Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill Nikulás Úlfar fæddist í gömlu timburhúsi við Hverfisgötuna 8.12. 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1977, stundaði nám í arkitektúr við Portsmouth Polytecnic School of Architecture í Englandi frá 1978, lauk þaðan BA-prófi 1981 og Diploma- prófi 1985. Nikulás Úlfar starfaði á Teiknistof- unni Teiknun sf. hjá Pálmari Ólafs- syni og Stefáni Benediktssyni 1981- 83, starfaði með Pálmari Ólafssyni og Einari Ingimarssyni á Teiknistofunni Bíldshöfða 18, Reykjavík 1985-91, var deildarstjóri Húsadeildar Árbæj- arsafns 1991-2001 og hefur starfað á skipulags- og byggingarsviði Reykja- víkurborgar frá 2001. Meðal verka Nikulásar Úlfars má nefna íbúðir eldri borgara við Kirkju- lund í Garðabæ, ásamt Pálmari og Einari; Friðrikskapellu á Hlíðarenda; Raðhús Garðhúsa í Bæjargili í Garða- bæ; hús hjálparsveitar skáta við Mal- arhöfða í Reykjavík og vallarhús og áhorfendastúku fyrir Stjörnuna í Garðabæ. Nikulás Úlfar vann m.a. að húsa- rannsóknum á vegum Árbæjarsafns og hefur skrifað fjölda greina og haldið fyrirlestra um gömul og sögu- leg hús og húsfriðunarmál. Nikulás Úlfar sat í stjórn knatt- spyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Vals 1986-92 og var dómnefndarfull- trúi í boðkeppni um hús SEM-sam- takanna við Sléttuveg í Reykjavík 1989. Fjölskylda Kona Nikulásar Úlfars er Þorbjörg Sóley Ingadóttir, f. 30.9. 1956, hjúkr- unarfræðingur. Hún er dóttir Inga Hjörleifssonar, fyrrv. starfsmanns á Keflavíkurflugvelli, og Kristrúnar Pétursdóttur, fyrrv. starfsmanns við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Börn Nikulásar Úlfars og Sóleyjar eru Eva Björk, f. 23.11. 1982, lækna- nemi við Háskólann í Árósum; Þóra Rún, f. 8.6. 1984, læknanemi við Há- skólann í Árósum en sambýlismað- ur hennar er Kristján Egill Karlsson; Ingi Már, f. 5.1. 1987, nemi við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði; Kristrún, f. 25.10. 1990, nemi við Flensborgar- skóla. Alsystkini Nikulásar Úlfars: Már, f. 1.12. 1949, sálfræðingur í Reykjavík; María Erla, f. 9.6. 1952, flugfreyja í Reykjavík; Þorvaldur Tómas, f. 21.10. 1954, húsasmiður í Svíþjóð; Halla Þóra, f. 27.12. 1957, bankastarfsmað- ur á Sauðárkróki; Hafsteinn, f. 18.1. 1960, rafeindavirki og útsending- arstjóri Stöðvar 2; Sigríður, f. 28. 2. 1973, húsmóðir í Kópavogi. Hálfsystur Nikulásar Úlfars, sam- feðra: Anna María, f. 19.3. 1946, skrif- stofumaður; Ester Helga, f. 4.7. 1947, húsmóðir. Foreldrar Nikulásar Úlfars eru Nikulás Már Nikulásson, f. 8.8. 1923, fyrrv. bifreiðastjóri í Reykjavík, og Þóra Þorvaldsdóttir, f. 18.2. 1925, húsmóðir. Ætt Nikulás Már er sonur Nikulásar, b. í Króktúni í Hvolhreppi Jónsson- ar, b. þar Jónssonar, b. þar Jónsson- ar, b. í Ey í Landeyjum Jónssonar. Móðir Jóns eldra í Króktúni var Auð- björg Einarsdóttir. Móðir Jóns yngra í Króktúni var Hólmfríður Einars- dóttir. Móðir Nikulásar í Króktúni var Helga, dóttir Runólfs, sonar Nikulás- ar, b. í Kollabæ Runólfssonar. Móðir Helgu var Helga Stefánsdóttir. Móðir Nikulásar Más var María Þórðardóttir, b. í Hávarðarkoti Ólafs- sonar. Móðir Maríu var Sigríður Páls- dóttir. Þóra er systir Herdísar, leikkonu og fyrrv. formanns Lífs og lands, móður Tinnu Þjóðleikhússstjóra og