemja mann og annan.“ n Stundarðu íþróttir? „Ég spila fótbolta með Berserskjum, í þriðju deild.“ n Hefurðu látið spá fyrir þér? „Já, ég hef látið spá fyrir mér, og með fullri virðingu fyrir þeim sem það gerði var þetta tóm vitleysa og þvæla.“ NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði DV Helgarblað FöSTudAGur 23. SEpTEmBEr 2007 25 Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Líttu við hjá okkur og fáðu faglega ráðgjöf Bjóðum barna- og fullorðinsgleraugu frá kr. 17.900 (glerstyrkur – 6 + 4 cyl 2) DV mynd Ásgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.