Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 10
föstudagur 21. september 200710 Helgarblað DV Nærri tugur faNga strokið á áriNu frægustu flóttar úr HegNiNgarHúsiNu Nokkrir fangar sem afplánuðu dóm í Hegningarhúsinu á 6. áratug síðustu aldar náðu að ginna fangavörð og struku úr fangelsinu. Á þessum tíma var aðeins einn vörður sem sinnti gæslu hverju sinni. Fangarnir plötuðu vakthafandi vörð til þess að máta handjárn og náðu að járna hann við fastan hlut í herberginu. Eftirleikurinn var föngunum auðveldur sem komust út úr fangelsinu og lögðu á flótta. Fangarnir náðust allir aftur. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Hegningarhússins, þekkir umrætt tilvik og hefur heyrt af því sögur. Hann man eftir fleiri ævintýralegum tilvikum við flótta úr fangelsinu og segir sum þeirra hafa verið skipulögð fyrirfram. „Ævintýralegustu tilvikin ná langt aftur. Á milli fangavarða gengur iðulega sú flökkusaga er nokkrir fangar plötuðu vörð til að máta handjárn og náðu að járna hann við fastan hlut. Að því loknu nýttu þeir tækifærið og komust út úr húsinu,“ segir Guðmundur. Fangavörður handjárnaður Einir 6 fangar, sem afplánuðu dóm í Hegningarhúsinu, skipu- lögðu flótta sinn vandlega. Þeir komust yfir tól til að saga fang- elsisrimla og vönduðu hvert skref flóttans. Á meðan einn fang- anna afvegaleiddi fangavörð beittu hinir sér fyrir því að saga í sundur rimla sem voru fyrir þakglugga fangelsins. Það tókst föngunum á endanum og náðu þeir allir að strjúka. Fangels- isyfirvöld þurftu því að leita 6 fanga að þessu sinni og náðust þeir einn af öðrum eftir flóttann. Guðmundur segir augljóst að fangarnir hafi unnið að flóttanum um nokkurt skeið því hann gekk furðuvel fyrir sig. Út um þakgluggann „Það er ekkert fangelsi það ramm- gert að fangar hafi ekki nokkurn tímann eða muni ekki nokkurn tím- ann strjúka úr því,“ segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fang- elsismálastofnun. Níu fangar hafa strokið úr lok- uðu fangelsi á árinu, úr vistun utan fangelsis eða frá flutningsmönnum fanga. Frá því að Fangelsismála- stofnun hóf skráningu stroka og stroktilrauna árið 1986 hafa nærri hundrað fangar strokið úr lokuðu fangelsi. Síðustu tvo áratugi hafa aðeins sex ár liðið án þess að fangar hafi strokið. Stroktilraunum úr fangelsum hefur aftur á móti snarfækkað frá upphafi síðasta áratugs síðustu aldar. Metfjöldi stroka úr lokuðu fangelsi var árið 1991 er 20 fangar struku eða gerðu tilraun til þess. Í kjölfar þess var gert verulegt átak í öryggismálum fangelsa til að hindra flótta og tölfræðin sýnir þann góða árangur sem náðst hefur. Það hefur aldrei gerst í Íslandssögunni að fangi hafi náð að strjúka án þess að vera handsamaður á nýjan leik. Erfitt að reikna fjölda matargesta Aðspurður segir Erlendur mikilvægt að gera greinarmun á því hvort um strok úr lokuðu fangelsi sé að ræða eða flótta utan fangelsis. „Strokin voru mun algengari hér áður fyrr. Þá var gjarnan gert grín að því að kokkurinn á Litla-Hrauni vissi aldrei hversu margir yrðu í mat um kvöldið. Í dag er þetta komið niður í nánast ekki neitt, í kringum ekkert til tvö strok á ári. Það kemur hins vegar oftar fyrir að menn láti sig hverfa á öðrum vígstöðvum,“ segir Erlendur. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Hegningarhússins við Skólavörðustíg, tekur í sama streng. Hann segir erfiðast að eiga við fangaflótta í flutningum. „Tölurnar sýna að við erum í góðum málum og sem betur fer er þetta orðið ansi sjaldgæft. Í umræðunni er mikilvægt að aðskilja strok úr lokuðu fangelsi og strok úr fangaflutningi. Það er algengast að menn stökkvi í burtu þegar þeir fara til tannlæknis eða eitthvað slíkt og við það er erfitt að eiga,“ segir Guðmundur. Húsin ekki mannheld Erlendur segir flutninga milli fangelsa vera afar viðkvæma. Hann segir ávallt hættu á stroki þegar fangar eru færðir milli staða. „Viðkvæmasti punkturinn er þegar verið er að flytja menn frá fangelsi til annarra staða, til dæmis læknis eða tannlæknis. Þá hafa menn látið sig hverfa út um glugga eða af klósettinu. Á hverju ári eru mjög margir fangaflutningar og þá er alltaf hætta á stroki,“ segir Erlendur. Aðspurður telur Guðmundur töluvert hafa unnist í öryggismálum fangelsa síðasta áratug. Hann segir umhverfi fangelsanna ekki lengur bjóða upp á auðveldan flótta. „Eftir tíðar flóttatilraunir um nokkurt skeið var gert mikið átak í flótta- og öryggismálum fangelsanna. Þá hafði þeim málum lítið verið sinnt og margar leiðindauppákomur áttu sér stað. Húsin voru varla lengur mannheld. Eftir átakið er umhverfið allt annað og ekki lengur þannig umhverfis að fangar séu hvattir til flótta. Starf fangavarða er orðið mun þægilegra eftir að dregið hefur úr sífelldum ótta um að fangarnir hlaupi í burtu,“ segir Guðmundur. Engum orðið meint af Guðmundur fagnar bættu umhverfi fangavarða sem áður hafi starfað í sífelldum ótta við flótta fanga. Hann telur mikilvægt að gæta þess að fara ekki of langt í þá veru að gera fangelsin ómannleg. „Áður þurftu fangaverðir sífellt að vera skíthræddir um strok fanganna og það truflaði eðlilegt starf með föngunum. Það var í raun og veru ótækt og sem betur fer hefur verið vel tekið á þessu. Hins vegar þurfum við líka að passa að gera fangelsin ekki ómannleg þannig að jaðri Verulega hefur dregið úr að fangar strjúki eftir að ráðist var í átak í öryggis- málum fangelsa í lok síðustu aldar. Áður kom það fyrir að yfir tugur fanga strauk úr lokuðu fangelsi árlega. 1991 var al- gjört metár en þá flýðu 20 fangar úr fang- elsi. Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, segir ekkert fangelsi geta komið í veg fyrir flótta. TrausTi HafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Erlendur Baldursson deildarstjóri hjá fangelsismálstofnun segir að flestar flóttatilraunir séu gerðar við flutninga fanga til og frá fangelsum. Hann segir ástæður þess að fangar strjúki oftast lítilvægar. Guðmundur Gíslason forstöðumað- ur Hegningarhússins við skólavörðustíg fagnar þeim árangri sem náðst hefur í öryggismálum fangelsa. Hann man eftir skrautlegum flóttatilraunum úr fangelsinu. „Tölurnar sýna að við erum í góðum mál- um og sem betur fer er þetta orðið ansi sjaldgæft.“ Strok og Stroktilraunir úr lokuðum fangelSum 1986-2007 1986 12 faNgar 1987 6 faNgar 1988 8 faNgar 1989 5 faNgar 1990 10 faNgar 1991 20 faNgar Strok úr viStun utan fangelSa 2004-2007 2004 1 faNgi 2005 3 faNgar 2006 3 faNgar 2007 4 faNgar SamtalS: 11 fangar Erfitt að strjúka eftir verulegt átak í öryggismálum hefur föngum sem strjúka úr fangelsum snarfækkað. Í ár hafa þrír fangar strokið úr lokuðu fangelsi og nærri tugur reynt flótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.