Hrafns kvikmyndagerðarmanns. Bróðir Þóru er Þorvaldur, arkitekt og fyrrv. forstöðumaður borgarskipu- lagsins og borgararkitekt. Þóra er dóttir Þorvalds, bóksala í Hafnar- firði Bjarnasonar, útvegsb. á Klöpp í Grindavík Tómassonar, frá Teigi í Fljótshlíð Guðmundssonar, útvegsb. á Flankastöðum. Móðir Þorvalds bóksala var Herdís Nikulásdóttir, út- vegsb. í Nýlendu í Leirhöfn Björns- sonar, í Vörum í Gerði Jónssonar. Móðir Þóru var María Víðis, syst- ir Sigríðar, konu Jóhanns Skaftasonar sýslumanns en þau Jóhann og Sigríð- ur voru systkinabörn frá Arnheiðar- stöðum á Fljótsdal. Bróðir Maríu var Jón Víðis landmælingamaður. María var dóttir Jóns Þveræings, b. á Þverá í Laxárdal Jónssonar, bróður Snorra á Þverá, föður Áskels tónskálds. Annar bróðir Jóns var Benedikt á Auðnum, faðir Huldu skáldkonu. Jón var son- ur Jóns, b. á Þverá Jóakimssonar, b. á Mýlaugsstöðum Ketilssonar, b. á Sig- urðarstöðum Tómassonar en meðal afkomenda Ketils voru þeir bræður Hallgrímur og Sigurður Kristinssyn- ir, forstjórar SÍS, og Aðalbjörg, móð- ir Jónasar Haralz bankastjóra. Móð- ir Maríu var Halldóra Sigurðardóttir frá Arnheiðarstöðum Guttormsson- ar en meðal frænda Nikulásar í þeirri ætt er Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. alþingismaður. DV Ættfræði föstudagur 21. september 2007 41 Nikulás Úlfar Másson nýskipaður forstöðumaður húsafriðunarnefndar Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur Hjálmar fæddist á Brekku í Mjóafirði og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá ML 1957, lauk prófi í forspjallsvís- indum 1958 og BC-prófi frá University of Glasgow 1965. Hjálmar var fiski- fræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun 1965–84, sviðstjóri þar 1984–89, var í rannsóknarleyfi við Northwest Atlantic Fish- eries Center í St. John‘s á Nýfundnalandi í Kanada 1989-90 og hefur síðan starfað hjá Hafrannsóknastofnun. Eiginkona Hjálmars er Kolbrún Sigurðardóttir, f. 2.3. 1940, deildar- stjóri. Hún er dóttir Sigurðar Guð- mundssonar hárskera og Kristínar Guðmundsdóttur forstöðukonu. Börn Hjálmars og Kolbrúnar eru Sigurður Stefán, f. 2.4. 1961, framkvæmdastjóri í Svíþjóð, kvæntur Jóhönnu Erlingsdóttur og eiga þau þrjá syni; Kristín Anna, f. 23.9. 1962, nemi við Viðskiptaháskólann á Bifröst, gift Jóni Þór Geirssyni og eiga þau tvær dætur; Ína Björg, f. 28.11. 1963, líffræðingur, búsett á Seltjarnarnesi, gift Sigurði Jónssyni og eiga þau þrjú börn; Vilhjálmur, f. 1.2. 1967, leikari í Reykjavík. Systkini Hjálmars eru Páll, f. 23.5. 1940, sjómaður á Seyðisfirði; Sigfús Mar, f. 28.11. 1944, bóndi á Brekku í Mjóafirði; Stefán, f. 11.9. 1949, matvælafræðingur á Akureyri; Anna, f. 7.3. 1954, kennari á Selfossi. Foreldrar Hjálmars eru Vil- hjálmur Hjálmarsson, f. 20.9. 1914, bóndi á Brekku í Mjóafirði og fyrrv. ráðherra og alþingismað- ur, og k.h., Anna Margrét Þorkels- dóttir, f. 15.2. 1914, húsfreyja. Jón Steinar fæddist í Reykjarvík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1967 og emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1973. Jón Steinar var fulltrúi á lögmannsstofu 1974– 1977, sjálfstætt starfandi málaflutningsmaður 1977–2004, prófessor við Háskólann í Reykjavík 2002 –2004 og var skipaður hæstaréttardómari frá 15.10. 