Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 50
Sakamál Erasmo Palacios var á leið með eiginkonu sinni og rúmlega tvítugri dótturi í bröns. Hann óraði ekki fyrir þeim hremmingum sem þessum annars saklausa ásetningi myndu fylgja. Á leið á veitingastaðinn sáu hjónakornin konu sem stóð við götuna og veifaði höndunum sem óð væri. Þar sem þau hjónin voru hjálpsöm í eðli sínu renndu þau upp að konunni með það fyrir augum að veita henni aðstoð, sem hún virtist svo sannarlega þarfnast. Vart hafði Erasmo skrúfað niður rúðuna þegar konan var komin hálf inn um gluggann og bauð blíðu sína í gríð og erg. Hjónin gátu ekki annað en hlegið þegar þau höfnuðu tilboðum kvinnunnar. En oft kemur grátur eftir skellihlátur. Skömmu síðar hafði lögregla umkringt bifreið hjónanna, dregið Erasmo út úr henni og járnað hann. Engar útskýringar og mótbárur af hálfu hins handjárnaða eiginmanns voru teknar gildar og hann var ákærður fyrir að ætla að kaupa þjónustu vændiskonu. Hann mátti dúsa í grjótinu í átta klukkustundir, og kærur á hendur honum voru ekki felldar niður fyrr en eftir nokkrar vikur. Erasmo hefur nú kært bæjaryfirvöld og lögregluna vegna atviksins og segist þakklátur fyrir að fjölskylda hans hafi verið með í för þennan örlagaríka dag, því annars hefði enginn trúað honum. En sagan er ekki öll, því eftir að hann var handtekinn gerði lögreglan bifreið fjölskyldunnar upptæka og eiginkonan og dóttirin voru strandaglópar. Ef þau vilja bílinn aftur þurfa þau að borga sem svarar tvö hundruð og fimmtíu þúsund íslenskum krónum. Hann komst að því fullkeyptu miskunnsami Samverjinn í Bandaríkjunum: Nei er ekkert svar Í júlí árið 2003 fundust tíu konur myrtar í Moskvu í Rússlandi. Í september sama ár bættust tvö kvenmannslík við og blöðin ýjuðu að því að um raðmorðingja værir að ræða. Flestar kvennanna voru ungar og höfðu verið kyrktar eða skornar á háls. En lögregluyfirvöld í Moskvu voru ekki tilbúin til að viðurkenna að um raðmorðingja væri að ræða. Síðar átti eftir að koma í ljós hve rangt þau höfðu fyrir sér. Alexander Pishushkin var handtekinn í júní árið 2006, en þá hafði hann myrt samstarfskonu sína og skilið líkið eftir í Bitsevsky-almenningsgarðinum. Sönnunargögn gegn honum voru næg; myndband eftirlitsmyndavélar úr lest sýndi hann í félagsskap hinnar myrtu og hún hafði skilið eftir hjá syni sínum orðsendingu sem sagði að hún yrði með Alexander og þar var einnig að finna símanúmer hans. Fjórtán ára morðferill Lítið vissi lögreglan þá hvaða mann hún hafði í haldi, hvað þá að hún hefði bundið enda á fjórtán ára morðferil. Fljótlega í kjölfar handtökunnar streymdu upplýsingar frá Alexander og hann upplýsti lögregluna um hvar nokkur lík voru grafin. Hann viðurkenndi að síðasta morðið hefði verið ákveðin áhætta, en hann hefði bara verið í þannig skapi að hann lét slag standa. Hann hélt því fram að hann hefði myrt sextíu og tvær manneskjur og sagði að draumur sinn hefði verið að myrða fleiri en fjöldamorðinginn Andrea Chikatilo, sem myrti fimmtíu og þrjár manneskjur, konur og börn. Aumingja ég Alexander sagðist hafa átt erfiða æsku. Hann sagði að hann hefði aldrei þekkt föður sinn. Móðir hans kom Alexander fyrir á stofnun fyrir fatlaða, en tók hann svo þaðan og kom honum í umsjá afa hans. Þegar afi hans dó stundaði Alexander að fara í gönguferðir með hundinn sinn í Bitsa-almenningsgarðinum og þegar hundurinn dó var hann grafinn þar. Og Alexander lagðist í þunglyndi. Síðar átti Bitsevsky-garðurinn eftir að verða veiðilendur Alexanders. Þar sat hann um eldra fólk, drakk áfengi með því og myrti síðan með höggi í höfuðið þegar það var orðið of drukkið til