Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 43
DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 43 ið gríðarlega vel. „Ég fór að spjalla við hann og hann var með svo rosa- lega góða reynslu af sófagistingunum að mér leist bara mjög vel á allt sam- an og ákvað að skrá mig inn á síðuna sama kvöld,“ segir Svanhvít. Líka vettvangur fyrir kaffibolla og spjall Við skráningu inn á couchsurfing. com er óskað eftir sem flestum upp- lýsingum um þann sem gerist not- andi. „Það er óskað eftir heimilisfangi og persónuupplýsingum. Ég sagði til dæmis frá áhugamálum mínum og því hvernig ég kynntist sófagistingun- um og svo setti ég líka mynd af mér með. Það er ekki skilyrði en virkar samt miklu betur,“ segir Svanhvít. Eftir að fólk hefur hist í gegnum heimasíð- una gefst því kostur á að fylla út upp- lýsingar um hvert annað og gefa eins konar einkunn eftir því hversu góður gestgjafi eða gestur viðkomandi var. „Þegar þú skráir þig á síðuna merkirðu við það hvaða staða er á sófaplássinu hjá þér. Það eru gefnir upp fjórir valmöguleikar en það er að þú takir pottþétt á móti fólki að gista hjá þér, að þú takir á móti fólki að gista hjá þér, að þú takir bara kannski á móti einhverjum eða að þú bjóð- ir ekki upp á gistingu en hafir aftur á móti áhuga á að hitta einhvern í kaffi- bolla og spjall.“ Svanhvít segist hafa byrjað að skrá sig þannig að hún tæki bara kannski á móti einhverjum en eftir að hafa hitt þá sem hafa komið og gist hjá henni hafi hún breytt valkostinum hjá sér. „Strákarnir sem gistu hjá mér töluðu báðir um að það sem þeir leituðu eftir þegar þeir væru að finna sér gistingu væri fólk sem væri pottþétt til í að taka á móti þeim og fólk sem væri til í að taka á móti þeim. Mér finnst þetta svo skemmtilegt að ég vil náttúrulega að fólk finni mig þegar það leitar að stað til að gista á á Íslandi svo ég breytti aðeins skráningunni minni.“ Fékk Svía og Ítala heim í mat Notendur Couchsurfing geta líka skráð sig í ákveðnar grúppur, en fyrsta reynsla Svanhvítar af því að hitta ein- hvern í gegnum heimasíðuna var eftir að hún rakst á auglýsingu inni á síðu hjá íslensku grúppunni. „Ég er skráð í íslenska grúppu en í síðasta mán- uði setti sænskur strákur auglýsingu inn á síðuna hjá grúppunni og sagð- ist vinna sem kokkur á Nesjavöll- um en hann langaði svo að koma til Reykjavíkur og halda upp á afmæl- ið sitt á menningarnótt. Hann ósk- aði eftir einhverjum sem væri til í að bjóða fram eldhúsið sitt og verja með honum afmælinu en hann skyldi elda matinn,“ segir hún. „Ég hafði samband við hann og sagði að hann mætti koma heim til mín að elda og í kjölfarið hafði ítalsk- ur strákur samband við okkur og bað um að fá að vera með í matarboðinu. Ég bauð svo þremur vinum mínum og á menningarnótt héldum við æðis- legt matarboð heima þar sem sænski strákurinn eldaði rosalega góðan ind- verskan mat en hann hafði búið á Indlandi og lært að elda þar og kom með fullt af indversku kryddi með sér. Svo bakaði ég skyrköku í desert sem vakti líka mikla lukku. Þetta var stór- skemmtilegt kvöld og við fórum svo öll saman niður í bæ eftir matarboð- ið.“ Leitar eftir fólki með svipuð áhugamál Svanhvít segir að hún sé að sjálf- sögðu alltaf svolítið stressuð að hitta fólk í fyrsta skipti en það sé þó fljótt að breytast. „Ég er frekar feimin að eðlis- fari en forvitnin er eitthvað svo sterk hjá mér að hún sigrar feimnina þeg- ar kemur að því að fara að hitta ein- hverja ókunnuga útlendinga. Um leið og maður er búinn að kynna sig verð- ur þetta þægilegra en svo veit maður líka nokkurn veginn um hvað er hægt að spjalla því maður hefur oftast les- ið hvaða áhugamál fólkið er með og svo reyni ég líka að leita svolítið eftir fólki með svipaðan tónlistarsmekk og ég því þá hefur maður allavega alltaf tónlistina til að tala um.“ Svanhvít segist hafa lent í því að neita fólki um gistingu en það gerist þó ekki oft. „Ástæðan fyrir því að ég hef neitað er þá kannski helst ef ég sé að tónlistin og áhugamálin eru svo gjörólík mínum eða til dæmis ef fólk talar ekki ensku. Svo hef ég reyndar líka neitað einum sem var ekki með mynd en mér finnst það mjög mik- ilvægt og hef heyrt af öðru fólki sem hefur ekki verið með myndir og því hefur gengið mun verr að fá gistingu enda frekar óþægilegt að vita ekkert hvernig manneskja sem er að fara að gista hjá þér lítur út.