Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Side 12
föstudagur 21. september 200712 Helgarblað DV „Þetta mál hafði þau áhrif strax í upp- hafi að markaðurinn með gömlu verkin hrundi algjörlega. Hin verkin héldust meira óbreytt, en það er fyrst núna sem þetta er að komast aftur í eðlilegt horf,“ segir Tryggvi P. Frið- riksson listmunasali um afleiðingar málverkafölsunarmálsins á íslenskan málverkamarkað. Málverkafölsunarmálið, er eitt stærsta fölsunarmál sem komið hef- ur upp á Norðurlöndunum. Verkin sem upphaflega voru til rannsóknar vegna gruns um fölsun eru allt að níu hundruð talsins. Kærur vegna hinna fölsuðu mál- verka bárust lögreglunni fyrst árið 1997 og við árslok það ár voru 27 verk til rannsóknar. Grunsemdir höfðu vaknað um að ekki væri allt með felldu en málið hafði verið til umræðu í listaheiminum í töluverðan tíma. Ól- afur Ingi Jónsson, forvörður hjá Lista- safni Íslands fékk myndirnar til sín til rannsóknar og skar úr um hvort þær væru falsaðar eða ekki. Pétur Þór dæmdur Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur Pétri Þór Guðmundssyni sem þá var eigandi og framkvæmda- stjóri Gallerí Borgar. Málið var höfð- að vegna þriggja mynda sem voru merktar Jóni Stefánssyni en þær voru málaðar af dönskum listmálara. Það þótti sannað í Héraðsdómi Reykjavík- ur að búið væri að strika nafn danska málarans út. Pétur var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi fyrir að hafa selt umrædd verk. Eftir að dómurinn féll í máli Pét- urs héldu fölsuðu málverkin áfram að koma til sérfræðinganna sem rann- sökuðu verkin. Sérfræðingar höfðu á orði um að verkin væru mjög illa fölsuð og lítill metnaður hafi verið settur í þau. Aftur ákærður Eftir að hafa afplánað fyrri dóminn var Pétur aftur ákærður ásamt Jónasi Freydal vegna nýrra gagna sem fram komu í málinu. Héraðsdómur dæmdi þá til fangavistar en þeim úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar. Miðvikudaginn 19. maí árið 2003 voru þeir sýknaðir fyrir aðild sína að málinu. Jónas hafði áður verið dæmdur í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en Pétur hafði fengið sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómnum þótti sannað að tvö málverk sem hann seldi væru fölsuð. Í dómi Hæstaréttar sagði að álitsgerð- ir sérfræðinga sem fengnir voru til að meta verkin væru ótækar. Ástæð- an var sú að sérfræðingarnir störfuðu hjá Listasafni Íslands sem var einn kærenda í málinu. Þess vegna var ekki hægt að sanna sekt þeirra Péturs og Jónasar. Fölsuð málverk eru enn að koma til sérfræðinga og hefur listaheimur- inn varla beðið þess bætur síðan. Mikil tortryggni Tryggvi P. Friðriksson listmuna- sali hjá Gallerí Fold segir málið hafa haft gífurleg áhrif á listaverkamarkað- inn hér á landi. Tryggvi segir erfitt að meta hvernig listaverkamarkaðurinn stæði í dag, ef málið hefði ekki kom- ið upp. „Þetta mál hafði þau áhrif strax í upphafi að markaðurinn með gömlu verkin hrundi algjörlega. Hin verk- in héldust meira óbreytt, en það er fyrst núna sem þetta er að komast aftur í eðlilegt horf. Verðið á verkun- um hrundi og fólk hélt mikið aftur af sér við að kaupa og selja verk. Það var mikil tortryggni í gangi. Þegar verst lét var rúmlega helmingslækkun á veltu á listaverkauppboðunum. Í ár sjáum við fram á að ná sambærilegri veltu og árið 1997,“ segir hann og bætir við: „Þetta er búið að vera niðurlæginga- tímabil íslenskrar listasögu.