Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 59
Berar bossann Leikkonan fagra Natalie Portman sýnir beran bossann í stuttmyndinni Hotel Chevalier eftir leikstjórann Wes Anderson. Þessu er haldið fram á vefsíðunni mrskin.com en þar er staðhæft að um bossa Portman sé að ræða en ekki staðgengil. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem Portman bað um staðgengil í myndinni Goya‘s Ghosts þar sem persóna hennar þurfti að sýna bert hold. Leikur í fyrsta sinn Ofurpródúserinn Timbaland mun spreyta sig í leiklist í fyrsta skipti þegar hann leikur í þætti af sápuóperunni One Life To Live. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér og ég hlakka til að spila tónlistina mína,“ segir Timbaland en hann mun einnig flytja lagið sitt The Way I Are í klúbbnum Capricorn í þættinum. „Timbaland hefur gert svo ótrúlega mikið fyrir tónlistariðnaðinn,“ segir Frank Valentini, framleiðandi þáttanna. „Ég get ekki beðið eftir að fá hann á tökustað.“ Snýr sér að rappinu Rapparinn og leikkonan Queen Latifah sem hefur gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Hairspray og Chicago segist ætla að snúa sér aftur að tónlistinni í bili. Ástæðuna segir hún vera þá að þau lög sem nú séu sem vinsælust í hip- hop heiminum séu alltof yfirborðskennd og hyggst hún bæta fyrir það. Hún hyggst því snúa aftur til hip-hop róta sinna og gera plötu, næstum áratug eftir að hún gaf út síðustu plötu. „Ég held að það sé fullt af hip- hop hausum þarna úti á mínum aldri sem vilja bara eitthvað alvöru en ekki allt þetta yfirborðskennda rusl sem hljómar í dag,“ sagði Latifah. föstudagur 23. september 2007DV Bíó 59 BESTU BÍÓ-BARDAGA- LISTAMENNIRNIR Bardagalistir hafa skipað stóran sess í kvikmyndum í langan tíma. Þrátt fyrir að kappar hvíta tjaldsins eigi eflaust bágt með að framkvæma spörkin í raunveruleikanum eru þeir svaðalegir naggar á skjánum. Allir eiga sinn uppáhaldsbardagalistamann og tók DV því saman lista yfir þá 10 heitustu. 7 MARC DACASCOS mark dacascos er ekki mjög þekktur, en engu að síður mjög fær í að berja menn. foreldrar hans voru bardagalistaþjálfarar og halut hann þjálfun í hinum ýmsu stílum. mark er frá Hawaii en á ættir sínar að rekja til filippseyja. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í manga-kvikmyndinni Crying freeman, en hefur einnig komið fram í myndum á borð vð Cradle 2 the grave og the Island of dr. moreau. Helstu myndir: brotherhood of the Wolf Crying freeman Only the strong 3 STEVEN SEAGAL Það brýtur enginn hendur eins og steven seagal. seagalinn er akido-maður sem er bardagalist afar frábrugðin kung-fu og karate. Hann er með 7. dan í íþróttinni og þar af leiðandi með hæstu gráðu sem nokkur vestrænn maður hefur í akido auk þess að vera með svart belti í júdó. steven fleygir mönnum til og frá, brýtur hendur og lappir og kyrkir. Þrátt fyrir að nýjustu myndir kappans séu nokkrum höggum yfir pari getur enginn gleymt myndum á borð við Out for justice og under siege 2. Helstu myndir: Out for Justice under siege Nico Hard to Kill 4 CHUCK NORRIS Það kannast flestir við Walker texas ranger, þó að margir vilja efast um lögmæti hans á sviði bardagalista. Chuck Norris er hins vegar einn þeirra bandaríkjamanna sem hlotið hafa flest verðlaun í karate. Hann vann fjölda titla á árunum 1964-1968 og var valinn bardagamaður ársins, bardagakennari ársins ásamt fleiru af tímaritinu black belt. Chuck hefur einnig látið mikið að sér kveða í sparkboxi og er með brúnt belti í brasilísku jiu jitsu. Helstu myndir: Walker texas ranger - þættir the Octagon delta force side Kicks 5 JACKIE CHAN Jackie Chan er einum of aulalegur til þess að vera tekinn alvarlega sem bardagalistamaður. Hins vegar tryggðu fyrstu myndirnar hans honum öruggt sæti á listanum, en þær voru nokkuð rosalegar. Hann hóf feril sinn sem áhættuleikari í kvikmyndum bruce Lee og er þekktur fyrir að leika eigin áhættuatriði, sem er afar sjaldgjæft nú á dögum, en hann hefur einnig oft slasast við upptökur. Hann er kung-fu-maður fram í fingurgóma og lemur helst fólk með bros á vör. Helstu myndir: drunken master police story 1-3 rumble in the bronx 8 Wesley Snipes Wesley snipes hefur leikið mörg hlutverk sem ekki tengjast ofbeldi á nokkurn hátt. Hins vegar skín stjarna hans skærast þegar hann þarf að beita hnefunum. Hann hefur æft karate, kung-fu og capoeira og er í kvikmyndum hans oft skírskotað í bókina art of War eftir sun tzu. Á dögunum var í gangi orðrómur um að Wesley myndi berjast í the ultimate fighting Championship, en deilur hans við skattayfirvöld komu í veg fyrir það. Helstu myndir: passenger 57 blade art of War 9 Tony Jaa tony Jaa er nýstirni í bardagalistaheiminum. Hann er fæddur í tælandi árið 1976 og hefur lagt stund á þjóðaríþróttina muay thai frá unga aldri. Hann segir að bruce Lee, Jet Li og Jackie Chan hafi verið hetjur sínar og hann hafi æft hreyfingar þeirra á hverjum degi. aðdáendur bardagalista voru gapandi af undrun eftir að hafa séð myndina Ong bak.. Helstu myndir: Ong bak tom ym goong the bodyguard 10 Bolo Yeung bolo Yeung er þekktastur fyrir að leika illmenni í kung-fu-kvikmyndum. Hann er ógurlega massaður og keppti í kraftlyftingum á sínum yngri árum. Hann er frægastur fyrir að leika í kvikmyndunum bloodsport og enter the dragon, en þar lék hann höfuðillmenn- in. bolo er fæddur 1938 og var 49 ára þegar bloodsport var gerð, en leit út fyrir að vera 20 árum yngri. Helstu myndir: enter the dragon bloodsport double Impact Frumsýningar helgarinnar Shoot´ Em Up Hasarmynd með þeim Clive Owen, Paul Gimatti og Monicu Belucci í aðalhlut- verkum. Clive leikur mann sem bjargar konu og barni frá byssuóðum leigumorð- ingjum. IMDb: 7.7/10 Rottentomatoes: 67%/100% Metacritic: 49/100 I Now Pronounce You Chuck and Larry Adam Sandler og Kevin James úr King of Queens leika aðalhlutverkin. Þeir eru tveir slökkvuliðsmenn sem að þykj- ast vera samkynhneigðir og gifta sig til þess að njóta fríð- indanna sem fylgja. IMDb: 6.3/10 Rottentomatoes: 15%/100% Metacritic: 47/100 Shark Bait Teiknimynd sem fjallar um lítinn fisk sem berst við stóran hákarl. Hann reynir að bjarga heimili sínu og ástinni sinni. Meðal þeirra sem radda myndina eru Freddie Prinze Jr. og íslandsvinurinn Rob Schneider. IMDb: 4.2/10 Rottentomatoes: finnst ekki Metacritic: finnst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.