Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Page 13
DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 13 Einn höfuðpauranna í fíkniefna- málinu sem kom upp í gær heitir Einar Jökull Einarsson og er fæddur árið 1980. Hann tengist svokallaðri Vogaklíku en frægastur í henni er væntanlega Annþór Karlsson, sem varð alræmdur sem handrukkari fyrir fáeinum árum þegar DV fjallaði um hann. Einar Jökull er þekktur úr und- irheimum fyrir hvort tveggja fíkni- efnaviðskipti og handrukkanir. Hann mun, samkvæmt heimildum DV, hafa gengið í skrokk á Einari Ág- úst Víðissyni tónlistarmanni á sín- um tíma. Samkvæmt heimildum DV leigði Einar íbúð á Kársnesbraut 105 en hefur ekki verið búsettur þar lengi. Fyrir viku fékk Einar sent ábyrgð- arbréf frá Austur-Evrópu. Heim- ildir DV herma að ómerkt skúta hafi komið til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum. Austfirðingum sem DV hafði samband við virðist sem lítið eftirlit hafi verið með skútuferð- um og ferðir þeirra um svæðið verið talsvert algengar. Skútan hafði legið óhreyfð í höfninni í nokkra mánuði. Fyrir nokkrum vikum fór skútan úr höfn og kom ekki aftur fyrr en í gær- morgun. Blandað amfetamín Stærsta fíkniefnamál Íslandssög- unnar er í uppsiglingu í kjölfar fund- ar lögreglu á tugum kílóa af fíkniefn- um í gærmorgun. Talið er að efnið sem lögreglan lagði hald á sé bland- að amfetamín. Tveir Íslendingar sem voru um borð í skútunni voru handteknir þegar hún kom að landi. Að minnsta kosti einn til viðbótar var handtekinn á bryggjunni en sá hefur líklega beðið eftir skútunni. Þá voru tveir handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Rannsóknin teygir einnig anga sína til Færeyja. Lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Eskifirði, sérsveit Ríkislögreglu- stjóraembættisins, Tollgæslan og Landhelgisgæslan komu að aðgerð- inni í gær. Gerð var húsleit víða á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar fund- arins. Ægir Kristinsson, hafnarvörð- ur á Fáskrúðsfirði, segir að skútan hafi verið ómerkt. Hann segist ekki kannast við að skútan hafi komið til hafnar í Fáskrúðsfirði áður. Talið er að um erlenda leiguskútu frá Skand- inavíu eða Eystrasaltsríkjunum sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Europol var um að ræða 50 til 60 kíló af efnum. Miðað við það gæti verðmæti fíkniefnanna verið yfir 200 milljónir króna eftir að þau eru kom- in í almenna sölu. Langur aðdragandi Það var um fimmleytið í gær- morgun sem skútan kom að landi við höfnina á Fáskrúðsfirði. Varðskip Landhelgisgæslunnar kom klukkan 7.30 að landi og var skútan umsvifa- laust færð að hlið skipsins. Ómerkt- ir lögreglubílar sáust á vettvangi og strax þótti ljóst að eitthvað stórt væri í uppsiglingu. Aðgerðir lögreglu á bryggjunni stóðu fram yfir hádegi í gær og voru fleiri aðilar handteknir vegna málsins sem á sér margra mánaða aðdraganda. Tæknideild lögreglunnar fór til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun þar sem hún vigtaði efnin og greindi þau. Lykillinn er samvinna Lögreglan boðaði til blaða- mannafundar í gærmorgun og sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglu- lið frá mörgum Evrópulöndum hefði tekið þátt í aðgerðunum. Fíkniefna- deild lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu hefur stýrt rannsókninni sem staðið hefur yfir í marga mán- uði. Deildin hefur haft náið samstarf við Europol í gegnum Arnar Jens- son, alþjóðafulltrúa ríkislögreglu- stjóra hjá Europol. Skipulagsbreyt- ing átti sér stað hjá lögreglunni um síðustu áramót en þá hóf