Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 23. september 200734 Sport DV Topplið FH fær Val í heimsókn í 17. og næstsíðustu umferð Landsbankadeildar karla á sunnudag. Tveim- ur stigum munar á liðunum, FH hefur hlotið 34 stig en Valur 32. Bæði lið töpuðu stigum í síðustu umferð en það var í þriðja skiptið í sumar sem Valur gat komist upp fyrir FH en tókst ekki. Fyrri leik liðanna í deildinni lauk með 4-1 sigri Vals. FH vann síðan Val í undanúr- slitum Visa-bikarsins 1-0 fyrr í sumar. Sigri FH verður liðið Íslandsmeistari. Það er ekki flóknara en það. Þá munar fimm stigum á liðunum þeg- ar ein umferð er eftir. FH-ingar hafa verið á toppnum í 60 umferðir í röð sem er einstakt afrek. Sumir segja að liðið hafi ekki spilað jafnvel í ár og undanfarin sumur en það eru úrslitin sem telja. Liðið hefur reyndar gert fjögur jafntefli í sumar en aðeins tapað tveimur leikj- um. Fyrir Val og Breiðablik í síðustu umferð. Hins veg- ar spilar ekkert lið betur en FH. Þeir reyna yfirleitt alltaf að spila út úr vörninni og langir boltar eru fátíð sjón á leikjum FH í sumar. FH er vel mannað lið, trúlega með besta mann- skapinn í deildinni og liðið virðist ná vel saman innan vallar sem utan. Þeir hafa lent í skakkaföllum í sumar, misst nokkra leikmenn í meiðsli en það kemur maður í manns stað í FH. Freyr Bjarnason, einhver vanmetnasti bakvörður landsins, meiddist fyrr í sumar en þá kom ungur leikmaður, Hjörtur Logi Valgarðsson, í hans stað og kom í veg fyrir að liðið saknaði Freys. Sigurvin Ólafs- son hefur einnig átt í meiðslavandræðum í sumar. Ás- geir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið svo vel í sumar að hann var verðlaunaður með landsliðssæti. Svona mætti lengi telja. FH-ingar hafa verið ótrúlega sigursælir í Kaplakrika undanfarin ár. Liðið tapaði þar síðast 16. júlí í fyrra einmitt gegn Val. Liðið hefur varið heimavöllinn vel og fá lið, ef einhver, koma með þrjú stig þaðan. Willum naskur Valsmenn hafa elt FH-inga í allt sumar. Liðið hefur þrisvar sinnum klúðrað tækifæri til að komast á topp- inn og fær fjórða tækifærið á sunnudag. Undir stjórn Willums Þórs Þórssonar hefur Valsliðið tekið stakka- skiptum. Það hefur umturnast úr liði sem féll annað hvert ár í toppfótboltalið. Willum hefur verið naskur að fá til sín leikmenn og ná því besta út úr þeim. Garð- ar Gunnlaugsson, Ari Freyr Skúlason, Bjarni Ólafur Ei- ríksson og síðasta dæmið var Garðar Jóhannsson. All- ir nema Bjarni eru í atvinnumennsku en Bjarni Ólafur kom heim á miðju sumri eftir dvöl hjá Silkeborg í Dan- mörku. Framlína Vals er það sem gerir liðið að því sem það er í dag. Guðmundur Benediktsson og Helgi Sigurðs- son ná vel saman og geta splundrað hvaða vörn sem er á góðum degi. Þó er eins og Valur tapi stigum í hvert sinn sem Guðmundur fær ekki boltann í lappirnar allan leikinn frá samherjum sínum. Valur vill falla of oft í þá gryfju að þruma boltanum upp í hornin þar sem Helgi Sigurðsson reynir að kljást við varnarmenn andstæð- inganna á sprettinum. Klókir varnarmenn hafa les- ið þetta hjá Val en