að berjast á móti. Hófst handa 1992 Pishushkin sagði í sjónvarpi árið 2006 að fyrsta morðið hefði hann framið árið 1992. Hann var yfirheyrður vegna morðsins á þeim tíma en sleppt. Þau málalok urðu honum hvatning og hann taldi sig ósigrandi. Hann hélt sig til hlés til ársins 2001, en þá hóf hann að myrða fólk í almenningsgarði, fólk sem enginn myndi sakna og af þeim sökum komst hann upp með það. Sum líkin voru skilin eftir á vettvangi en öðrum henti hann í holræsi. En líkin sem hann skildi eftir urðu að sjálfsögðu til þess að áhugi lögreglunnar vaknaði og Alexander Pichushkin fékk nafngiftina Skepnan í Bitsevsky. Hann sagði að „líf án morða væri eins og líf án fæðu“ og sagðist hafa gefið fórnarlömbunum nýtt líf. Taflmenn á skákborði Fjöldi fórnarlamba Pichushkin er á reiki, við handtökuna sagði hann fórnarlömbin vera sextíu og eitt, seinna hélt hann því fram að þau væru sextíu og þrjú. Lögreglan hefur ekki sannanir sem styðja þessa tölu. Aðeins fjórtán lík hafa fundist og segist Alexander ekki muna hvar hann losaði sig við hin. Við rannsókn málsins fann lögreglan skákborð meðal eigna hans. Á skákborðið hafði hann skrifað dagsetningu í sextíu og tvo reiti af sextíu og fjórum og hlaut Alexander þá viðurnefnið Skákborðsmorðinginn. Talið er að hann hafi ætlað sér að fylla alla reitina. Einbeittur vilji Eitt er að gera tilraun til sjálfsmorðs og annað að klára dæmið. Þetta sannaðist í máli rúmlega fertugs manns í Mich- igan í Bandaríkjunum. Til að tryggja árangur byggði hann fallöxi í skóglendi skammt frá heimili sínu. Greinilega gekk allt eins og í sögu, því starfsmenn nærliggjandi stórmarkaðar fundu líkið. Að sögn lögregl- unnar var fallöxin vel úr garði gerð og í vasa mannsins fund- ust kvittanir fyrir því efni sem hann hafði keypt og notað við smíðina. Vændiskona að störfum Hjálpsemi borgar sig ekki alltaf. Eins og ormur á gulli Verslun Harrods í London beitir óhefðbund- inni leið til að vakta skópar í versluninni. Skórnir eru settir eðalsteinum í líki kóbra- slöngu og hvað er betur við hæfi en nota alvöru kóbraslöngu til að passa þá? Skórnir kosta um átta milljónir íslenskra króna. Blaðran sprakk Kona ein frá Taívan þurfti að fylgjast með fjárfestingu sinni hverfa fyrir augum sínum. Um var að ræða hægra brjóst henn- ar og sökudólgurinn var bý- fluga. Þannig var mál með vexti að konan ók mótorhjóli sínu í mesta sakleysi, íklædd flegnum kjól svo barmurinn nyti sín sem best. Hún hafði nefnilega farið í brjóstastækkun og sá enga ástæðu til að fela það. Brjóstin voru greinilega of mikil freist- ing fyrir býfluguna sem stakk í hægra brjóstið með þeim afleið- ingum að það hvarf á tveimur dögum. Vinsamleg- ast bíðið... Sextán ára drengur barðist fyrir lífi sínu í hálfan annan klukkutíma þegar hann varð fyrir því óhappi að hrapa niður kletta í suðurhluta Wales. Þar sem hann hékk á nibbu tókst honum með herkjum að fiska farsímann upp úr vasa sínum og hringja í neyðarlínuna. Hann var settur á bið og það var ekki fyrr en eftir hálfan klukkutíma að hann fékk samband við starfsmann neyðarþjónustunn- ar. Klukkutíma síðar lauk mar- tröðinni og honum var bjargað úr prísundinni. Morðferill Alexanders Pichushkin stóð í fjórtán ár. Hann merkti reit á skákborði fyrir hvern þann sem hann myrti. Tveir reitir skákborðsins voru auðir þegar hann var handtekinn. SkákborðSmorðinginn Alexander Pichushkin Vantaði tvö morð til að fylla skákborð. Bitsevsky-almenningsgarðurinn Í þessum garði fann Skepnan í Bitsevsky fórnarlömb sín. „Líf án morða væri eins og líf án fæðu.“ föStudagur 21. SeptemBer 200750 Helgarblað DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.