“ Fólk missti áhuga Allt að níu hundruð verk hafa ým- ist verið staðfest fölsuð, eða sterk- ur grunur leikur á um þau hafi verið fölsuð. „Reynist sú tala vera rétt, þá er búið að plata rosalega marga Íslend- inga. Ég þekki sjálfur um mjög marga sem hafa verið plataðir og þó að það sé ekki þeim sjálfum að kenna, þá er það rosalega niðurlægjandi að láta plata sig. Það sögðu mér margir að þeir væru hreinlega búnir að missa áhuga á því að kaupa og selja verk vegna þessa máls,“ segir hann. Horfurnar á listaverkamarkaðn- um er ágætar nú um stundir að mati Tryggva. „Pétur Þór Gunnarsson er reyndar að opna nýtt gallerí á næstunni, en ég býst við því að hann verði undir mjög sterku eftirliti“ segir Tryggvi P. Frið- riksson listmunasali. Gömul falsverk koma aftur Jafnvel þó svo markaðurinn hafi rétt úr kútnum og trúverðugleiki ís- lenskra listaverka hafi aukist á ný, þá er vandamálið enn þá til staðar. Verk sem hafa reynst fölsuð eða eru grun- uð um að vera fölsuð er ekki tekin af eigendum sínum, heldur eru gífur- lega mörg þeirra í vörslu út um allan bæ. Tryggvi segir þetta ástand geta verið afar varhugarvert. „Verkin geta komið inn á markað aftur ef menn halda ekki aftur af sér. Til dæmis lenntum við í því árið 2003 að verk úr tæplega þrjátíu ára gömlu fölsunar- máli komu aftur á markað. Þau höfðu verið í vörslu manns, sem vissi vel að þau væru fölsuð og ætlaði aldrei að gera neitt annað en að eiga þau sjálf- ur. Svo þegar hann féll frá og búið hans var leyst upp, þá fóru ættingjar mannsins að koma verkum í umferð sem þau vissu ekki betur en að væru ófölsuð.“ Allir töpuðu Engin verk eftir núlifandi lista- menn hafa verið fölsuð og seld á markaði, svo vitað sé til. Tryggvi telur þó ekki að nokkrir listamenn eða lista- verkasalar öðrum fremur hafi hagn- ast á því ótrygga ástandi sem skapað- ist í kjölfar málsins. Þó svo hægst hafi verulega á viðskiptum með verk eftir gömlu meistarana sem voru fölsuð, þá jókst ekki sala á verkum eftir núlif- andi listamenn. Eðlilega eru nokkrar sveiflur á listaverkamarkaðnum, en að mati Tryggva stjórnast þær frekar af tísku en efnahagsástandi í landinu hverju sinni. „Ég held að það sé blóm- leg tíð framundan og ef við fáum að vera í friði, þá hlýtur leiðin að liggja bara upp á við. Málverkið er búið vera í rosalegri alþjóðlegri sókn, sölumeti eru slegin á málverkauppboðum er- lendis í hverjum mánuði.“ Merktu ómerktar myndir Tryggvi hefur sínar hugmyndir um hvernig málvekafölsunarmálið kom til í upphafi. „Ég geng út frá því að Pétur Þór sé sekur, elstu falsanirnar ná aft- ur til loka níunda áratugarins en síð- an jókst þetta smám saman. Pétur Þór yfirtók galleríð á árunum 1992 til 1993 og þá fór þetta alveg á fullt þar til þetta var stoppað árið 1997. Þessar falsan- ir eru svo margháttaðar. Ég er viss um að þetta mál byrjaði þannig að menn fóru að merkja myndir sem þeir vissu að voru eftir fræga listamenn, en voru ómerktar. Síðan þróaðist það þannig að menn fundu myndir sem líktust verkum eftir frægara málara og gætu hafa verið eftir þá. Menn tóku því upp á að merkja þær einnig. Þannig vatt þetta mál upp á sig.“ valgeir@dv.is, einar@dv.is Listaverkamarkaðurinn á Íslandi er núna fyrst að rétta úr kútnum eftir málverkafölsunarmálið mikla. Tíu ár eru liðin síðan málið kom upp á yfirborðið. Málverk eftir gömlu meistara íslenskrar myndlistar voru fölsuð og hundruð kaupenda voru blekkt. Tryggvi P. Friðriksson listmunasali segir marga hafa orðið afhuga listaverk- um, en nú séu horfur á betri tíð. Falsað Jóni stefánssyni listmálara var eignaður heiður af þessu málverki eftir danskan listmálara. tryggvi p. friðriksson heldur á verkinu. lok niðurlægingar FAlsAður KjArvAl greinilegur munur er á eftirmyndinni af málverki Kjarvals. KjArvAl Ósvikið málverk eftir Jóhannes Kjarval KrAFs Nafni Jóns stefánssonar, listmálara hefur augljóslega verið bætt við þetta málverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.