2004. Hann var stundakennari við lagadeild HÍ 1975–1977, dósent þar 1977–1978 og aðjúnkt 1979– 1981 en flutti eftir það reglulega kennslufyrirlestra við deildina og hefur kennt lögfræðingum munnlegan málflutning hjá End- urmenntunarstofnun HÍ og á nám- skeiði fyrir verðandi málflytjendur. Jón Steinar sat í stjórn Heimdallar 1968–69, í stjórn SUS 1969–71, var fulltrúi stúdenta í háskólaráði HÍ 1970–72, formaður Orators 1971– 72, ritari í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1974–79, sat í stjórn Lög- mannafélags Íslands 1981–86 og var formaður þess 1983–86, sat í framkvæmdastjórn SÁÁ 1982–84, sat í dómstól KSÍ frá 1983, var forseti dómsins 1985–2004, var formaður kjörnefnda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1985–91, sat í stjórn Bridgesambands Íslands 1986– 89 og var forseti þess 1987–89 og síðar formaður dómnefndar sambandsins 1990–98, sat í landskjörstjórn 1991–95, var formaður yfirkjörstjórnar við alþingiskosningar í Reykjavík 1995–2000, var formaður yfirkjörstjórnar við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 1994 og sat í yfirkjörstjórn 1998, og var formaður nefndar sem fjallaði um lögleiðingu EES-reglna í landsrétt á Íslandi 1997–98. Rit eftir Jón Steinar: Deilt á dómarana, 1987; Um fordæmi og valdmörk dómstóla, 2003; Um málskot í einkamálum, 2005. Hann hefur auk þess skrifað mikinn fjölda greina í blöð og tímarit sem og bókarkafla um stjórnmál og lögfræðileg málefni. Eiginkona Jóns Steinars er Kristín Pálsdóttir, f. 14.11. 1952, hjúkrunarfræðingur. Hún er dóttir Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrv. veðurstofustjóra í Reykjavík, og k.h., Huldu Baldursdóttur, fyrrv. læknaritara. Börn Jóns Steinars og Kristínar eru Ívar Páll, f. 27.2. 1974, BA í hagfræði og blaðamaður; Gunnlaugur, f. 4.6. 1976, BS í verkfræði og fjármálaráðgjafi; Konráð, f. 12.2. 1984, laganemi; Hulda Björg, f. 16.3. 1986, laganemi; Hlynur, f. 30.8. 1988, nemi við MR. Að auki á Jón Steinar dæturnar Steinunni Fjólu, f. 30.11. 1970, kennara; Ásdísi, f. 16.9. 1972, mannfræðing, og Birnu Írisi, f. 14.1. 1973, tölvunarfræðing. Foreldrar Jóns Steinars: Gunnlaugur Ólafsson, f. 10.11. 1919, d. 3.6. 1979, leigubílstjóri, og Ingibjörg Margrét Jónsdóttir, f. 3.6. 1923, d. 2.9. 1998, bókavörður. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari 60 ára á fimmtudag 70 ára á þriðjudag MAÐUR VIKUNNAR Nikulás Úlfar Másson arkitekt hefur ver- ið skipður forstöðu- maður húsafriðun- arnefndar en hann tekur við því starfi 1. október nk. Segja má að hann taki við nýja starfinu á spenn- andi tímum á sviði húsafriðunar. Mikil umræða hefur átt sér stað um Laugaveg- inn, Lækjargötuna og Lækjartorg í Reykja- vík að undanförnu og núverandi borgar- stjóri og borgarstjórn- armeirihluti hafa sýnt hugmyndum um varðveislu gamalla húsa og götumynda í Kvosinni mikinn og vaxandi áhuga að undanförnu. LEIÐRÉTTING Í grein um Kanasjónvarpið í síðasta helgarblaði DV var ranghermt eftir Sigurði Líndal að hann og Hannes Pétursson skáld hefðu verið kallaðir á fund Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Ónefnd- ur, málsmetandi aðili kom þeim fundi á að eigin frumkvæði. Beð- ist er velvirðingar á þessari ónákvæmni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.