“ Nokkrir klukkutímar á milli gesta Síðan Svíinn og Ítalinn borðuðu kvöldmat heima hjá Svanhvíti hefur hún hitt bandaríska stelpu sem hún fór með á tónleika og út á lífið og leyft tveimur strákum að gista heima hjá sér. „Það var þýskur strákur sem heitir Niels sem hafði samband við mig og ég hitti hann á kaffihúsi á laugardegi og svo hittumst við aftur á mánudegi og ég keyrði með hann um borgina og út í Heiðmörk og við brölluðum ým- islegt. Hann fór svo á Sólheima í tvær vikur að vinna en þegar hann kom til baka gisti hann hjá mér í tvær nætur.“ Niels fór svo til Þýskalands aðfara- nótt laugardags en nokkrum tímum seinna var Bandaríkjamaðurinn Ian mættur til að gista hjá Svanhvíti í litlu íbúðinni á Baldursgötunni. „Ég hafði verið með matarboð kvöldið áður fyrir Niels og eldað hamborgara úr hreindýrakjöti handa honum og vin- um mínum og svo var farið út á lífið. Ég var rétt passlega búin að taka til eftir það matarboð þegar Ian hringdi og sagðist verða kominn heim til mín klukkan þrjú.“ Skömmu eftir að Ian var mættur til Svanhvítar fóru þau í smá rölt um Reykjavík og endaði Svanhvít á því að fara með hann í gómsæta humarsúpu á Sægreifanum. „Honum fannst mjög gaman að fara þangað enda ótrúlega skemmtilegur staður. Svo fórum við í partí um kvöldið heima hjá Hauki vini mínum og svo í bæinn en hann hafði verið á Íslandi í viku en ekki náð að upplifa almennilegt djamm í miðboginni. Við fórum á Sirkus, Ellefuna og Kaffibarinn og fórum ekki að sofa fyrr en klukkan hálfátta um morguninn því þegar búið var að loka stöðunum fórum við bara heim að spjalla og höfðum um nóg að tala. Á sunnudeginum fórum við svo í smá bíltúr rétt út fyrir Reykjavík og röltum um Elliðaárdalinn. Á mánudeginum var svo vaknað eldnsemma og við skelltum okkur á Kaffivagninn og fórum svo heim að skiptast á tónlist áður en ég fór í vinnuna en hann hélt áfram ferðalagi sínu á mánudeginum og flaug til Berlínar.“ Erfitt að kveðja Aðspurð hvort það séu einhverj- ir sérstakir staðir sem hún fari með ferðalanga sína á segir hún að þeir sem hún hafi hitt hafi viljað sjá eitthvað sem þeir myndu sjálfir ekki endilega átta sig á að skoða. „Ég fór til dæmis með bæði Ian og Niels á Kaffivagninn niðri á höfn og svo vildu þeir fá að sjá einhver úthverfi svo ég keyrði með þá upp í Breiðholt að skoða þetta svokall- aða „gettó“ Reykjavíkur. Þeim fannst það mjög skemmtilegt og það að fá að upplifa eitthvað sem þeir myndu ekki upplifa sem týpískir túristar. Ég tók líka eftir því að þeim fannst íslenskar sundlaugar mjög spennandi. Svo gaf ég bæði Niels og Ian DVD-myndir um Ísland sem þeir voru mjög ánægðir með,“segir Svanhvít. „Þetta var svo skemmtileg helgi að mér fannst ótrúlega leiðinlegt þeg- ar hún var liðin og bæði Niels og Ian farnir. Það er náttúrulega mjög erfitt að kveðja þegar maður hefur haft það svona skemmtilegt með einhverjum,“ segir Svanhvít. „Ég las reyndar um eldri mann í Bandaríkjunum inni á Couchsurfing-síðunni um daginn en hann var að biðja fólk um ráð við því að kveðja fólkið sem hefði gist hjá honum því sér fyndist svo leiðin- legt að kveðja að hann legðist alltaf í þunglyndi þegar hann þyrfti að segja bless við fólkið. Ég er ekki alveg það slæm,“ segir Svanhvít hlæjandi. Mælir eindregið með sófagistingunum Fram undan hjá Svanhvíti eru svo enn fleiri heimsóknir en sjálf segist hún hafa mikinn áhuga á að fara til Barcelona í nánustu framtíð og vera nú þegar byrjuð að kíkja eftir laus- um sófa þar. „Það er þétt dagskrá hjá mér til dæmis yfir Airwaves-hátíð- ina af bæði stelpum og strákum sem ætla að koma og fá að gista. Ég mæli svo hiklaust með þessu fyrir fólk sem hefur kost á þessu, mín reynsla hefur verið alveg frábær og ég hef kynnst al- veg fullt af skemmtilegu fólki. Mað- ur lærir líka fullt frá gestunum sín- um um landið sem þeir koma frá og skiptist þannig á