Arnar störf hjá Europol sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Að sögn Haraldar Jóhannes- sen ríkislögreglustjóra hafa þess- ar skipulagsbreytingar skilað sér og er fíkniefnafundurinn til marks um það. Á fundinum í gær sagði hann að íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið sína vinnu með sómasam- legum hætti nema með þátttöku er- lendra löggæslustofnana. Haraldur sagði að samvinna hefði verið höfð við Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sem hefði haft vitneskju um málið í töluverðan tíma. Björn sagði við DV í gær að þegar kemur að sam- hæfingu margra aðila á starfssviði ráðuneytisins fylgdist hann með henni. Hann fylgist ekki með því hvernig að aðgerðunum sjálfum eða rannsókn mála er staðið. Vart við bílaumferð Guðjón Guðjónsson býr á Fá- skrúðsfirði og um það leyti sem hann var að fara í vinnu var varð- skip Landhelgisgæslunnar að koma til hafnar. „Ég sá það þegar ég var að fara til vinnu klukkan hálf átta að varðskipið var að koma inn. Ég spurði einmitt konuna hvort þeir gætu mögulega verið að fara í frí aft- ur. Þeir leggja oft skipinu þarna áður en þeir fara í frí. Mér fannst vera svo stutt síðan þeir voru í fríi að það gat varla verið,“ segir Guðjón. Guðjón segir að hann hafi orðið var við óvanalega mikla bílaumferð í fyrrinótt, nóttina áður en lagt var hald á efnin. „Þetta er lítið og rólegt sjávarpláss og vanalega er ekki mik- il umferð í bænum, sérstaklega ekki á næturna. Ég hélt að það væri að koma inn bátur með einhvern fiski- afla en ég gerði mér alls ekki í hugar- lund að þetta væri í vændum. Ann- ars er ég bara mjög ánægður með að lögreglunni hafi tekist að gera þessi efni upptæk.“ Stóra fíkniefnamálið Á síðustu tíu árum hafa mörg stór fíkniefnamál komið upp á Íslandi. Í byrjun september árið 1999 kom upp umfangsmesta fíkniefnamál Ís- landssögunnar til þessa en það er þekkt undir nafninu Stóra fíkniefna- málið. Upphafið af því var haldlagn- ing á sex þúsund e-töflum, tuttugu og fjórum kílóum af hassi, fjórum kílóum af amfetamíni og einu kílói af kókaíni. Efnin voru falin í bifreið sem flutt var til landsins. Lögreglan hafði haft vitneskju um innflutning- inn í töluvert langan tíma en undir- búningur lögreglu hafði staðið yfir frá því í maí sama ár. Þegar rannsókn efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra lauk í mars árið 2000 sátu níu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings- ins. Þegar yfir lauk voru tólf einstakl- ingar kærðir til ríkissaksóknara fyrir fíkniefnamisferli eða peningaþvætti í tengslum við málið. Ákært var fyrir innflutning á 160 kílóum af kanna- bisefnum frá Danmörku og 40 kíló- um af amfetamíni, auk annarra efna. Söluverðmætið nam hundruðum milljóna króna. einar@dv.is Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar er í uppsiglingu. Lögreglan lagði í gær hald á 50 til 60 kíló af blönd- uðu amfetamíni sem komu til Íslands með skútu í gærmorgun. Talið er að höfuðpaurinn sé Einar Jökull Einarsson, 27 ára Kópavogsbúi. Markaðsvirði fíkniefnanna er talið vera yfir 200 milljónir króna í almennri sölu. Guðjón Guðjónsson, íbúi á Fáskrúðsfirði, varð var við óvanalega mikla bílaumferð nóttina áður en efnin fundust. 50–60 KÍLÓ AF AMFETAMÍNI Skútan Hér má sjá skútuna sem innihélt fíkniefnin og skip Landhelgisgæslunnar sem aðstoðaði við aðgerðir. Einn smyglaranna Lögreglan flutti þá sem hún handtók á fáskrúðsfirði til reykjavíkur í gær. Hér hylur einn smyglaranna andlit sitt fyrir framan lögreglustöðina í reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.