Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 21. september 200762 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Hljómsveitin Our Lives er um þessar mundir í tónleikaferðalagi um Bretlandseyjar en hún hefur verið dugleg að greina frá því á Myspace-síðu sinni hvað gengur á í ferðinni. Í nýjustu fréttum frá strákunum í sveitinni er hins veg- ar greint frá því að þeir hafi gist á hosteli í Bretlandi um daginn og þegar þeir hafi komið niður í morgunmat hafi verið blóð um öll gólf í matsalnum. Einnig segj- ast strákarnir hafa fengið tvær líflátshótanir frá einhverjum Bret- um en segjast þó allavega geta huggað sig við það að veðrið sé hið prýðilegasta. n Í fyrrakvöld varð ljóst að einn prestur Grafarvogskirkju, séra Anna S. Pálsdóttir hefði ver- ið skipuð Dómkirkju- prestur. Á vef tímaritsins Mannlífs er þess getið að séra Anna sé móð- ir Gunnars Hanssonar leikara en hún á líka tvo aðra og öfluga syni: Árna Pál, kvik- myndagerðarmann hjá True North og Ragnar sem er leikstjóri þáttanna vinsælu um Frímann Gunnarsson. Í dag, 21. septem- ber, eru nákvæmlega tíu ár frá því séra Anna var vígð inn í embætti prests. Vígslan fór fram í Dómkirkjunni. Þar var faðir Önnu, Páll Ísólfsson, organisti og kórstjóri í áratugi enda sagði séra Anna í samtali við dv.is að henni fyndist hún vera komin heim. n Á vefsíðunni mannlif.is var greint frá því í gær að leikarinn ungi og efnilegi Þorvaldur Dav- íð Kristjáns- son hefði fengið millj- ón króna styrk frá Baugi. Styrk- urinn mun vera upp í skólagjöld kappans en hann stundar nú nám við virta leiklistarskólann Juilliard í New York. Meðal leikara sem hafa stundað nám við Juilliard eru meðal annars hinn góðkunni Christopher Reeve sem lék Superman, grínistinn og leikar- inn Jamie Foxx, Kevin Spacey, Val Kilmer og Ving Rhames að ógleymdum hinum óborganlega Robin Williams. Hver er maðurinn? „Hann er 53 ára Vestmannaeying- ur.“ Hvað drífur þig áfram? „Kannski einhvers konar blanda af metnaði og vilja til þess að hrinda hugmyndum mínum og jafnvel hug- sjónum í framkvæmd.“ Hvað gerir þú í frístundum? „Mestmegnis ver ég mínum fáu frístundum með fjölskyldunni en tómstundagamanið snýst aðallega um veiðar af ýmsu tagi. Þar eru fugla- veiðar og fiskveiðar í aðalhlutverki.“ Áttu stóra fjölskyldu? „Já, ég á stjóra fjölskyldu. Ég á konu, fjögur börn, fjögur barna- börn, auk þess sem ég á bæði hund og kött.“ Hvernig myndir þú lýsa starfinu þínu í einni setningu? „Starfið mitt er spennandi og ögr- andi argaþras.“ Stenst RÚV fjárhagsáætlun? „Já, RÚV stenst fjárhagsáætlun.“ Gætir þú hugsað þér að verða sjónvarpsstjóri SkjásEins svo þú næðir að verða sjón- varpsstjóri á öllum vígstöðvum? „Nei, ég myndi ekki vilja það. Alla- vega ekki í augnablikinu að minnsta kosti.“ Pirrar þig umfjöllunin um bílinn þinn? „Hún pirrar mig í sjálfu sér ekki. Mér finnst þó satt best að segja dá- lítið bjánalegt að sjá sömu fréttina í fimmta, sjötta eða sjöunda sinn.“ Saknar þú þess að vera í hlutverki fréttamannsins? „Já, ég sakna þess mikið. Starf óbreytts fréttamanns er skemmti- legasta starf sem ég hef unnið og ég vildi gjarnan fá tækifæri til að starfa við það aftur.“ Gætir þú hugsað þér að verða forseti? „Nei, varla. Ég veit ekki hvort mér fyndist það nógu spennandi.“ Hvar sérð þú RÚV eftir tíu ár? „Eftir tíu ár sé ég Ríkisútvarpið fyr- ir mér sem þróttmikinn, sjálfstæðan og sterkan fjölmiðil í almannaþjón- ustu.“ Verður þú við stjórnvölinn? „Ég veit það ekki. Það er ómögulegt að segja. Tíu ár eru langur tími í þess- um bransa og hlutirnir geta verið fljót- ir að gerast.“ Kaupir þú ennþá bara það besta? „Nei, ég kaupi ekki bara það besta en reyni auðvitað að kaupa það eins oft og ég get. Stundum geri ég mistök í innkaupum, eins og aðrir.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx +6 7 xxxx xx xx xx xx xx +8 4 +8 4 +4 7 xx +6 4 xx xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx +44 xx xx xxxx +5 4 +7 7 xx +8 4 +5 7 xx xx xx xx +5 7 xx +7 7 +7 4 +8 4 +6 12 xx xx xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS Spennandi og ögrandi argaþraS Páll Magnússon hefur sem útvarpsstjóri í mörg horn að líta þessa dagana. Í vik- unni sagði hann Ríkisútvarpið vinna samhliða Ríkisendur- skoðun að því að fínstilla reksturinn en vísaði því á bug að RÚV ohf. færi fram úr fjár- hagsáætlun. Stjörnur vIkUNNAR ekki leikur nokkur vafi á því að lögreglan og Landhelgisgæslan eiga skilið flestar stjörnur þessa vikuna fyrir að leggja hald á mesta magn fíkniefna sem um getur í Íslandssögunni á fáskrúðsfirði í gær. Lögregluembættið og Landhelgis- gæslan í heild sinni fá því fjórar stjörnur í von um að þær verði hvati til þess að leggja hald á ennþá meira magn fíkniefna í framtíðinni. valnefnd í Dómkirkjuprestakall fær þrjár stjörnur fyrir að mæla með önnu sigríði pálsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Hún verður því fyrsta konan sem gegnir embætti dómkirkjuprests og er þar með enn eitt vígi karla fallið. Björgólfsfeðgar fá tvær stjörnur fyrir að ætla að lífga upp á miðbæinn með byggingu svokallaðs miðborg- arkjarna við barónsstíg. Kaupmenn og íbúar í miðbænum hafa löngum kvartað undan skorti á stóru verslunar- og þjónusturými og nú er loks útlit fyrir að leyst verði úr því vandamáli. miðbærinn hefur verið á uppleið undanfarin ár en það er ekki spurning að framtak bjögganna bæti þar um enn betur. Það er að minnsta kosti kominn tími til þess að hægt sé að versla innanhúss við Laugarveginn að vetri til þegar kuldinn bítur of mikið. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, fær eina stjörnu fyrir að leggja niður eina af fjölmörgum óþarfanefndum sem eru í gangi, byggingarnefnd um nýjan Landspít- ala, þótt við það hafi gamli refurinn, alfreð Þorsteinsson, misst bitlinginn sinn. guðlaugur fengi eflaust enn fleiri stjörnur héldi hann áfram á sömu braut og legði af fleiri nefndir sem engin þörf er á því verkefnin má vel vinna annars staðar og þá án aukagreiðslna. Hann hlýtur að gera það. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.