upplýsingum við þá sem er mjög áhugavert. Ég myndi heldur ekki hika við það að nýta mér þetta sjálf og á eflaust eftir að gera það þegar ég til dæmis fer til Barcelona,“ segir Svanhvít. Blaðamaður komst ekki hjá því að spyrja Svanhvíti að því að lokum hvort aldrei hefði verið neinn rómans í loftinu þegar svona ungir karlmenn hafa verið að gista hjá henni. „Nei, nei, ekkert alvarlegt, enda er sófa- gistingin ekki hugsuð sem einhver stefnumótaþjónusta,“ svarar Svanhvít skellihlæjandi. Áhugasömum er bent á heimasíðuna couchsurfing.com þar sem hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um sófagistingarnar. krista@dv.is Hvar heyrðirðu um þessa sófagistingu? „Vinir mínir höfðu sagt mér frá svipaðri síðu sem heitir hospitalityclub. com og svo sá ég heim- ildarmynd sem fjallaði um fólk sem hafði nýtt sér þá síðu á ferðalög- um. Mér fannst þetta mjög sniðugt og vildi gera slíkt hið sama. Þeg- ar ég fór að kanna málið betur rakst ég hins veg- ar á couchsurfing.com og leist mun betur á þá síðu. Þar gat ég les- ið mér miklu meira til um fólkið og það var miklu yngra og sniðugra fólk sem var á þeirri síðu svo ég gerðist bara not- andi og leitaði eftir fólki á Ís- landi.“ Varstu aldrei hræddur um að þetta gæti orðið eitthvað hættulegt? „Nei, ég var einhvern veginn með mjög góða til- finningu fyrir þessari síðu. Ég get líka séð myndir af fólkinu og lesið mér til um áhugamálin og svo skrifast maður aðeins á við mann- eskjuna áður en maður fer í heimsókn svo maður get- ur aðeins kynnst í gegn- um tölvupóstinn og maður ætti alveg að geta fundið það hvort manneskjan sé einhver bjálæðingur.“ Kom eitthvað þér á óvart við Ísland? „Nei, ég var búinn að lesa mér svo mikið til um landið að ég held það hafi verið nokkurn veginn eins og ég bjóst við. Það sem mér fannst kannski merkilegast var hvað landslagið hérna er breyti- legt. Mér finnst til dæmis allt öðru- vísi landslagið fyrir austan heldur en fyrir sunnan og mér líkar mjög vel við alla þessa fjölbreytni.“ Hefurðu nýtt þér sófagistingu í öðrum löndum? „Nei, ég er svo nýbúinn að skrá mig inn á couchsurfing-síðuna að fyrsta reynslan mín af sófagisting- unum var hérna á Íslandi. Ég á hins vegar fullt af vinum sem hafa nýtt sér þetta úti um allan heim og hafa allir mjög góðar sögur að segja. Það sem ég hef reyndar á tilfinningunni er að túristar sem nýta sér þetta hér á Íslandi séu flestir frekar vel menntað og skynsamt fólk. Það er hins vegar ekki alls staðar svoleiðis og ég veit að vinir mínir í Amster- dam þurfa að passa sig aðeins bet- ur á því hverjum þeir bjóða til sín því það er mikið af fólki sem fer til Amsterdam bara til að nota eiturlyf, stunda kynlíf og drekka bjór.“ Hverjir eru helstu kostirnir við sófagistinguna? „Maður kynnist landinu á allt öðruvísi hátt ef maður er að spjalla við innfædda og þeir gefa þér svona ákveðnar ráðleggingar um hvað sé sniðugt að skoða og benda á eitt- hvað sem maður myndi aldrei lesa um í túristabókunum. Svo er þetta líka mjög jákvætt þegar maður er fátækur námsmaður.“ HEILLAÐIST AF FJÖLBREYTTU LANDSLAGINU færi á versta veg yrði ég bara fljótur að forða mér frá við- komandi og finna mér gistiheim- ili eða hótel til að gista á.“ Heldurðu að þú eigir eftir að halda sam- bandi við fólkið sem þú hefur gist hjá? „Já, alveg pottþétt. Ég skemmti mér svo vel með bæði Svanhvíti og öllum hin- um. Þegar ég kem aftur til Íslands mun ég leita þetta fólk uppi. Ef fólkið sem ég hef hitt hérna á Íslandi kemur einhvern tímann til landsins sem ég mun setjast að í framtíðinni mun húsið mitt og sófinn minn standa því til boða.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Ég ætla að halda aðeins áfram að ferðast en næsta stopp er Berl- ín. Ég væri mjög til í að búa annars staðar en í Bandaríkjunum í ein- hvern tíma en ég verð samt að fara að finna mér vinnu því peningarnir mínir fara alveg að klárast.“ Hvað fannst þér best við Ísland? „Skyr! eða nei annars, pylsa. Eða, nei, ég meina Egils appelsín!“ FINNST ÍSLENSKAR PYLSUR ÆÐISLEGAR dV mynd gaui dV mynd gaui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.