stundum ganga þessir löngu boltar upp. Þá er ekki að sökum að spyrja og Helgi nýtir færin sín betur en flestir á Íslandi. Varnarleikur Vals er gríðarlega sterkur með miðverð- ina Atla Svein og Barry Smith sem fremstu menn. Atli og Barry eru yfirleitt með bestu mönnum vallarins þótt það fari ekki mikið fyrir þeim. Hraðann sem miðverðirnir hafa ekki bæta bakverðirnir upp. Þar eru Birkir og Rene Carlsen. Birkir er ótrúlega fljótur, tekur löng og stór skref og nær mótherj- um sínum undantekningarlaust. Það er athyglisvert að Valsmenn hafa náð 19 stigum á útivöllum í sumar en 13 á „heimavelli“. Liðið hefur leikið undanfar- in ár á Laugardalsvelli þar sem stemn- ingin hefur yfirleitt verið dauð og ómerk. Valsmenn hafa reynt en sál- arlaus Laugardalsvöllur býður ein- faldlega ekki upp á að góð stemn- ing myndist hjá félagsliði. Markverðirnir veikasti hlekkurinn Hjá báðum liðum eru mark- verðirnir veikustu hlekkirnir. Kjartan Sturluson, markvörð- ur Vals, er þó mun slakari en Daði Lárusson. Kjartan er hávaxinn og er sterkur mað- ur á móti manni. Hins veg- ar eru fyrirgjafir, úthlaup, útspörk ótrúlega slök mið- að við að hann er búinn að vera markvörður allt sitt líf. Ef FH spilar upp á fyrirgjafirnar verða Valsmenn í vandræð- um. Útspörk Kjart- ans eru á við skóla- strák en taka skal fram að hann hefur tekið framförum í sumar. Daði Lár- usson hefur ekki verið jafnstöðug- ur í sumar og undanfar- in ár. Hann er sterkur alhliða markvörður, góður maður á móti manni en skortir að halda ein- beitingu í 90 mínútur. Á móti Breiðabliki fékk hann sex skot á sig. Fjór- um sinnum þurfti hann að hirða boltann úr netinu. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Landsbankadeild karla fer fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Þá mætast FH og Valur en aðeins munar tveimur stigum á liðunum þegar tvær umferðir eru eftir. Sigur tryggir FH titilinn fjórða árið í röð en vinni Valur fer það langleiðina með að tryggja liðinu titilinn, þann fyrsta í 20 ár. Kjartan Birkir Atli Barry Rene Bjarni ÓlafurSigurbjörnPálmiBaldur Helgi Guðmundur Daði Freyr Sverrir Tommy Guðmundur Davíð Sigurvin Ásgeir Matthías V. Tryggvi Matthías G. LÍKLEG BYRJUNARLIÐ OG TITILLINN ER ÞEIRRA Leikir FH og VaLs í kapLakrika undanFarin ár 16.07.2006 fH - Valur 1-2 efsta deild 21.08.2005 fH - Valur 2-0 efsta deild 29.05.2003 fH - Valur 4-0 efsta deild 19.06.2001 fH - Valur 1-0 efsta deild 14.07.2000 fH - Valur 1-1 1. deild 14.06.1995 fH - Valur 2-3 efsta deild 04.08.1994 fH - Valur 0-1 efsta deild 04.09.1993 fH - Valur 1-1 efsta deild Benedikt Bóas hinkrisson blaðamaður skrifar: benni@dv.is Markvarðahrellir Helgi sigurðsson hefu r farið mikinn í Landsbankadeildinni í sumar og skorað ellefu mörk í sextán le ikjum. ef hann mætir í skotskónum í leikinn gegn fH, á vörn fH-inga ekki von á góðu. enn í höndum Fh fH-ingar geta með sigri á Val tryggt sér fjórða Íslandsmeistaratitil félagsins á jafnmörgum árum. til þess að vinna þarf tryggvi guðmundsson að eiga góðan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.